Vitiði það að ég þurfti að skrópa í fimmtugsafmælinu í kvöld svo ég gæti verið hér og haldið áfram að blogga. Hefði nú hugsað mig tvisvar um eða oftar hefði ég haft grænan grun um hvert þetta myndi leiða. Hún er nú örugglega ekki mjög glöð afmælisstelpan með skrópið en ég mun bara segja henni á morgun hvað kom fyrir mig. Moggabloggið! Hún jafnar sig vonandi fljótt enda orðin HÁLFRAR ALDAR gömul og þroskuð eftir því.
Ég er ekkert mjög reið eða fúl yfir að fólk sé ekki að kvitta heima hjá mér. Þykir það ekki eðlilegasti hlutur í heimi að fara inn hjá öðrum og fá sér allt sem mann langar í og fara svo bara án þess að spjalla við húsráðanda eða þakka fyrir veitingarnar. Jafnvel þó manni hafi ekki líkað heimabakaða kakan?
Það er bara kurteisi. Og eins og ég sagði áðan er ég ekkert móðguð þó þið nennið ekki að gera athugasemdir. Mun bara refsa ykkur harðlega á minn hátt. En ekki hafa áhyggjur því ég er komin í hjúkkubúninginn minn og mun auðvitað hjúkra ykkur vel á eftir. Svo gestrisin er ég nefninlega og kurteis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2007 | 17:46
Þetta er allt í lagi elskurnar ég er ekki að kafna úr kynþokka.
Var orðin svo fjólublá á litinn á myndinni sem ég var með af mér hérna að ættingjar vinir og aðrir aðdáendur voru farnir að fá smá áhyggjur. Þetta var auðvitað bara þreyta . Ég var orðin yfir mig þreytt af leti. Mér líður miklu betur núna þegar ég er búin að taka til og gera fínt hjá mér. Ætla meira að segja að fara í stórmarkað og kaupa mat og elda áður en ég fer út með stelpunum.
Var að hugsa þetta áðan þegar ég var að velja mynd við hæfi. Ég vil alls ekki að fólk haldi að ég sé eitthvað kyntákn og hugsi lítið. Ég er svo miklu meira heldur en leggjalöng og fagurbúbbuð fjólublá kona. Ég er líka með heila sem ég nota voða mikið til að hugsa með. Þess vegna fannst mér svart hvít mynd af höfðinu á konu með hatt í krús hæfa mér einstaklega vel. Os sjáiði varalitinn. úúúú.....ekkert smá sexí..ha?
Jæja verð að drífa mig að kaupa leggi. Já ég veit..... það fyrsta sem ykkur dettur í hug eru löngu leggirnir á mér. Ég er auðvitað að fara að kaupa kjúklingaleggi. Munið það sem ég var að segja ykkur rétt áðan. Ég er með heila.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 16:08
Eggjaást og laugardagshreingerning letigúrku.
Egg eru dásamleg. Ég elska egg. Soðin eða spæld, hrærð eða hrist, alltaf jafngóð. Þau má líka nota til að láta í ljós gleði og hamingju með því að nota þau í sæta súkkulaðiköku handa ástinni sinni eða grýta þeim í fólk sem syngur verulega illa. Ég myndi samt aldrei gera slíkt.
Hér sit ég og reyni að láta mér detta allt í hug svo ég þurfi ekki að taka til og þrífa heima hjá mér. Meira að segja skrifa ég pistil um egg. Hversu langt leiddur er hægt að vera í hreingerningar og tiltektarandúð?
Hér þarf að laga til. Veit ekki einu sinni hvar börnin eru í þessari hrúgu hérna. En fyrst ætla ég að búa til orð.
Letigúrka.
Letigúrka er samnefni fyrir fólk sem nennir ekki neinu. Hreyfist ekki heldur liggur bara eins og græn gúrka á borði. Í dag er ég ein af þeim. Nei ekki lengur!!!! Nú fer ég og geri fínt hjá mér. Verðlauna mig með yndislegu forðubaði og fer svo og hitti stelpurnar á sæta kaffihúsinu. Ein þeirra er nefninlega fimmtug í dag. Og hvað ætla ég að gefa henni í afmælisgjöf?
Nú auðvitað dásamlegt egg..en ekki hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 12:56
Hversu vel brýnd er samviskan þín?
Eitt sinn var indíáni spurður að því hvort hann vissi hvað samviska væri.
"Já" sagði hann og benti á brjósið á sér. Samviskan er hérna inni og er þríhyrningur með afskaplega beitt horn. Þegar ég geri eitthvað rangt snýst þessi þríhyrningur og sker hold mitt svo mér blæðir. En ef maður gerir rangt aftur og aftur þá rúnnast beittu hornin af með tímanum og maður hættir að finna til þegar samviskan snýst."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2007 | 10:08
Ansans. Vaknaði klukkan 5 í nótt með rosalega ræðu í kollinum...
.....sem ég held að verði tímamótaræða og muni breyta öllu pólitísku landslagi á íslandi og jafnvel víðar. Verst að ég man ekki alveg í smáatriðum núna hvernig hún hljómaði, man bara að þetta var þrusuræða. Svo hef ég heldur ekki tíma til að hamra því inn sem ég þó man því ég þarf að fara og horfa á Net ball þar sem dóttir mín er að fara að keppa. Hvað ætli margar umbyltingar hafi hreinlega farist fyrir og verið settar aftar í röðina en móðurlegar skyldur okkar heimshugmyndafræðinganna?
Maður spyr sig stundum að því. Gerði reyndar ágætis verkefni þegar ég var að nema Social sculpture um hvernig konur þurfa að taka sér sitt pláss og gera það sem hugur þeirra stendur til. Set inn eitthvað meira um það verkefni síðar.
Best að setja sig í gírinn og fara að æfa raddböndin fyri hvatningarópin. En þegar ég rekst á þann sem fann um þennan Net ball leik mun ég ekki vanda honum kveðjurnar. Hef sjaldan vitað önnur eins leiðindi. Nota bara tímann og reyni að rifja upp ræðuna sem getur bjargað íslenskri þjóðarsál ef ég man rétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 27. janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari