5.10.2007 | 17:42
Fullur poki af skrímslum hangandi á hurðarhúninum hjá mér!
Þegar ég kom heim í gærkveldi hékk gulur plastpoki á hurðarhúninum hjá mér. Þegar ég kíkti ofan í pokann störðu fjölmörg svört augu beint á mig og ég hoppaði til baka og argaði eins og konur gera þegar starað er á þær svona græðgislega og óforskammað.
Þegar við fórum að skoða betur sáum við að þetta voru lúxusrisarækjur..stuttu seinna fékk ég sms frá Jacqui vinkonu minni sem spurði hvort ég hefði ekki örugglega fundið kvöldmatinn.
Ekki misskilja mig. Mér finnast rækjur rosagóðar..en án augna, hala og klóa. Eftir því sem mér skildist á Jacqui var ein af fínu frúm vinkonum hennar að losa sig við lúxusinn þar sem það eru takmörk fyrir hversu mikið að lúxusrækjum ein hjón geta borðað og gaf henni nokkur kíló þar sem það þurfti að búa til pláss í frystinum fyrir kavíar og kampavín.
Núna sit ég og horfi á skrýmslin með svörtu augun þiðna og bíð bara eftir að þau blikki mig eða klípi. Og hef í raun ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þau. Eitt er víst ég ætla ekki að elda þau og borða meðan þau góna á mig af diskinum með þessum svörtu litlu starandi augum.
Leita eins og galin manneskja á netinu af uppskriftum og leiðbeiningum. Ekki getur maður hent svona miklum lúxus þó hann sé ljótur..er það nokkuð??
Hvítlaukssmjör hlýtur að vera galdurinn og ég á fallegt salat sem getur verið svona beð fyrir svarteygu skrímslin...læt þau lúlla þar ofan á og loka svo augunum og vonast til að koma þeim í munninn á mér án þess að rispa mig á öllum þessum aukahlutum sem fylgja. Hvað varð um gömlu góðu fallegu allsberu rækjurnar í pokunum? Rosalega hlýtur að vera flókið að vera ríkur og fallegur og þurfa að borða mat með augum og alles.
Fann eina uppskrift sem hentar mér...og ætla að láta vaða. Um leið og ég hef safnað kjarki til að slíta og skera, plokka og pikka allt þetta drasl utan af skrýmslunum. Svo ét ég þau og fæ svo martröð um svört starandi illskuleg rækjuaugu sem svamla um í maganum á mér og reyna að klípa í garnirnar á mér.
Er þetta ekki bara málið?
Vitiði ég er að hugsa um að hafa þær bara á morgun.
Ekki í stuði fyrir þær núna.
Allar mannlegar uppskriftir vel þegnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 5. október 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari