27.4.2007 | 23:20
Tími teldu með mér.
Góða nótt.
Í skugganum af sjálfum þér býr fræið sem þorir ekki að líta dagsins ljós.
Skugginn er fangavörðurinn sem gleymir alltaf að vökva. Vill ekki vökva.
En fræið er mikilfengleikinn sem býr í óopnuðum veruleikanum.
Opnastu fræ í ljósinu sem lýsir í fjarveru skuggans.
Fljótt fljótt!!! Meðan þú hefur tímann. Opnastu og vertu.
Velkominn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2007 | 20:32
Fjalladrottningin fróma með heimþrá!!
Er ég Nörd eða hvað?
Sit hér alsæl og hlusta á gamla íslenska tónlist á föstudagskveldi....Óskastundina á Rás 1 ......"Ég vildi að ég væri eins og þú..og vakað gæti bæði daga og nætur"
Já ef ég mætti lifa eins og lindin tær sem á alla sína hundrað silfurstrengi slær.
Hugsa og humma alveg í takt við hið íslenska hjarta mitt sem er farið að heiman um stund. Lærir að elska annars konar jörðu og landslag. Skilja annars konar menningu sem slær í öðrum takti en samt jafnmannlegan og heima.
Hvað er annars heim?
Hvar á maður heima? Nú er annað lag kynnt frá konu til vina sinna með kærri vinarkveðju. Fyrr var oft í koti kátt.
Litlu íslensku kotin.....bænum mínum heima hjá..er svo margt að minnast á. Heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir.
Í garðinum mínum loga kertaljós í logni og minna mig á veðrið heima. Hvernig viðrar í þjóðarsál um þessar mundir?
Er þar logandi von?
Vakin og sofin af hinum einstöku norðurljósum? Hvað lýsir upp hjarta hins sanna íslendings?
Um hvað er þjóðin mín sem ég horfi á úr fjarskanum? Og bíð eftir merki á himnum að bráðum sé tímabært að snúa heim. Hvað er aftur heim?
Hér hef ég tíma og tré og tindrandi hjartslátt dádýra sem lifa samkvæmt innri tíma og tengingu.
Fiðrilda sem flögra frjáls um garðinn eins og frelsið sé þeim í blóð borið. Færa sig á milli litfagurra blómanna og njóta. Hverfa svo og hvíla sig meðan rokið rýkur og hristir allt. Koma svo aftur og frelsa sig sjálf og syngja veröldinni fagnaðarsöng.
93 ára kona fær nú kveðju í Óskastundinni...Píanótónar. Bara fallegt.
Plánetan er heimkynni okkar. Hér og nú. Smárakvartettinn.
Góðar sumaróskir.
Harmonikkutónlist til 93 ára konu sem býr í lautu. Sunnan við sunnanblæinn.
Já ég er 43 ára íslenskur nörd. En þetta er bara yndi á föstudagskveldi sunnan við London.
Maðurinn með miklu hlýju röddina..Alfreð Clausen söng um íslenska sumrablíðu og fjallardrottinguna frómu. Og koma svo ekki Þrestirnir með Ramónu mína...ohhh ég dey!!! Íslendingar verið góðir við hver annan. Við þessi fagra eyjaþjóð eigum svo margt spes til að standa vörð um. Verum verðir okkar sjálfra og okkar eigin einstöku eiginleika. Látum hjörtun slá takt með Ramónu.
Síðasta lagið í kvöld heitir Draumaveröld og þar heyrast orð á borð við..Draumaveröld fagra vil ég eiga ástin mín..svo fjarri heimsins glaumi. Tendra eld í húmsins dapra hjarta..veitir töfra bjarta.
Já sannkölluð Óskastund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.4.2007 | 15:21
Eyja til sölu kostar eina tölu.
Það er aldeilis að jörð kallar....Hreingerningar, þvottakarfan full og brakandi þurrkur úti. Ég er nefninlega að orkuspara og nota ekki þurrkarann nema í ýtrustu neyð. Skúra skrúbba og bóna..nei ég lýg því. Það þarf ekkert að skúra hér enda allt teppalagt í mínu húsi. Meira að segja baðherbergið OG eldhúsið. Eins gott að missa ekki egg eða brauðsneið á hvolf þar.
Húsmóðir veltir fyrir sér hvort henni hugnast að gera helgarhreingerninguna núna.
Verður undarleg á svip þegar hún hugsar um stórhreingerningu og skrúbb.
Hmmm.
Hvernig var aftur þessi brúsi sem alltaf er verið að auglýsa með sjálfhreinsandi stormsveip sem fer um hús og heimili og gerir allt skínandi fínt?
Ég í súpermarkaðinn að kaupa þannig brúsa. Eins gott að ná tappanum af.
Þegar allt er orðið hreint og fínt verða sett blóm á stofuborðið og ávextir í eldhússkálina. Muna að vökva svo kryddjurtirnar í eldhúsglugganum og blessa garðálfana sem skoppa alsælir um garðinn eftir að við settum niður litríku sumarblómin.
Allt er nefninlega vænt sem vel er grænt..ég ætla nú ekkert að tala um stjörnmál hér, hvorki græn né blá, enda er mér annt um geðheilbrigði mitt og læt ekki slíkan gauragang ná á mér tangarhöldum. Hækkaður blóðþrýstingur og bölv fylgir þessum ósóma og mun betra að láta tímann líða við að horfa á kryddjurtirnar vaxa og þvottinn þorna.
Já og eitt enn.
Um helgina ætla ég að fara um grundir grænar með nýjasta nýtt. Svona undratól sem finnur fyrir mann olíu eða gull. Og ef ég verð heppinn og finn þannig nægtir í tonnatali kaupi ég kannski Íslandið og geri það sem mér finnst að ætti að gera þar.
Er það ekki annars rétt hjá mér að eyjan sú sé til sölu???
Góða og ævintýralega helgi öll sömul!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 27. apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari