Leita í fréttum mbl.is

Við

we

Í dag er Comic relief dagurinn hjá okkur.

Dagurinn sem heil þjóð tekur höndum saman og gefur til þeirra sem minna mega sín. Til afríkubúanna, þeirra sem eru með Aids, barna sem búa á götum úti alein og yfirgefin um allan heim, til barnahjálparstarfa hér og þar, til vatnsbúskapar og ræktunar, uppbyggingar og aðstoðar þar sem hennar er þörf. Allir sem vettlingi geta valdið gera sitt. Fyrirtæki eru með uppákomur meðal starfsfólksins, sjónvarpið með meiriháttar dagskrár sem og  útvarpsstöðvarnar, súpermarkaðir og skólar. Krakkarnir mínir fóru með rauðu trúðanefin í skólann sinn i morgun og nokkur pund í vasanum. Rauðu trúðanefin eru einkennismerki dagsins og hjálpin er veitt með gleði og húmor þó tilgangurinn og verkefnin séu dauðans alvara. Krakkarnir í skólanum eru búin að undirbúa alla vikuna skemmtilegar uppákomur til að safna peningum...þegar ég fór í bæinn í morgun var starfsfólk heildsölu úti á götu að syngja og skemmta gestum og gangandi, Blómabúðin með rósir til sölu þar sem allur ágóðinn fer beint til Comic relief. Í súpermarkaðinum er allt starfsfólkið með rauðu nefin og jafnvæl klætt í furðulega búninga...einn eldri maður sat og afgreiddi á kassa með fjólubláa glitrandi hárkollu og í pilsi. Hló og sprellaði og hvatti fólk til að gefa í söfnunarbaukana sem eru um alla búð. Hjörtun slá í takt í dag.

Svo byrjar dagskráin í sjónvarpinu klukkan átta í kvöld og stendur fram yfir miðnætti..skemmtiatriði og myndir frá hjálparstarfinu í bland. Frá öllum sem lagt hafa sitt af mörkum..og maður bæði grætur og hlær í bland. Hlær yfir öllu því skemmtilega sem fólki dettur í hug að gera til að skapa peninga sem fara svo til þeirra sem maður grætur með. Tilfinningarússibani.

Í þessu árlega átaki sem hefur nú verið á hverju ári í 21 ár safnast tugir milljóna punda. Og verkefnin sem þau fara í eru svo verðug og góð. Stundum langar mig að standa upp og fara þarna út og leggja mitt af mörkum. Halda einhverju barnanna í fanginu og hugga það. Tek svo bara mín börn í fangið og knúsa og heiti því að gera allt mitt besta fyrir þau. Sumt þarf að byrja heima og vonandi vex það svo út í heiminn. Enn kannski kemur að því að kona leggur land undir fót og fer á fjarlæga staði og sér með eigin augum og upplifir þessa veröld. Og getur lagt sitt af mörkum.

Það er á svona stundum sem maður finnur svo sterkt að þetta erum við. Ekki ég. Að það er í raun ekkert bil og engin fjarlægð á milli okkar mannfólksins nema sú sem er heimatilbúin og felur sig bak við veggi óttans.

                               we

                                 HeartVerum VIÐ í dag!Heart


Bloggfærslur 16. mars 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband