20.3.2007 | 14:38
Hin augljósa bandvitleysa......
Þetta hefur verið meira eins og grunur í fjarskanum. Þessi tilfinning um að það sé verið að leika allt annan leik en borinn er á borðið. Orðagjálfur og plat um að það sé verið að vinna að því hörðum höndum að jafna kjörin og gefa fólki tækifæri til að lifa með virðingu og reisn í þessu samfélagi. Og flest vildum við trúa því að svo væri. Á meðan byggðist upp valdastrúktúr sem tók sér sæti við kjötkatlana og fékk sér að snæða.
En augu almennings hafa verið að opnast. Og það sem við blasir er hroki og virðingarleysi við mannfólk sem er í fjötrum kerfis sem hefur búið sig til fyrir sig og ætlar ekki að sleppa tökum af allsnægtaborði sínu. Situr sem fastast og kætist yfir hagfræðilegum árangri sínum. Fyrir sig og sína.
Ég trúi því að það eina sem hefur viðhaldið þessari blekkingu er trú okkar hinna á að þetta kerfi sé að virka. Þegar það svo blasir við hvað er raunverulega hvað..þegar tiltrúin og traustið hverfur mun þetta kerfi ekki geta viðhaldið sér. Getur það ekki án þáttöku okkar og trúgirni.
Núna verðum við að sækja aftur virðingu okkar og stolt og taka til baka landið okkar og auðlindir. Réttinn til mannsæmandi lífs. Bara ekki hægt að loka augunum fyrir því hvers kyns er. Enda eru menn orðnir svo sjáflumglaðir að þeir reyna ekki einu sinni að fela lengur fyrirætlanir sínar. Og þegar maður loksins vaknar upp frá vondum draumi er ekki lengur hægt að draga mann áfram á asnaeyrum. Hef hreinlega ekki geð í mér að afhenda mitt dýrmæta atkvæði til þessa ósóma. Traustið er farið og með því hver einasti virðingarsnefill fyrir þessari augljósu bandvitleysu. Háu herrar. Leiknum er lokið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.3.2007 | 08:52
Að halda jafnvægi innra og ytra...orð dagsins.
Ég vaknaði eitthvað svo úthvíld og hress í sinni. Dreymdi að ég var í partýi með gömlum bekkjarfélögum í barnaskóla og enginn vildi tala við mig og ég vissi að það var út af blogginu mínu Bara rétt kinkuðu til mín kolli og héldu svo áfram með sitt. Ég var frekar leið yfir þessu því ég hafði hlakkað til endurfundanna.
Ég fór þá bara að sinna ungabörnum sem virtust vera skilin eftir eða að bíða eftir heimsóknartíma foreldra sinna á einhvers konar stofnun eða kaffihúsi. Mundi að þetta kaffihús hafði verið velsótt vegna heimilislegrar hlýju og góðra veitinga en núna var bara ódýrt sælgæti í hillum og ég man að ég hugsaði af hverju ætli þetta góða og nærandi þurfi alltaf að víkja og fólk alltaf að skipta út gæðum fyrir drasl?. Svo snéri ég mér aftur að litlu börnunum. Breiddi yfir þau og gaf þeim að drekka og í einni barnakörfunni var barn og svo annað barn svona 15 centimetrar. Kúrði í hlýjunni í handarkrika hins barnsins. Pínu agnar lítið. Og ég handfjatlaði það með svo mikilli nærgætni því það var eitthvað svo viðkvæmt og lítið.
Svo var ég allt í einu komin aftur í partýið og var mjög upptekin að hreinsa einhvern vökva í vél sem sigtaði og síaði ákveðin efni frá og út kom alveg tandurhreinn vökvinn án allra aukaefna. Brasaði við þetta hálfa nóttina og vaknaði svo bara í góðu formi. Jafnvægi. Jafnvægi er orð dagsins.
Draumheimar eru góðir heimar heim að sækja. Finnst líklegt að flokkunin og hreinsunin sem ég er að gera í öllu í ytra lífinu sé líka að gerast í undirvitundinni. Allsherjar vorhreingerning bæði að utan sem innan. Svo finnst mér líklegt að það sé komið að því að hreinsa líkamann. Detoxa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 20. mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari