Leita í fréttum mbl.is

Dagur mikilla breytinga

Já. Ég er búin að hugsa mig um.

Það er kominn tími á breytingar.

 Ég þarf að breyta útliti bloggsins míns..skipta um liti og form og svo er ég að gæla við hugmynd um breyttara blogg. Fara að blogga allt öðruvísi um eitthvað allt annað og á öðrum nótum. Það liggja bara svona breytingar í loftinu og þær renna um æðar mér núna.

 Eftir helgina ætla ég svo að fara og fá mér nytt hairdo og umbylta því hvernig ég lít út og ég ætla meira að segja í kirkju á morgun. Þetta eru breytingar með meiru hjá konu sem er reyndar þekkt fyrir að vera alltaf að breyta....heima hjá sér.

Segir örugglega eitthvað um karakterinn.

200136908-001

Og ef 12. maí 2007 er ekki tilvalinn dagur til mikilla breytinga og gleði þá veit ég ekki hvað.

Kemur út með töluna 8 sem er góð tala.

Best að skjótast aðeins út og ná í meðlæti með dýrðlegu íslensku lambakótilettunum sem við ætlum að naga yfir góðu kvöldsjónvarpi og kosningaáhorfi í gegnum netið.

Ég vil einnig tilkynna það hér og nú að ég hef fengið það mikilvæga hlutverk í næstu viku að vera fyrsta manneskjan sem fær það hlutverk að passa litlu Alice Þórhildi í svolítinn tíma. Af því er ég stolt og hlakka mikið til.

20070503160414_3

Breytingar eru af hinu góða..og stundum eru þær líka mjög hollar.

Mæli með þeim reglulega.

Oft var þörf en nú er nauðsyn!!!

 

 


MÁ vera með áróður á kjördag á blogginu?

Var bara að velta þessu fyrir mér því ég er svo kýrskýr svona snemma á morgnana. Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur af hverju ég er vöknuð svona snemma á laugardagsmorgni er það vegna þess að við vorum að skutla yndislega gestinum okkar á lestarstöðina svo hann ....hún....kæmist heim í eruvisionpartý, kosningar og fertugsafmæli. Íslendingar eru alltaf svo uppteknir og mikið að gera hjá þeim. Góða ferð elskuleg og takk fyrir að klára flatkökurnar og hangiketið sem þú komst með fyrir okkur..hehe.

Í ryðguðu minni mínu minnir mig að það megi aldrei vera með áróður á kjördag...svo spurnningin er..hvar stendur bloggið í þeim málum? Eru einhverjar reglur hér um hvað má blogga um og hversu mikinn áróður má reka hér á kjördag..eða hefur bloggið sitt persónulega speis..rétt eins og ég væri bara að opna muninn og tala við vin á laugaveginum um mínar kosningabrellur?

á stallinum

Annars óska ég ykkur góðs gengis og megið þið kjósa eftir bestu sannfæringu og ekki láta eitt eða neitt til að hræða ykkur í annað. Ég mun fylgjast með ykkur í gegnum netið í kvöld um leið og ég horfi á Eurovision með öðru auganu. Og vona af öllu hjarta að þessi dagur og úrslit kosninganna muni marka tímamót hjá frábærri þjóð sem getur enn betur. Að það takist að byggja hér samfélag sem er outstanding á allan hátt á heimsmælikvarða. Gott fyrir alla þegna sína og framsýnt, mannlegt og með skýr gildi um hvað skiptir í raun mestu máli þegar upp er staðið.

Já og þar sem veðrið verður aðeins skárra!!!

200219598-001

Smjúts...

Er að hugsa um að skríða aftur uppí áður en ég fer að segja eitthvað sem gæti gert mig að áróðurmeistara á kjördag.

 


Bloggfærslur 12. maí 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband