21.1.2007 | 17:02
Orkusparnaður og nýting hugarorku
Ég er að spara orku og sit með kalda putta og lekandi nef hérna við tölvuna sem er keyrð á batteríunum sínum núna. Mun ekki hita neitt upp með gasinu dýrmæta fyrr en eftir klukkan 6. Hvorki vatn né hús. Hef kveikt á einu kerti til að sjá til því það er farið að rökkva. Er búin að læra margt undanfarið um gildi þess að spara orku og þvæ t.d allt á 30 í stað 40 gráðum áður, því það sparar hellings orku. Mæli með að allir fataframleiðendur breyti merkingum í fatnaði og segi að það EIGI að þvo allt á 30 og leggi þar með lóð á vogarskálar orkusparandi aðgerða.
Eina orkan sem ég nota ótakmarkað er hugarorkan enda er hún eitthvað sem eyðist ekki þó maður noti mikið af henni og hún er líka ókeypis. Hugarorku má nota í svo margt. Senda vinum sínum hugskeyti svo þeir fái það á tilfinninguna að þurfa að hringja í mann. Sparar manni helling í símreikninga. Hugarorku má líka nota til að senda frumunum í líkamanum skýr skilaboð um að maður sé heilbrigður og hraustur og þannig má spara sér læknis og lyfjakostnað auk þess að heilbrigt og hraust fólk sparar atvinnurekendum veikindakostnað vinnuafls. Svo maður tali nú ekki um sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Einnig má nota þessa stórfenglegu hugarorku til að trufla þann sem maður teflir við eins og rússnenskur skákmeistari gerði hér áður fyrr. Ætli maður geti ekki bara sent hinum ýmsu stjórnmálamönnum hugskeyti og látið þá halda að þeir séu bara að fá svona framúrskarandi hugmyndir sjálfir þannig að þeir fari raun að vinna fyrir almenning í landinu???
Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað má gera með hugarorkunni fleira en að spara. Mætti halda að ég væri farin að vinna hjá einhverju sparnaðarráði en það þætti eflaust mörgum skrítið þar sem ég hef aldrei verið þekkt fyrir sparnað. Spyrjið bara bankann minn.
Kannski að þetta séu einhverjar hliðarverkanir af því að eiga skoskan tengdason???
Bloggar | Breytt 22.1.2007 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.1.2007 | 13:00
Að fara að heiman og koma vellrík heim
Vildi bara deila með ykkur gleði minni. Er loksins búin að fatta leyndóið um hversvegna sumir verða vellríkari en aðrir. Maður á bara að fara úr landi og gera eitthvað í einhvern tíma. Svo kemur maður heim aftur og er þá vellríkur íslendingur.
Og ég er einmitt búin að gera allt af þessu nema koma heim.
Best að athuga hvort það sé ekki ódýrt far á netinu núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 12:01
Barnastjörnur, blíðar jésúmyndir og blogg.
Barnaminningar mínar um sunnudagsmorgna innihalda sunnudagaskóla í skúr á fótboltavellinum og við systurnar með klósettpappír í hárinu. Laugardagskvöldin voru flest sett þannig upp að við fengum að trítla í sjoppuna og kaupa litla kók í gleri og kókosbollu. Svo meðan við horfðum á svarthvíta kúrekamynd eða Shirely Temple barnastörnu, rúllaði mamma upp á okkur hárinu með klósettpappír. Tilgangurinn var jú sá að vera með krullur og líta út eins og barnastjörnur á sunnudögum. Eftir að hafa móttekið boðskapinn í sunnudagaskólanum og fá jésúmynd skokkaði maður heim yfir leðjuna á fótboltavellinumog fékk hrygg með sultu í matinn. Svona liðu sunnudgarnir í mörg ár, krullað hár og oftast sunnudagsbíltúr um bæinn.
Núna vakna ég á sunnudagsmorgnum með úfið hár og skeyti ekkert um að láta kristna mig eða bera í mig blíðar Jésúmyndir. Það er ekki hryggur í hádegismatinn og enginn bíltúr um bæinn.Bara blogg. Allavega í bili. Svo eru stórar fyrirætlanir um undirbúning fyrir flutninga og tiltekt á öllum hæðum, pakkanir og hreingerningar en þegar ég lít í kringum mig núna fallast mér hreinlega hendur yfir verkefnunum sem bíða mín og ég geri mér grein fyrir að ég þarf hjálp.
Best ég reyni að grafa upp gömlu Jésúmyndirnar og athugi hvort ég biðji bara ekki um styrk og hjálp frá almættinu á þessum sunnudegi. Ætli það hjálpi að líta út eins og sannkrulluð barnastjarna með spenntar greipar?
Maðurinn minn er komin af stað með ryksuguna svo mér virðist ég hafa verið bænheyrð og ætla nú að hjálpa til....En samt ekki fyrr en ég er búin að blogga. Maður verður að vera með forgangsröðunina á hreinu í lífinu ef maður ætlar að ná hamingjuhæðum og árangri í hlutabréfakaupum.
Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 21. janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari