30.1.2007 | 23:03
Framtíðarland í fjötrum...eða fuglinn Fönix loks að rísa úr öskunni?
Ég var ein af þeim sem sótti stofnfund Framtíðarlandins í sumar. Þar virtist losna úr læðingi falinn kraftur þjóðar sem hafði of lengi orðið fyrir vonbrigðum. Fólk sem þráði raunverulegar breytingar og öðruvísi gildi. Hitti fólk sem var með tárin í augunum yfir þessari sérstöku von sem þarna kviknaði. Sem var búið að fá nóg af þykjustuleikjum og baktjaldamakki sem hefur ekkert með framtíðarheilbrigði þessarar þjóðar að gera á öllum sviðum mannlífs.
Ég kem ekki saman þeirri tilfinningu og því að troða þeim krafti inn í gamaldags kerfi sem allir sjá í gegnum sem eru stjórnmálaflokkar nútímans. Hafði einhvernvegin þá von í hjarta að til væri að verða afl sem gæti knúið í gegn breytt hugarfar með öðrum leiðum. Ber í brjósti óljósa hugmynd og tilfinningu um að það sé komið að tímamótum sem felast ekki bara í að standa loksins saman heldur og að breyta stjórnunarháttum sem þjóna betur nútíðinni. Fannst einhvern veginn að þarna væri samankomið fólk sem hefði vilja, getu, þor og kjark til að hugsa öðruvísi. Finna leiðir sem væru færar til raunverulegra breytinga. Sem hefði hugmyndaflug til að sjá öðruvísi og plægja nýjan jarðveg og sá fræjum sem skipta þessa þjóð máli. Miklu máli.
Rakst á blogg í dag sem kynnti enn frekar undir þennan neista.
http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/
Lýðræði án stjórnmálaflokka.
Hafði svo vonað að með þessum krafti væri eitthvað mjög mikilvægt að verða til.
Þegar ég heyrði af því að stefnan væri tekin á stjórnmálin sökk hjartað í mér.
Trú því ekki að enn á ný verði til bræðingur sem blandar sér í baráttu sem litlu skilar. Er ekki tímabært að standa upp og fara alla leið í því að skapa þjóðfélag sem ber keim af manngildi, elsku til náttúrunnar og hvers annars? Afl sem skilur miklu meira en bara raungildi og verðmæti metið í gulli?
Íslendingar. Það er tími til kominn að vakna og vera. Vera fulltrúar í alþjóðasamfélaginu sem sýnir hvað raunverulega skiptir máli og hætta að þegja yfir því sem er löngu orðið lýðnum ljóst.
Það er ekki verið að bera hag okkar allra fyrir brjósti. Hættum ekki fyrr en því markmiði hefur verið náð. Það getur tekið tíma og mikla vinnu. En ég er vissum að ef við þorum að brjóta upp fortíðina tekst okkur að finna skref til framtíðarinnar. Í því felst hinn sanni þjóðarauður og hið margumtalaða hugvit. Verum það sem býr best innra með okkur. Nemum ókönnuð lönd.
Er einhver til í að heyra það sem ég er að segja eða er hugur ykkar enn rígbundinn fornum hugarformum og því að einungis sé hægt að gera hlutina á einn hátt? Kannski er þetta skýringin á því að við erum enn hér þrátt fyrir allt? Að hugur og verk séu ekki farin að tala sama tungumálið?
Bloggar | Breytt 31.1.2007 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.1.2007 | 20:10
Hippaenglar

Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.1.2007 | 14:34
Lítil fiðrildasaga fyrir börn í stríði. Stundum er bara komið nóg!

Ég myndi setjast á eyrað á litla drengnum sem situr í hnipri og heldur skjálfandi höndum utan um sjálfan sig og hvísla í eyrað hans. Elsku vinur veröldin getur verið svo grimm. Hvers á saklaust barn eins og þú að gjalda? Hvar eru áhyggjulausu dagarnir sem þú naust svo. Vinir þínir og þú að hlaupa um með boltann ykkar, hláturinn og kátínan sem einkenndi leiki ykkar? Mamman sem hélt utan um þig og sagði þér að þú værir besti strákurinn og bakaði svo handa þér pönnukökur með sultu, fór út í búð og kom ekki aftur. Ég skil angist þína elsku hjartans vinurinn minn. Ég skil ótta þinn við þessa veröld. En trúðu mér, hún er ekki bara svona. Ég er bara lítið fiðrildi komið alla leið frá Íslandi . Á leið minni sá ég margt ljótt en líka margt fallegt, og ég geymdi allt það besta og fallegasta handa þér undir vængjum mínum.
Hér er kærleikur í lítilli krukku, þegar þú ert einmana og hræddur skaltu opna krukkuna og lykta uppúr henni. Hjarta þitt fyllist þá kærleika og ást til allra, líka þeirra sem vita ekki hvað þeir gjöra. Hafðu ekki áhyggjur af því að þú klárir kærleikann, hann vex eftir því sem þú notar hann meira. Ég færi þér líka flösku fulla af von og trú og þú skalt fá þér sopa þegar þú getur ekki meir. Ég vildi óska að þú gætir komið með mér heim og fengið hlýja mjúka sæng sem ég myndi vefja þig inní, sungið fyrir þig vögguvísuna blíðri röddu eins og mamma þín gerði alltaf og halda þér þétt upp að mér. Ég vildi geta sagt þér að þetta yrði allt í lagi, að bráðum yrði allt gott og bráðum yrði allt hljótt. Elsku hjartans vinur. Ég ætla vera hjá þér á meðan þú þarft á mér að halda. Fljúga í kringum þig og gleðja þig með litunum mínum. Sjáðu ég á gulan, ég á rauðan og ég á bláan. Hvaða lit viltu? Við skulum teikna stiga sem nær alla leið til himna. Himnastiga. Já elsku vinur þú mátt klifra upp alla leið, hún mamma þín bíður þín þar uppi. Hún ætlar að faðma þig og halda þér fast í fanginu sínu á meðan hún segir þér að þú sért besti strákurinn hennar.
Og svo ætlar hún að baka handa þér risastóra pönnuköku með sultu.
Farðu nú, hún bíður.Þessi veröld sem við höfum skapað er enginn staður fyrir börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.1.2007 | 10:39
Jónatan Livingston Mávur. Lítill fugl með stóra ætlun
Man alltaf þann dag sem þesssi litla bók varð á vegi mínum. Lá bara á gólfinu fyrir utan dyrnar á herbergi mínu á heimasvistinni á Ísafirði og sáði fræi í hjartað á mér þegar ég var bara 17 ára.
Var að lesa hana aftur núna og boðskapur hennar á enn erindi til okkar. Fjallar um máv sem vill ekki lengur vera partur af flokknum sem skrækir hátt og berst blóðugri baráttu um ætið. Hann skynjar tilgangsleysi þessarar endalausu baráttu og fer að æfa flugið sitt. Að geta flogið hærra, hraðar og náð valdi á flugi sínu. Skoða hvað skiptir raunverulega máli. Að þora að feta leiðina og kanna hvað bíður. Auðvitað snýst flokkurinn á móti honum og fuglafjölskyldan leggst öll á eitt að letja hann. Það má enginn vera öðruvísi og skera sig úr.
Mæli með þessari bók. Er einhver bók sem hefur haft meiri áhrif á ykkur en aðrar?
Eigið góðan dag og fljúgið hátt, hátt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 30. janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari