Leita í fréttum mbl.is

Trúin flytur ekkert fjöll!!!

trúin flytur fjöll

Ég er svoleiðis búin að reyna. Hef trúað því lengi að ég geti látið Esjuna hverfa. Kíkiði bara næst þegar þið keyrið sæbrautina. Hún er þarna enn. Kannski eins gott fyrir brjálæðingana sem hlaupa á Esjuna daglega. Ég hef einu sinni gengið á Esjuna..fékk óttakast í klettunum efst, með þurran munn og hjartslátt dauðans og hugmyndir um að ég væri fífl að láta einhvern telja mér trú um að þetta væri útivist. Þetta var hrein helvítisvist. Heimtaði að vera sótt með þyrlu og skutlað heim þegar ég komst á toppinn.  Núna er ég reyndar bara roggin með mig þegar ég bendi á fjallið og segi.."Sjáiði tindinn þarna fór ég" En áfram með trúnna og fjöllin. Ég las nefninlega í einni bók að það væri hægt að leysa upp efnið með hugarorkunni. Að allt sé orka og þetta sé bara orka að mæta orku.  Ég er búin að vera að æfa mig og æfa mig. Get ekki einu sinni beygt skeiðar. Samt er verið að selja svona skeiðasett og fullt af fólki sem er að beygja skeiðar út um allan heim.

En ég get látið ský hverfa. Eitt kvöldið sat ég úti í garði og var að horfa á himininn. Hann var þykkskýjaður. Massívur af skýi. Einu stóru sem var eins og bómullarhnoðri og hvergi glufa upp í geim. Nema á einum stað var agnarlítið gat. Ég ímyndaði mér að Guð væri að kíkja á mig og athuga hvort ég væri ekki örugglega hætt að reykja eða eitthvað. Svo fékk ég hugdettu. Að prófa þetta með að láta ský leysast upp og hverfa.ský

 Setti puttann útí loftið og hann passaði akkúrat í himnagatið. Og byrjaði að sjá fyrir mér að skýið myndi bara leysast upp og það yrði heiðskýrt og ég  gæti séð tunglið mitt. Og var á því momenti einhvern veginn alveg sure á því að þetta væri ekkert mál. Litla skýjagatið fór allt í einu að stækka og varð bara frekar stórt á stuttum tíma. Og ég get svo svarið eins og ég sit hérna og hamra á tölvuna mína að innan tveggja mínútna var himinn heiður og ekki til skýjalufsa á öllu sjáanlegu himinhvolfi. Whoah.....Þetta var alveg meiriháttar. Og ég vatt mér beint í að reyna að færa fjöll. En þau bara haggast ekki. Held það hafi eitthvað með hugarblekkingu í sjálfri mér að gera. Að ég trúi einhvernveginn meira á efnið í fjalli en skýi. Og nái ekki utan um að fjall er líka bara orka rétt eins og ský. Jammm.. Þarf að þjálfa hugann aðeins betur um þetta allt saman. En ef þið keyrið Sæbrautina í fyrramálið og Esjan horfin þá vitið þið allavega hvernig hún hvarf og getið sent mér hamingjuóskir í athugasemdir.


Nýtt bað og frábæri vinur minn Alladín!

 Sko þetta byrjaði þannig að ég var að leita mér að draumahúsinu muniði til að flytja í. Var búin að framkalla myndina í huganum og setja upp helsta óskalistann sem samanstóð af marrandi trégólfum, kopar arinstæðum, krúttlegu eldhúsi, bílskúr, þvottahúsi og stúdíói og vinnuherbergi. Auðvitað fann ég það hús...í æðislega krúttlegu litlu þorpi þar sem Bangsímon og vinir hans búa . Stóra eikin og brúin og meira að segja sætt dúkkuhús í garðinum. Ég bara trúði ekki mínum eigin augum og hjartað í mér tók kipp. Hinsvegar var smá pappírsvesen sem þurfti að leysa og ég gat ekki skrifað undir að leigja húsið vegna tafa sem voru hjá  ljótu lögfræðingum sem voru ekki að vinna vinnuna sína og lugu bara um hvað þeir væru duglegir. Of langt mál til að fara útí..en að því kom að leigusalinn gat ekki beðið lengur og ég varð að láta drauminn gufa upp beint fyrir framan nefið á mér. Daginn eftir að það var leigt öðrum var ég frjáls til að skrifa undir.  Já svona getur þetta líf stundum verið og ég verð bara pirruð þegar það leikur svona á mig. 

 Anyway. Fann svo annað hús sem er alveg ágætt. Ekkert eins og hitt en dugar alveg næstu mánuði.  Eitt var samt alveg hrikalega agalega ósmekklegt og það var baðherbergið. Blátt klósett, vaskur og bað svona 40 ára gamalt og lúin teppi á gólfinu og flagnandi veggfóður. Hverjum öðrum en bretum dettur í hug að teppaleggja og veggfóðra baðherbergi???

Ég sagði auðvitað Alladín að ég vildi fá betra baðherbergi því þó ég sé óttalegur hippi er hluti af mér drottning og vill bara hafa baðherbergið æðislegt enda er það staðurinn sem maður eyðir mestum tíma lífs síns á.  Í ilmolíubaði að fá hugmyndir. Augljóst.(Alladín er sko ósýnilegur vinur minn sem getur látið alls konar hluti gerast)

alladin

 Svo í dag þegar við fórum á leigumiðlunina til að athuga hvort við mættum ekki bara flytja um helgina þá kom Frú Marion sem lítur út nákvæmlega eins og konan með stigann upp í eyrað í pistlinum hérna fyrir neðan...Marion er leigumiðlarinn... og sagði að eigandinn hefði ákveðið að setja nýtt hvítt baðherbergi með flísum og alles og vegna þess að það yrði smá rask á meðan, fáum við fínan afslátt af leigunni og svo gaf hún okkur líka afslátt af leigugjaldinu.  Ég myndi sko knúsa Alladín ef ég næði í hann..en eins og ég sagði áðan er hann ósýnilegur og ósnertanlegur en alveg rosalega duglegur að framkalla nýtt baðherbergi fyrir mig svo ég er alsæl. Það var eiginlega bara það sem ég ætlaði að blogga um. Að ég væri alsæl í dag og spennt að flytja og fara svo í bað!

gullbað


Þetta blogg er alltof hægfara.....heyrirðu það?

Gengur alltof hægt fyrir mig í dag...og ég má hreinlega ekkert vera að þessu núna. Ætlaði að blogga einu sniðugu leyndói hérna inn um Hvernig maður notar trú til að flytja fjöll...nei það er reyndar enn athugunarefni hjá mér.... en ekkert mál að leysa upp ský. Það er bara barnaleikur Ég þarf nefninlega að fara í hressandi bubble bað og hitta vinkonu mína á kaffihúsinu okkar á eftir. Við getum sko talað og malað..en besta er að við kunnum að hlusta líka. Og hún er ekki þessi týpíska breska kona sem malar stanslaust um ekki neitt. Ég var lengi að átta mig á þessum furðulega vana kerlinga að hugsa upphátt og halda að þær séu að eiga samskipti á meðan. Hélt að ég væri bara svona lélég í enskunni að botna ekkert í þeim.

Oh hi how are you? I just got here after I took my other son to football I need to buy milk and clean my bathroom..people never clean the bath after they have washed them selves..do they? I better buy the ocean spray it smells better than the vanilla wich my mom uses doesn´t it ? Oh I like the red colour on her shirt do you think she had a haircut ? I better not wear yellow, makes me pale but yellow roses are georgeus.. ble ble ble ble ble ble.....Sideways

 Og svona umla þær í einni bunu og eiga heimsmet í að anda ekki á milli orða og söngla með röddinni eins og þær séu í rennibraut. Fyrst reyndi ég að svara þar sem þær skjóta inn spurningum í vaðlinum, en er löngu hætt að reyna að taka þátt í þessu enda heyra þær ekki neitt og hlusta aldrei. Ég stend bara hinu megin á skólalóðinni til að lenda ekki í þeim. 

 En sem sagt vinkona mín kann að hlusta.

kona með opið eyra

Hefur þú hlustað á einhvern í dag?


Bloggfærslur 26. febrúar 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband