5.12.2007 | 21:04
Gamli góði vinnustaðurinn í nýju hlutverki...og ég líka!!
Það var góð tilfinning að koma inn á gamla góða vinnustaðinn minn eftir langa fjarveru og setja þar upp myndlistarsýningu. Endur fyrir löngu þegar ég var yngri var útvarpsstöðin Aðalstöðin fm 90.0 þarna til húsa og þarna kynntist ég mörgu frábæru fólki. Gurrí bloggstjarna var þarna með bókaþætti og kaffiþætti og spilaði skemmtilega tónlist og lét auðvitað sinn einstaka húmor skína skært, Jóna Á Gísladóttir bloggvinkona las svo auglýsingarnar og Zordís bloggvinkona var þarna um tíma líka ásamt Ingibjörgu Gunnars sem er líka ein af bloggvinkonum mínum.
Ég var með útvarpsþætti og seldi auglýsingar og það var yndislegt að vinna í þessu gamla húsi sem er fullt af sögu og sál. Núna hefur það verið endurbyggt í formi hótels og kaffibars og þar er einmitt sýningin mín. Gömlu hlöðnu veggirnir og trébitarnir hafa eflaust margar sögur að segja og geta örugglega raulað mörg kunnugleg lög og gamla góða slagara fyrir gesti og gangandi en eru nú bakgrunnur saga sem sagðar eru í litum og formum. Áður var ég útvarpskona í þessu húsi og núna er ég myndlistarkona. Mér þykir voða vænt um að geta farið svona hring í lífinu og eiga viðkomu í sama húsinu en núna í annars konar hlutverki. Þannig er reyndar lífið svo oft.
Opnunin var sl laugardag og þar komu vinir og vandamenn ásamt nokkrum bloggvinum til að samfagna mér og það var yndislega góð stund fyrir mig.
Ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir frá opnuninni en "tæknin er eitthvað að stríða mér hér"..þetta sagði maður nú stundum þegar manni brást bogalistin á útsendingarborðinu í útvarpinu í denn ....svo ég tók mér það bessaleyfi að fá lánaða fína mynd sem Guðmundur bloggvinur minn tók í gær þegar hann fór og kíkti á myndirnar. Vona að það sé í lagi.
Þið eruð auðvitað öll hjartanlega velkomin að kíkja við og skoða í Aðalstrætinu númer 16. Það er svo huggulegt að fá sér kaffisopa í þessu fína húsi enda jólastemmingin í miðbænum alveg einstök núna.
Ég tapaði aðeins fyrir flensu frænku eftir allan atganginn en verð örugglega orðin stálslegin fyrir vikulok.
Allvega verð ég þar eitthvað um helgina og drekk kaffi með gestum og gangandi. Get þá líka sagt ykkur sögur af myndunum.
p.s fyrirfram þökk fyrir allar batakveðjur en í alvöru..mér er svo að batna!!!! "Það tekur bara tíma að aðlagast íslenska veðurfarinu" segi ég líkamanum mínum og klappa honum góðlátlega.
Sýningarstaður er
Hótel Reykjavík Centrum, café /bar Uppsalir
Aðalstræti 16.
Allir hjartanlega velkomnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Bloggfærslur 5. desember 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari