Leita í fréttum mbl.is

Túllið túllið taktu mig.....

Ég var eitthvað að gramsa í bókahillunum mínum í dag, spá og spekúlera hverju ég geti pakkað núna því ég er að fara að flytja bráðum. Tími samt ekki að pakka nema örugglega þeim bókum sem ég veit að ég þarf ekki að nota á næstunni. Vandinn er bara sá að ég veit ekkert hvaða bækur geta farið í kassa og hverjar ekki. Svo er það bara hryllileg tilfinning að setja sína bestu vini í pappakassa og út í bílskúr þar sem alls konar kvikindi geta verið á sveimi. Grey bækurnar mínar. Rakst á eina ljóðabók sem ég hef verið að glugga í í kvöld mér til mikillar skemmtunnar. Las eitt ljóð eftir Heiðrek Guðmundsson sem heitir Heilræði ömmu þinnar. Og af því að ömmur eru oft svo vitrar og góðar og segja það sem skiptir máli..spyrjiði bara mig nýbakaða ömmuna..læt ég fylgja hér 2 falleg erindi... sem eiga erindi.... til okkar allra.

 

Æviskeið mitt, ungi vinur,                                                     Aldrei skaltu að leiðum lesti

ætla má að styttist senn.                                                      leita í fari annars manns

Harla fátt af fornum dómum                                                 aðeins grafa ennþá dýpra

fullu gildi  heldur enn.                                                          eftir bestu kostum hans.

 Endurmeti sínar sakir                                                          Geymdu ekki gjafir þínar

sá er dæmir aðra menn.                                                       góðum vini....í dánarkrans.

 

Amma mín kenndi mér að sjá náttúruna og himinhvolfið. Þegar ég gisti hjá henni þegar ég var lítil sagði hún alltaf um leið og hún breiddi yfir mig..Og horfðu nú á túllið útum svenebbeggisgluggann elskan þar til þú sofnar. Og síðan þá er ég ástfangin af túllinu og get setið heilu kvöldin í garðinum og gónt þangað upp endalaust.

tunglið

 

 

 


Olíusól og spekibrot

"Sólin" olía á striga 70x70

sólin

                                                                                                 Here is

                                                             a test to find

                                             whether your mission on earth

                                                         is finished.

                                                                      If you´re alive

                                                                           it isn´t.

from the book Illusions Richard Back

úr bókinni ímyndir eftir Richard Back

 

 


Ekkert sérstakt svo sem...og þó.

einn á steini

Sumir mála sig út í horn og aðrir standa á steinum úti í sjó. Já svoleiðis er lífið stundum.

Man einu sinni þegar ég var að ganga vestur í bæ með dætur mínar þegar þær voru litlar og ég ung. Framhjá mér keyrði kona á trabant og þegar hún sá mig stoppaði hún bílinn sinn og skrúfaði niður rúðuna. Þetta var Vigdis Gríms en hún hafði kennt mér íslensku mörgum árum áður í Flensborg. Eina sem hún sagði eftir að hafa heilsað mér var..Ertu hamingjusöm? Og svo keyrði hún í burtu.

Svolítið sérstakt og situr eftir. Eina spurningin sem skiptir máli kannski?

Ertu hamingjusöm?


Vá hvað ég væri til í gott NUDD!

massage-hotstone-main1

Nudd er allra meina bót. Bæði andlegt og líkamlegt. Ég væri til í það sem var í boði í Santa Fe þar sem eitt frægasta SPA veraldar er...Ten thousands waves..hátt uppí í fjöllunum... og Val Kilmer kemur reglulega. Þar getur maður látið sér líða eins og gyðju í himnaríki..ef maður hefur efni á því. EN oh my God hvað það er dýrðlegur staður. Safna klinki í krukku og vona að ég komist þangað aftur áður en ég dey. Get samt alveg ímyndað mér að akkúrat svona sé himnaríki fyrir utan ógnvænlega leigubílstjórann sem keyrði mig þangað uppeftir. Hann sagði mér ljótar sögur um misrétti og var svo reiður að ég hélt að hann myndi hefna sín á mér saklausum farþeganum.

En sem betur fer kom hann mér heilli á áfangastað og sú sem gerði nuddið hét Grace og sú sem gerði andlitsbaðið hét Angel. Bara gott! Nei dásemd!!


Bloggfærslur 16. febrúar 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband