14.4.2007 | 12:03
Nágrannar mínir eru besta fólk!!!
Má ég kynna fyrir ykkur nýju nágranna mína?
Mér finnst þeir bara fínir..ehhh...maður getur náttla ekkert ætlast til að allir séu eins!! Fólk er bara eins og það er og maður á ekkert að vera að dæma bara eftir útlitinu...ha? Það er innri maður eða kona sem skiptir máli. Og hver segir að það sé eitthvað að því að koma úr afskekktu litlu þorpi þar sem skyldmenni áttu saman börn og burur í aldir? Ég meina fólk velur auðvitað bara fyrir sig með hverjum og hvernig það vill lifa.
Æ set bara inn myndir svo þið getið sjálf séð að nágrannar mínir eru besta fólk. Og munið að dæma ekki!!! Umburðarlyndi og skilningur eru orð dagsins.
Synir þeirra eru svolítið nútímalegri í hegðun og útliti og bera með sér að hafa séð eitthvað af nútímanum og veröldinni. Þeir komu í heimsókn um páskana og eru allir ógiftir.
Þeir heita þeim alíslensku og skemmtilegu nöfnum Gísli, Eiríkur og Helgi.
Munið...UMBURÐARLYNDI OG SKILNINGUR!!!!
Ég er hálffegin að nágrannar mínir skilji ekki íslensku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2007 | 01:01
Ömmur og flugfiskar
Orð.
Einskis verð þegar þau eru mælt af munni þess sem meinar ekki.
Öll orðin sem maður segir ekki þegar þau þurfa að heyrast. Látin liggja og rotna af því að á bak við þau er ekki hugrekkið til að segja "Mér finnst". "Mér líður".
Og því sem lengra líður þorir viðkomandi ekki að gefa þeim líf. Vagga bátnum sem lekur samt sem áður.... því með orðunum væri hægt að fylla upp í götin. Svo sekkur alllt. Ósögð orðin drekkja því sem var hægt að bjarga frá drukknun.
Er stundum að velta fyrir mér hvað má segja og hvenær og hvenær satt má kyrrt liggja. Er ekki alltaf flink í því. Er sagt að ég hafi erft það frá ömmum mínum að liggja ekki á orðum mínum. Að segja það sem er augljóst. Svo er manni stundum hent út í myrkur og sorta fyrir orðin. Líka þegar þeim fylgir bara góð meining. Fer svo mikið eftir þeim sem heyrir hvað hann nemur.
Uss!
En ömmur mínar voru kjarnakonur og eru enn. Bæði hér og hinu megin.
Kenndu mér svo margt skemmtilegt. Um hvernig maður gerir slátur og prjónar sokk. Hvernig túllið felur sig í skýjum og hvernig Alþingishúsið þarf að vera skúrað fyrir klukkan sex um morgun. Fimm kall í lófa og harðfiskmylsna sem treat eftir hafragrautinn. Og maður megi ekki segja ósatt eða halda að maður sé eitthvað.
Hver kannast ekki við setningar eins og..."Hvað heldurðu eiginlega að þú sért"?
Ekki vera neitt og alls ekki halda að þú sért eitthvað.
Þetta er gamaldags. Maður má halda að maður sé eitthvað og að það sé gott að vera eitthvað. Allavega maður sjálfur. Ef þú ert ekki þú...hvað ertu þá?. Hvað getur þú þá haldið að þú sért eiginlega ekki? Hmm.....
Hentu þér bara upp úr skálinni þar sem allir hinir eru...og líttu ekki til baka.
Vertu fiskur á flugi án vatns.
Leyfðu engum að halda þér þar út af sínum eigin ótta við að yfirgefa gullfiskabúrið.
Fiskar geta víst flogið!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 14. apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari