Leita í fréttum mbl.is

Stígvél eru nauðsynleg...nema kannski í baði í London.

stígvél

Það þurfa allir að eiga góð stígvél. Ég á engin stígvél og hef ekki átt í áratugi. En ætti kannski að fá mér rósótt bleik og græn svo ég geti farið í göngur á blautum engjum eða vaðið drullu og leðju í skóginum. Margt sem maður getur misst af ef maður á ekki góð stígvél.

Fór til London í dag í heimsókn og fékk að fara í bað og steinsofnaði. Húsráðandi hvatti mig eindregið að prófa nýja baðpúðann sinn sem væri svooo þægilegur . Maður smellir honum á baðið og hann lagar sig eftir höfðinu enda fylltur með frauðbaunum og maður getur bara slakað á og þarf ekki einu sinni að spá í að halda hausnum upp úr vatninu. Enda steinsofnaði ég og hafði ekki grænan grun um hvar ég var þegar ég vaknaði. Horfði bara út um gluggann og hvernig sólargeislarnir stirndu á hömruðu glerinu og allt var eitthvað svo rólegt og blautt og hlýtt og framandi og trén bærðust aðeins og vörpuðu skuggum á vaskinn.

Og ég vissi ekkert.  Ekki hvar ég var eða hver ég var. Ekki hugmynd hvað ég væri að gera í baði og hvers vegna ég væri þarna yfir höfuð. Það er kannski ekki góð hugmynd að fara í bað þar sem maður þekkir ekki til. Og leggja sig í leiðinni. Tók mig töluverðan tíma að koma til sjálfrar mín og muna hvað var hvað. Það var Nivea dósin í glugganum sem kveikti á mér og ég fór að muna aftur.  Að ég væri kona í baði í ókunnu húsi í London. Nývöknuð kona í baði í London.

 Þetta var samt alveg indælt og draumkennt ástand. Að vera ekkert og hvergi í smá tíma.

72026453bl'att

 

 


Bloggfærslur 6. mars 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband