6.10.2007 | 19:17
Verð að gangast við frægð og upphefð minni...
Undanfarið þegar ég hef haft samband heim heyri ég bara sögur af umfjöllunum um mig í útvarpi eða að pistlar mínir séru birtir hér og þar.....og enginn segir mér neitt. Að það hafi verið viðtal um söguna um Reyni Inga á útvarpi Sögu..að pistill birtist í MBL um að ég sé að flytja heim. Amma greyið hringdi og spurði mig um hvað þetta ætti eiginlega allt að vera og ég kom af fjöllum ofan.
Þegar ég svo hringi heim að segja fréttir eru allir búnir að lesa eða heyra um þær. Og engum kemur neitt á óvart!!!! Það er frekar fúlt að láta ræna sig ánægjunni að færa fréttirnar sjálfur.
Ég meina common....það væri nú bara gustuk að leyfa manni að fylgjast með eigin frægð heima fyrir...svo ég verði ekki viðutan og mjög hissa þegar þið standið öll með íslenska fánann í flugstöðinni og fagnið heimkomu minni þegar ég kem heim.. Af því að ég er orðin svo obbosslega fræg án minnar vitundar. Maður þarf nú að næra EGÓIÐ...ekkert gaman að njóta athygli sjálfs síns...er það nokkuð???
Þett er nú frekar dónalegt comment.....og ekki alveg það sem ég meina.
Finnst myndin bara flott og textinn skemmtilega á skjön við ímynd konunnar.
Endilega upplýsið mig um hvað er um að vera þarna hinu megin við hafið svo ég sé ekki alltaf eins og kona komin af fjöllum
Bloggar | Breytt 7.10.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
6.10.2007 | 11:02
Ekki spyrja mig hvernig gangi að pakka...
Ég er í krónískri afneitun á að tíminn líði og bíði ekki eftir konum eins og mér. Ég þarf ekki annað en að líta í spegil til að vita að svo er ekki. Verkefnin hrúgast upp hvert ofan á annað og allt í einu er eins og ég hafi engan tíma til neins. Svo við gerum það eina rétta í stöðunni.....
...og látum eins og þetta komi okkur ekki við!!!
Að vandamálin hverfi bara af maður setur kassa yfir höfuðið á sér.
Annars er nú allt gott að frétta þrátt fyrir smá panik um tíma...Fengum dýrðlega íbúð á besta stað í bænum á leigu og hún er falleg, björt, rúmgóð og ekki á okurleigu. Vorum svo heppin að finna mann sem er eðal og ekkert nema sanngirnin uppmáluð sem ætlar að leigja okkur. Alltaf svo frábært að vita að það eru ekki allir með það eina markmið að græða sem mest á náunga sínum.
Sé nýja heimilið í hillingum og náttla löngu flutt inn og búin að koma mér og mínu dóti fyrir á fullkomin hátt. Væri ekki stóri bókaskápurinn betri þarna við endavegginn þar sem borðstofuborðið er núna? Hvort setjum við spegilinn á vegginn fyrir ofan sófann eða á ganginn? Þessi hugmynd með hillurekkann fyrir eldhúsdotið við innri gluggann er bara nokkuð góð finnst þér ekki. Þar má hafa nýju kaffivélina og alls konar litríkar kaffikrúsir innan um krydd og blóm.
Frábært að flytja svona í huganum..maður getur bara fært allt til og mátað..hviss, bang og enginn fær bakverk eða eða fýlukast yfir að maður geti ekki ákveðið sig strax. Konur eru einmitt svo klárar vegna þess að þær geta hugsað í hringi og prófað aftur og aftur hvar sófinn á að vera þar til þær hafa fundið hinna fullkomnu uppsetningu á heimili. Það skiptir nefninlega máli að hafa allt á sinum stað og að það fari vel um fjölskylduna við leik og störf. Ég sé það núna að ég hefði átt að verða innanhússarkitektúristi.
Núna þegar ég opnaði augun sat ég hér bara í hrúgu af dóti og á allt eftir að gera. Eins og þetta var mikill draumur í dós sem ég var að ímynda mér. Hlakka svo til þegar maður getur látið allt gerast með hugarorkunni. Get bara ekki beðið.
Set aftur kassann yfir haus og sjáumst næst þegar ég nenni að taka hann niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 6. október 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari