15.5.2007 | 23:08
Dagsmyndir
Ljúft kvöld.
Góð samtöl í síma, góð vinna og gott dagsverk. Ray Charles og Ramóna.
Endurfundur við Poopeek vinkonu mína frá Íran sem býr til glerfiðrildi og gifti sig og fann ástina með sínum danska manni. Eins og bláklukka innan í sér sú kona..viðkvæm, fögur og tignarleg.
Eins og eikin að utan. Óhagganlega sterk.
Af svo mörgu misjöfnu getur einn dagur samanstaðið og búið til enn eina myndina sem dreymir sig svo inn í minninguna sem við köllum líf.
Persónur og leikendur erum við.
Leikstjóri og handritshöfundur.
Þú?
Dagurinn sem heiluninn kyssti kalda kinn. Stormurinn faðmaði lognið. Fótsporið elti þig.
Og þú ert ekki bara þú bara þú bara þú.
Og ég er ekki bara ég bara ég bara ég.
Samanstendur af myndbrotum sem verða minning lífs.
Lifandi tindrandi óskir og fjögur lauf.
Listen
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2007 | 19:58
Kúri kúr í rigningunni
Í kvöld ætla ég að kúra í mínum fína kofa og horfa á sjónvarpið. Er að horfa á þátt þar sem verið er að koma upp um skúrka sem fara heim til fólks að laga..píparar og tölvuviðgerðarmenn sem eru svoleiðis svindlarar og rukka fólk um fúlgur fyrir ekki neitt. Svo stökkva sjónvarpsmenn fram sem mynda allan skandalinn og skúrkarnir taka á sprett. Er ekki til mikið af skúrkum alls staðar. Maður má bara vera þakklátur þegar maður lendir á heiðarleika í viðskiptum nú til dags. Ég er t.d núna að stefna bankanum mínum hérna fyrir stórfeldan þjófnað í ofteknum gjöldum. Hugsið ykkur meira að segja bankastofnanirnar eru þjófóttar og óheiðarlegar.
Ég sef bara með peningana mína undir koddanum núna..það er alveg þægilegt þar sem hrúgan er ekkert risastór og enginn þar sem stelur stöðugt af þeim.
Svo ætlum við að horfa á myndina um Ray Charles en ég held að hún sé góð.
Þegar það rignir svona eins og það hefur gert undanfarna daga er hrikalega gott að kúra og horfa á imbann og fara snemma að sofa.
Drip drop drip drop...
Raindrops keep falling on my head...I am singing in the rain..Rainy nights in Georgia
It´s rainin men Halleluja!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2007 | 11:38
Röfl án titils
Fyrst byrja ég á varnaðarorðum......þetta er ekki hugræn atferlismeðferð sem þið fáið núna með því að kíkja við á blogginu mínu. Ég þarf fyrst að röfla heil ósköp og svo sjáum við til með allt þetta gasalega góða og yndislega í heiminum.
Í morgun þurfti ég að tala við vanskapaðan fasteignasala sem er búinn að missa minnið. Símastúlkan hans er líka búin að missa minnið því hún man aldrei eftir að koma skilaboðum til skila og nú held ég að lögfræðingurinn minn sé búinn að missa vitið. Hann bara veit ekkert í sinn haus..ekki einu sinni hvað eru lög og hvað eru reglur. Hvað þá að hann kunni almenna mannasiði. Er það skrítið að maður verði smá pirraður þegar dauðasyndirnar sjö virðast ráða ríkjum hvar sem fleiri en tvær krónur eru saman komnar í nafni gróða? Og hvernig er hægt að reka fyrirtæki þar sem enginn man hvað hann sagði í gær og bullar bara upp nýjan sannleik daglega og er frumlegri og hugmyndaríkari en ég í sköpuninni og er þá mikið mælt!!
Kannski ráð að spyrja stjórnmálamenn um hvernig þetta er gert. Nei annars ég er hætt að ergja mig á pólitíkinni. Hef bara eina spurningu um kosningarnar og það allt áður en ég held áfram jarðnesku röfli mínu. Mega ekki kjósendur alveg skipta um skoðun og fá að breyta atkvæði sínu núna þegar það kemur í ljós að það er hvort eð er ekkert mark tekið á þeim.? Mega þeir ekki segja..hey þó ég hafi sagt Á í gær meina ég T í dag. Ég var bara að ljúga þegar ég kaus..ok? Maður sér bara fullt af fólki sem var í framboði gera þetta og það fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og alles. Eins og þau kunni ekki að skammast sín.
Það mætti nú kenna sumum þá list að skammast sín. Þó að skömm sé verulega neikvæð og vond tilfinning og geri engum gott þá er samt allavega nauðsynlegt að kunna skil á réttu og röngu..er það ekki? Mér er stundum lífsins ómögulegt að lesa í þennan heim og mannfólkið. Svo er sagt að við lifum öll í rökhyggjunni og gleymum hjartanu en samt er varla nokkurstaðar heilbrigða skynsemi og sanngirni að sjá í neinu. Bara næstum hvergi!
Eins og frændi vitlausa lögrfæðingsins sem kann ekki mannasiði og góða framkomu sitji einhversstaðar og stjórni heiminum fullur og frekur.Og allir trúi því að hann sé einmitt maðurinn sem við ættum að hlusta á. Einhver sem mætir í vinnuna sem ráðgjafi okkar en gleymir alltaf hausnum heima. Hvaða vit er í því??'
Já...ég segi ekki meir.
Enda hef ég röflað það vel og mikið að ég anda nú eðlilega og sé skýrt. Komin með súrefni til heilans og farin að muna hvað skiptir máli. Og hvernig breytingar gerast á svona plánetum. Innan frá og út. Anda inn og anda út og finna fyrir ljósinu í hjartanu og senda það í hausinn á öllum vitleysingunum þarna úti svo þeir megi líka finna sinn innri frið visku og gæsku.
Oh..þarna missti ég mig aðeins..en Guð fyrirgefur mér..hann sér nefninlega að ég er svolítið að grínast núna. Þó mér sé á sama tíma fúlasta alvara líka.
Maður má gera bæði.
Við skulum enda þetta röfl reiðrar húsmóður á fallegri sögu sem er mjög lærdómsrík og á einmitt svo vel við boðskap dagsins.
Einu sinni var indíáni spurður hvort hann vissi hvað samviskan væri.
"Já sagði hann...ég þekki hana. Hún er þríhyrningur hérna inni" sagði hann og benti á brjóstið á sér. Hún er með beittum hornum. Þegar maður gerir eitthvað rangt eða lýgur snýst samviskan svo beittu hornin skera holdið og meiða og manni blæðir. En ef maður gerir eitthvað vont og lýgur nógu mikið og nógu oft rúnnast hornin smátt og smátt af og maður finnur ekkert fyrir þegar hún snýst.
Munið svo að passa vel uppá hornin á ykkar samvisku í dag góðu bloggarar.
Og anda inn og anda út ljósi til allra sem á þurfa að halda.
Líka til mín takk!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 15. maí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari