Leita í fréttum mbl.is

Fræknir sigrar í Janúarmánuði og 5 kvenskörungar í beinan legg

100_2693

Já þetta var stórkostleg stund í kvöld og það hríslaðist um mig gamlakunnur þjóðarrembingur þegar strákarnir okkar fengu sér "franskar" að borða.

En samt...það besta sem gerðist í Janúarmánuði var þegar þessi litla ömmustelpa kom í heiminn 5. janúar. Ég var viðstödd fæðinguna hennar sem var stórkostleg upplifun. Mér finnst ömmuhlutverkið alveg magnað og þessi litla Princess Hazelnut eins og hún er kölluð þar til hún fær nafnið sitt... bara flottust. Um æðar hennar rennur skosk íslenskt blóð og ég efast ekki um að það sé merkileg blanda.

Svo nú erum við 5 kvenskörungar í beinan kvenlegg.  Amma, mamma ,ég, dóttir mín og princess Hazelnut!!! Og ég er akkúrat í miðjunni við að tengja þetta allt saman. Magnað.

 


"We can HAPPILY say that this is NOT the only missurable day in january"!

Gat nú ekki annað en skellihlegið þegar ég heyrði þessi uppörvandi ummæli í útvarpinu áðan þegar einhver geðheilsusamtök voru að kommenta á þennan versta dag ársins fyrir bretana.

Við getum með gleði sagt að þetta er ekki eini ömurlegi dagurinn í janúar!Joyful


Versti dagur ársins segja sérfræðingar! Láttu ljós þitt skína!

Var að lesa í blaðinu í morgun að dagurinn í dag er versti dagur ársins hjá bretum. Þar eru týnd til alls konar atriði sem eiga að gefa þessari vitleysu gildi og hjálpa fólki að láta sér líða enn ver en því gerir á venjulegum vondum dögum. T.d að þetta mörgum dögum eftir jólin hellist yfir áður óþekkt þunglyndi.

Mér er alveg sama hvað sérfræðingar segja og hversu vel þeir geta rökstutt þessa vanlíðan sem á að hellast yfir okkur í dag. Geri bara eins og apabræðurnir og held fyrir augu nef og munn og neita að hleypa neinu af þessu bulli inn í minn hugarheim. Því minn hugarheimur er mín einkaeign og ég þvertek fyrir að einhver og einhver geti skutlað þar inn dóti og drasli sem gerir mér ekkert gott.

Ég er hálfgerð dekurrófa að þessu leytinu. Horfi t.d helst ekki á myndir bannaðar innan 16 og hlusta ekki á tónlist né les fréttir sem eru yfirfylltar af óhugnaði, illsku og heimsku.Ég vil hafa hreint og gott í mínu hugskoti og hafa pláss fyrir allt það góða og fallega sem hægt er að skapa út frá þeirrri orku sem á sér búsetu í huganum og hjartanu. Vil helst ekki vera með í að auka orkuflæði í áttina að því sem gerir þennan heim hræðilegan.

Held bara áfram að skapa þann raunveruleika sem hentar og hana nú!

Og segi það og meina að það getur þú gert líka. Hvernig væri að snúa þseeum bölbænum sérfræðinganna við og ákveða að dagurinn i dag verði einn sá besti sem við höfum lifað. Höldum huganum hreinum og hjartanu hlýju og látum ljós okkar skína á allt sem á vegi okkar verður.

Eða eins og Nelson Mandela sagði einhverju sinni...kannski ekki alveg orðrétt en eitthvað í þessa áttina..

"Who are you who dare not to let your light shine"?


Með dýróðum dreka eða hæglátum umferðarormi undir stýri

Mér finnst ég alltaf betri manneskja þegar ég kem heim af bæjarrúntinum. Hjarta mitt er fullt af gleði og þakklæti og ég myndi helst vilja taka aukarúnt og fylla aðeins meira á þessa tilfinningu um samkennd og góðvilja, bæði míns og annarra.

Ég gengst upp í því að gefa öðrum sénsa, hægja á mér og hleypa öðrum bílum að og stoppa fyrir vegfarendum sem þurfa að komast yfir götur. Líka þó það séu ekki gamlar eða óléttar konur. í staðinn fæ ég falleg bros að launum, sumir veifa mér og jafnvel blikka mig, sumir með augunum og aðrir með ljósunum. Og mér finnst ég fínn bílstjóri og vanda mig enn betur næst þegar ég fer á rúntinn. í þessum litla bæ sem ég bý í þykir flott að vera kurteis og sýna tillitssemi. Sérstaklega í umferðinni.

Það er eins og einhver samvitund sé að verki þegar við keyrum um á morgnana þegar umferðarþunginn er hvað mestur. Eins og allir sem sitja undir stýri skilji að með því að hliðra til og gefa séns þar sem hægt er, komumst við öll fyrr á áfangastað og að öllum líkindum áfallalaust. Og að það hjálpi engum..hvorki þér né neinum öðrum að vera frussandi af geðvonsku, blótandi og jafnvel berjandi aðra ökumenn í huganum undir stýri til að troðast þangað sem þú þarft að komast.

Þetta snýst allt um hugarfar og innri tilfinningu. Umferðarmenning er ekkert annað en persónuleiki þinn að eiga samskipti við aðra persónuleika sem eiga það allir sameiginlegt að vera að stýra ökutækjum um fjölfarnar leiðir og eftir ákveðnum reglum.

Það er næstum hægt að kalla þetta  umferðartungumál. Mér finnst þegar ég kem heim til Íslands að ég sé ekki lengur hlekkur í góðum umferðarormi sem liðast um göturnar með bros á vör heldur sé ég sést a bak bandóðum dreka sem vill helst allt og alla éta lifandi eða steikja í geðvonskueldi. Og hann bara kemst ekki nægilega hratt fyrir öllum fávitunum sem eru að þvælast fyrir honum svo hann refsar öllum hægri vinstri sem hindra för hans. Hann ætlar sko ekki að láta neinn segja sér hvernig hann kemst fyrstur heim.

Minnir mig á einn íslenskan frænda sem aldrei gefur stefnuljós. Þegar móðir hans gerði athugasemd við þá hegðan sagði hann með banvænum íslenskum umferðarhrokahroka "Það kemur engum það andskotans við hvert ég er að fara og reykspólaði af stað"!!!!

Og að lokum vil ég benda á að í mínum litla bær eru afskaplega litlar og mjóar götur. Það er ekki einu sinni pláss til að breikka þær eða tvöfalda og eftir þeirri staðreynd reynum við bara að keyra.

Megið þið öll eiga geðgóðan dag í umferðinni og leyfa kurteisi, tillitssemi og geðprýði að skína út frá ykkar persónuleika þar sem hann situr undir stýri og veit hvað skiptir máli svo þið megið öll komast heil heim.  Og allir saman nú...Veifa, blikka  brosa og bjóða greiða leið á götum úti !!!!


Bloggfærslur 22. janúar 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband