Leita í fréttum mbl.is

Andvana magnvana máttvana..nei bara andvaka.

Ég get ekki sofið því ég sofnaði strax eftir kvöldmat þar sem heilinn í mér var svoooo þreyttur eftir akademískar ritsmíðar sem stóðu frá morgni til kvöldmatar... og vaknaði svo bara klukkan að ganga ellefu og er núna andvaka á vindsæng á miðju stofugólfi.

Theodóra sefur hinumegin við mig í tveggjasæta sófanum og Nói í þriggjasæta sófanum á móti henni og snýr tánum beint í hausinn á pabba sínum sem sefur á annarri vindsæng  með hausinn útvið svaladyrnar. Svona er það að eiga hvergi heima og  eiga gistinguna undir öðrum. Gott samt að þurfa ekki að gista í fjárhúsi í þessu veðri.

Annars er ég bæði með svefngalsa og komin í sannkallað jólaskap.  Jólaskapið held ég að sé tilkomið vegna þess að mannkyn hefur verið kallað til skráningar. Allavega ég og mín fjölskylda og höfum við nú farið á asnanum alla leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur  og skráð okkur til löglegs heimilis,  fengið skráð símanúmer, börnin  skráð í skóla og  Nói skráður í KR. Við eigum enn eftir að skrá okkur fyrir heilsugæslu og fá skrásetningarnúmer á bíl þegar við skilum asnanum. 

Já ef þetta er ekki jólalegt þá veit ég ekki hvað.

 

bed

 

Man það svo lengi 

sem lifað ég fæ

..man ég þá er hátíð var í bæ.Whistling

 

Night night 

 


Bloggfærslur 31. október 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband