Leita í fréttum mbl.is

Dúfukona á leið til heimsborgar að skoða augnhár

dúfukona

Ég var einmitt að segja henni Zordísi vinkonu minni að þegar ég vaknaði í morgun var ég svo full af góðu veðri innra með mér. Sólin komin upp...daggardropar á hverju líffæri, eins og þau væru að stíga upp úr dásamlegu morgunbaði, Sálin fagnandi og maginn muldrandi um morgunmat. Eitthvað hlýtur mig að hafa dreymt gott þó ég muni bara tilfinninguna. Og nú ætla ég að sinna maganum mínum og næra hann með perfect soðnum eggjum og ristuðu brauði skornu í ræmur sem maður dýfir í eggið og lætur rauðuna leka með smjörinu beint í munninn.

Það er ef ég get hætt að brosa. Ég nefninlega brosi hringinn núna. Við erum að leið til London að hjálpa litlu fjölskyldunni að flytja í fína húsið sitt. Og...ömmukrúsin mín hún Alice Þórhildur er komin með augnhár!! Trúiði þessu? Get ekki beðið eftir að sjá hvernig þau fara henni þessari litlu dýrðardömu. Og veðrið er æðislegt. Sólskin og blíða, skógurinn andvarpar hérna hinu megin við götuna og hvítu dúfurnar 3 eru mættar á þak hússins beint á móti. Ég þarf við tækifæri að segja ykkur magnaða dúfusögu. Í gær opnaði svo fyrsta páskaliljan augun sín bara beint fyrir framan útidyrnar. Svo fallega gul og feimin. Slóst þar með í hóp kjaftforra fjólublárra krókusa sem eru búnir að sperra sig í eina viku og halda að þeir séu eitthvað. Hún gnæfir yfir þá alein glæsileg og tíguleg. Horfir bara og segir ekki orð daman. Eins og hún sé yfir þá hafin.

Jájájá...já elskan mín ég er að koma. Já ég veit.   Æ afsakiði.  Maginn er alveg svaka spenntur yfir þessu með eggjunum ristaða brauðinu og smjörinu...! Best að láta hann ekki bíða lengur . Hann er farinn að rymja. Eigið góðan og gleðilegan laugardag bloggaravinir mínir. Kaupi eitthvað sætt handa ykkur í London og set inn mynd af því þegar ég kem heim. Veriði góð.


Bloggfærslur 17. febrúar 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband