Leita í fréttum mbl.is

Fötin skapa konuna...eða hvað?

jakkafötin

Má til með að segja ykkur þegar ég fór í skólann fannst mér ég voða kúl og vildi endilega falla svolítið inn í hópinn og upplifa að vera frjáls stúdent en ekki örþreytt húsmóðir eins og ég var búin að vera í nokkur ár. Þarna voru nemar frá yfir 40 löndum og flest allir mjög hippó og mjög mikill stíll á þeim á sinn hátt. Ég gerði alveg í því að vera hipp og kúl líka. Hætti að greiða mér og lét hárið vaxa í allar áttir, meikuppið var ósnert og mín náttúrulega fegurð fékk bara að njóta sín. Þetta var ferlega gott og þægilegt og svo fór ég að færa mig uppá skaftið og ganga í rifnum gallabuxum stórum skyrtum og gömlum gráum frakka sem var alltof stór á mig. Brúnum tramparaskóm og með klút um hálsinn. Mér fannst ég eiginlega bara frekar velhannaður og velheppnaður hippi þó ég segi sjálf frá.

hippamamma

Eitt kvöldið fórum við á Fönk tónleika í stórri hlöðu lengst úti í sveit þar sem grúví hljómsveit kom frá London til að skemmta okkur sveitalufsunum. á leiðinni heim fengu nokkrar stelpur far með okkur sem voru að vinna í eldhúsinu í skólanum. Þar vildu endilega fá að vita hvað ég gerði. Mér fannst það augljóst. Ég var kona á listabraut. Nei þær vildu fá að vita hvað ég gerði..við hvað ég hefði unnið og svona áður en ég kom. Ég vildi ekkert segja en sagði þeim að geta. Þær voru dularfullar í framan sögðu mér svo að það hefðu verið í gangi veðmál í eldhúsinu um það að ég væri rík lögfræðifrú sem greinilega væri að taka sér eitt ár í frí og upplifa eitthvað nýtt. Það væri bara svo augljóst á því hvernig ég liti út og klæddi mig og hvernig fasið á mér væri að ég væri pottþétt lögfræðingur!!!

Er nokkuð hægt að vera misheppnaðri hippi en svo að fólk heldur mann vera lögfræðing????Crying

Rosalega varð ég móðguð..ha? Og ég sem lagði mig svo mikið fram um að vera hipp og kúl. Ég hef aldrei verið góð í þessu með stílinn. Hvað ætli fólk haldi sem sér mig í dag? Kannski er ég enn að misskilja illilega hvað er hvað og geng um eins og einhver furðufígúra án þess að hafa um það græna glóru. og er svo ekkki að passa í hópinn...hehe. Gott á mig að  þykjast vera eitthvað!

hippakella


Jæja..best að virkja hugvit bloggvina sinna!!!

Kæru bloggvinir og aðrir gestir sem hér rekið inn nefið. Nú vantar konu ráð og aðstoð. Mig vantar vinnu. Vinnu sem er hægt að gera hérna handan við hafið og getur nýtt alla mína stórkostlegu hæfileika sem eru svo margir að þið mynduð ekki nenna að lesa allan listann svo langur væri hann... svo ég sleppi bara að skrifa hann svo þið verðið ekki orðin örþreytt þegar að því kemur að virkja hugvit ykkar. Hvað dettur ykkur sniðugt í hug fyrir frú að starfa við í útlöndum sem myndi hæfa henni vel?

goddesses

 Ég er búin að hugsa og hugsa..dettur helst í hug að sækja um styrki og bloggbætur en langar mun frekar að gera verðug verkefni sem eru bæði spennandi, skemmtileg, þörf og challenging! Mega líka vera hryllilega vel borguð og laun bara sett beint á reikninginn minn. Má vera svona starf sem skilur eftir svolítinn lausan tíma fyrir að mála og höggva í stein og skrifa og semja og annað smálegt sem ég dunda mér við.

Bíð spennt eftir frábærum hugmyndum og tillögum sem ég mun svo vinna vel úr í kvöld.

Með fyrirfram þakklæti og virðingu fyrir hugviti ykkar sem mér finnst stórkostlegt og get ekki beðið eftir að það verði sett í askana.félagsskapur

Sé fyrir mér bloggvini sitja í reykfylltum bakherbergjum og virkja hugvit..og hlakka til að heyra niðurstöðuna og fá yfir mig flæði af brilliant hugmyndum.

p.s það er fátt sem ég ekki kann og get.


Ítalía vinkona mín..alveg ný kona.

Italy

Mig langar í nýja skó. Þá myndi ég fá mér göngutúr til Ítalíu vinkonu minnar og rifja upp hvað hún er unaðsleg og tælandi. Heima hjá henni er allt svo fagurlega hannað og hún talar hátt og með ástríðu um mat og dýrindis vín. Hún heldur utan um fjölskyldu sína eins og mafíósamamma og lætur sér koma allt við. Hún er litrík og sterk, angandi af olívum og spagettíi. Hún á sér elskuga sem heita fallegum og girnilegum nöfnum. Leonardo Da Vinci, MicaelAngelo og Rafaello. Listin er blóð hennar og andardrátturinn lífið sjálft.

Já mig langar í nýja skó.

Í dag er allt nýtt. Ný hugsun. Ný orð. Nýr andardráttur. Nýtt sólskin. Nýtt vatn. Ný sköpun. Ný hugmynd. Ný skoðun. Ný sýn.

Nú má byrja allt upp á nýtt! Frábært. Svo halda sumir að þeir þurfi að vera og gera allt sem þeir gerðu í gær..hehe.vöxtur 

Í dag er nýr dagur.

 


Athugun 9

netlöggan

Hvað framkallar þessi mynd i huga þér??? Og af hverju?

Athugasemdir færist vinsamlegast í athugasemdir....en ekki hvað?


Bloggfærslur 15. mars 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband