8.2.2007 | 18:26
Þessi heimur er handa þér...tralalala!
Þetta er ein síða úr skruddunni minni sem ég hef með mér hvert sem ég fer. Stundum þegar ég sit á kaffihúsinu mínu leik ég mér að skrifa og skapa allt sem ég vil hafa í lífinu . Ég trúi því nefninlega einlæglega að maður dragi allt að sér með huganum og hjartanu. Og ef maður er glaður og góður kemur gleði og gott inn í líf manns. Ef maður er óttafullur og fullur af vantrausti og tilfinningu um að allt sé ómögulegt þá...verður það líklega svoleiðis. Ég veit, frekar fúlt en það góða er að ef maður æfir sig og er svolítið vakandi um hvað fram fer innra með manni er maður enga stund að ná þessu. Og svo er þetta líka bara svo skemmtilegt og spennandi.
Ég man eftir mikilvægu augnabliki í lífi mínu fyrir langa löngu. Líf mitt var eins og endalaus martröð og mér fannst þessi heimur sko ekki handa mér. Var stöðugt með puttann á lofti að benda á alla sökudólgana í lífi mínu. Og þeir voru ófáir. Svo emjaði ég og kvartaði og kveinaði í öllum sem heyra vildu og naut þess að engjast eins og ormur á öngli. Og allt varð flóknara, erfiðara og vonlausara með hverjum deginum, vikunni, mánuðinum og árunum sem liðu. Já ég hélt þessa geðveiku hegðun út í mörg ár. Einn morguninn gerðist svo undrið. Var bara eins og fjarlæg minning á sveimi einhverstaðar innra með mér og vakti gruninn. Gruninn um að kannski hefði allt sem var að gerast í lífi mínu bara eitthvað með sjálfa mig að gera. Hvernig ég hugsaði og talaði og hvernig mér leið. Að allt þetta neikvæða útssýni úr höfðinu á mér væri heimatilbúið. Og að ég hefði leyfi til að skríða af önglinum hætta vera ormur og fara að haga mér og lifa eins og upprétt manneskja með sköpunarkraft og trú og traust á því góða í lífinu. Og trú á sjálfri mér. Og sko. Hér er ég. Miklu betri og allt breytt. Héðan er útsýnið bara dásamlegt
Verð alltaf þakklát fyrir gruninn sem komst að hjá mér þarna fyrir öllum þessum árum. Held að góður engill hafi plantað honum í hugann á mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.2.2007 | 11:05
Skringilega kerlan er mætt en segir ekki orð!!!
Jæja. Þá er ég sest við ritstörf. Ég hélt einhvernveginn að ef maður væri mjög duglegur að blogga og eyddi jafnvel svona 4 tímum á sólarhring við þá iðju fengi maður bloggbætur. Pening til að næra sig og klæða sem starfandi bloggari. En mér skilst að það sé ekki svo og að allir sem hér blogga vinni líka úti. Rosalega eruð þið dugleg öll. Þannig að nú þarf ég að snúa mér að alvöru ritstörfum og búa til metsölubók sem þið öll kaupið og verður svo þýdd á 13 tungumálum svo ég geti haldið í mér tórunni.
Muniði eftir skringilegu kerlunni sem ég var að segja ykkur frá um daginn? Sem vill að ég skrifi um hana?
Hún er mætt og situr hérna við borðið með mér. Við erum að byrja að kynnast og skoða hvernig við ætlum að hafa þetta. Vandamálið er bara það að hún segir ekki orð. Horfir bara rannsakandi á mig eins og hún sé að velta fyrir sér hvort ég sé hæf til starfans. Kannski ég noti bara tímann og stari vel á hana og skrifi útlitslýsingu. Það þarf alltaf að vera með. Hvernig fólk lítur út. Ætli hún eigi gæludýr ?. Spyr hana að því þegar hún byrjar að tala. Kannski er hún með svan í garðinum hjá sér? Rosalega er þetta spennandi.
Jæja. Verð því miður að yfirgefa svæðið og fara að vinna. Bless.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 8. febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari