Leita í fréttum mbl.is

Athugun 10

peningar útum gluggann

Hvað kemur í hugann þegar þú sérð þessa mynd og af hverju?

Vinsamlegast setjið svör, hugmyndir og athuganir í athugasemdir!!

 


Guðar á glugga forvitin og forn kona.

kona að kíkja

Þegar ég kíkti út um gluggann minn í morgun sá ég mann sem labbaði framhjá og flautaði lag. Ég velti fyrir mér hvað kætti hann svo mjög. Kannski veðurblíðan og vorkoman eða hann gæti verið ástfanginn af hláturmildri sveitastelpu sem heldur mjúklegar í hendi hans en nokkur annar.

Sá ég tvo félaga tíu ára eða svo hjóla framhjá. Annar þeirra var með kött í körfu á bogglaberanum sínum og veiðistöng bundna við hjólið. Líklega að fara upp að litlu tjörn og setjast þar á bryggjusporð og fiska. Kötturinn eflaust alltaf glaður að fá gott að borða.

Gamla konu staulast hjá í göngugrind. Ýtti henni ofurrólega áfram og tók eitt skref í einu á skjálfandi visnum fótum sínum. Henni virtirt ekkert liggja á og orðin þessum ferðahraða sínum vön. Sér eflaust meira á ferðum sínum um litla bæinn en við hin. Og hefur eflaust meiri tíma og minni löngun til að tíminn líði hraðar. Þegar maður á lítið eftir af einhverju vill maður oft fara sparlega með rest.

Nýja skiltið yfir gömlu búðinni sem kenndi krökkum að gera potterý. Núna eru selda þar gómsætar pönnukökur og vöfflur. Og Krépés. Pönnukökur fylltar með hrísgrjónum, skinku, púrrulauk og valið stendur á milli hvítlaukssósu og sinnepssósu. Ég vil bæði. Gaman að vera búin að fá pönnukökuhús i litla bæinn okkar. Höfum svoleiðis í kvöldmatinn og styðjum starfsemina hjá pönnukökufólkinu.

Þegar ég kíkti út í morgun sá ég dag sem beið mín og spurði..Og hvað ætlar frúin að gera í mér?

Og ég svaraði um leið og ég hysjaði betur upp um mig köflóttu náttbuxurnar mínar.."Ekkert fyrr en ég er búin að lesa Vikurnar sem pósturinn kom með í morgun. Fréttir og sögur frá íslandi." Og meðan ég les Vikurnar hlusta ég enn og aftur á Óskastundina á netinu sem er á rás eitt alla föstudagsmorgna. Er orðin háð þessari tónlist og held að einhversstaðar innra með mér hljóti ég að vera miklu eldri en rétt rúmlega fertug. Kannski svona 85.

Svo kannski klæði ég mig og held út í daginn...algerlega tilbúin að láta hann leiða mig á vit ævintýra og framandi slóða.  Allavega ætla ég að eiga góðan dag með mínum.  Jafnvel fara á flóamarkaðinn í Lewis þar sem úrir og grúir af gömlu og spennandi dóti og gersemum í risastóru húsi á tveimur hæðum og mörgum dularfullum herbergjum. Og lykt sem er engu lík enda tilheyrir hún fortíðinni og öðrum tíðaranda. Já ég er eitthvað forn í mér en ég trúi samt ekki á tímann sem er blekking mannsins. Maður hefur bara eins mikinn tíma og mann langar. Punktur. Góðan laugardag bloggarar.

time


Bloggfærslur 17. mars 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband