Leita í fréttum mbl.is

Hundrað þúsund englar og frábært útsýni.

kona

Ég er komin aftur heim....Heim er samt umdeilanlegt hugtak. Þýðir það að ég er komin aftur í húsið sem ég skildi eftir hér..eða er ég komin aftur til sjálfrar mín? Og ef ég er komin til sjálfrar mín eru það þá mín endanlegu heimkynni?

 Ég er allavega hér.

Og ferðin var dýrð og dásemd því hún opnaði augun á mér fyrir hlutum sem ég hafði ekki áður séð eða sett í samhengi við mig og mitt líf. Hversu lengi og langt er hægt að ganga blindandi á sjálfa sig?

Lærði margt og uppgötvaði margt. Sé betur. Skil betur. En alls ekki allt. Svo raðast atburðir saman og fólk og upplifanir...inn í það blandast draumar og sýnir og einn góðan veðurdag finnur maður pússlið sem vantaði og veit hvað er hvað.

Þá heldur maður heim á leið. Heill og glaður í hjartanu og samlagast öllum hinum sem eru búnir að finna sitt pússl. Í dag hafa englar setið um hvert einasta fótspor mitt. Himnarnir opnast og sólin skinið inn í skúmaskotin. Allt er eins og það á að vera.

Hinn gullni lykill á sínum stað í minni hendi til að ljúka upp hirslum leyndardómanna.

Opnist mín sál og mitt hjarta.

lykillinn

Eftir að hafa íhugað og skoðað ýmislegt og dreymt mikilvægan draum sem tengdi sumt saman og setti í ljós.....er ég loksins komin aftur heim. 

Skrifa nú lífsbókina sjálf og tek ábyrgð á því sem þar stendur og ritast jafnóðum og ég lifi. Stundum í takt og stundum eins og dansari sem stígur á tær meðleikara sinna því hann finnur ekki taktinn. Taktinn við hjartsláttinn og lífið.  Tónana sem lífið yrkir um og kennir þér að humma með þrátt fyrir lagleysi.

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt eða gamalt.

margir raunveruleikar

 Endurmuna raunveruleikann.

Að hann á sér jafnmargar myndir og við erum mörg. Að minn raunveruleiki er ekki réttari en þinn og að við leikum hlutverk i þeim öllum.

Að það sem ég sé út um minn glugga ...í gegn um mín augu á jafn mikinn rétt á sér og þitt útsýni.

Þess vegna dæmir maður ekki og nýtur útsýnisins. Takk fyrir þitt útsýni og megir þú njóta míns.

Gott að vera komin aftur heim!!!!

Hundrað þúsund englar samankomnir á einum stað.

 

 


Bloggfærslur 13. apríl 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband