4.2.2007 | 14:07
Talað til trúða á steintorgum nútímans af höfðingja frá Seattle 1854
Að skaða jörðina er að ausa skapara hennar svívirðingum.
Þetta er magnaður lestur á orðum índíánahöfðinga frá Seattle 1854 og á kannski sjaldnar betur við en einmitt núna.
"Hvert fótmál jarðar er voru fólki heilagt. Hver tindrandi barrnál, hvert sandkorn á ströndinni, hver daggarperla hina myrku skóga, hvert rjóður og hvert skorkvikindi er heilagt í minningum og reynslu míns fólks. Hinn rammi safi er stígur upp boli trjánna geymir minningar hins rauða manns. Dauðir gleyma hvítu mennirnir því landi sem fæddi þá af sér, farnir á gönguferð milli stjarnanna. En vér erum partur jarðar og jörðin er partur af oss. Ilmberandi blómin eru systur vorar, hjörturinn, hesturinn, hinn mikli örn, allir þessir eru bræður vorir. Gilklungrin, vessar jarðar í enginu, búkvarmi hestsins og....maðurinn, allir heyra þeir sömu fjölskyldunni til. Hinn hvíti maður möndlar svo móður sína jörðina og bróður hennar himininn, sem hún væri eitthvað sem má plægja, rupla eða selja, eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga kaupum og sölum. Lítt seðjandi græðgi hans blóðmjólkar jörðina og skilur hana eftir í flakandi sárum blásandi foksanda. Ég veit ekki. Vorir vegir greinast frá yðar vegum. Borgir yðar...slíkar sýnir gera oss súrt í augum, hinum rauðu mönnum. En vera má það sé vegna þess að hinn rauði maður sé villimaður og sé skilnings vant. Í borgum hins hvíta manns finnst hvergi hljóðlegt afdrep. Ekkert hlé, enginn griðastaður þar sem maður getur hlustað eftir laufunum þegar þau sprengja af sér vetrarhulstrin, þegar þau breiða úr sér á vorin, eða eftir skrjáfandi vængjablaki skordýranna. En kannski það sé vegna þess að ég sé villimaður og mig skorti skilning? Skröltið aðeins meiðir eyru manns. Og hvað er lengur til að lifa fyrir þegar maðurinn nemur ekki óttusöng fuglanna eða kappræður froskanna umhverfis tjarnirnar? Ég er rauður maður og skil ekki. Indíáninn kýs fremur þann blíða þyt vindsins, er hann fer höndum um andlit tjarnarinnar og sjálfan ilm golunnar sem stígur hrein upp eftir hádegisbað skúrarinnar eða þrungin angan furunnar. Að skaða jörðina er að ausa skapara hennar svívirðingum. Hinn hvíti maður..einnig hann...mun líða undir lok, kannski skjótar en nokkur kynþáttur annar. Haldið áfram að ata náttból yðar sorpi og fyrr en nokkurn uggir munuð þér kafna í yðar eigin saur".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 4. febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari