19.5.2007 | 23:53
Að halda jafnvæginu og raða rétt
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.5.2007 | 20:53
Mæting og minningar
Svona er kona
ilmur og blóm
hlið himins og jarðar
mæting efnis og anda.
Flestir búnir að gleyma
hvar þeir áttu einu sinni heima.
Skautið hlýja og fagra
sem bar þig
í þennan heim.
Núna falin og týnd
þekkingin og viskan hennar
og skömmin látin verða
konunnar akkilesarhæll,
Sú sem man lífið
VENUS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2007 | 14:49
Indíánatónlist búddamunkur, fiðluleikari og ný hárgreiðsla.
Það hefur svo margt á daga..nei á gærdag minn drifið... að það er efni í margar færslur en ég læt eina duga og stikla bara á stóru.
Eftir að hafa lesið góð ráð og frábærar sálgreiningar á sjálfri mér hér fyrir neðan finnst mér rétt að upplýsa að hárið er bæði sítt og stutt. Létt liðað og marglitt. Sumir litirnir betri en aðrir. Og alveg í takt við marglitan persónuleika sem lifir glaður og dapur til skiptis.
Gærdeginum eyddi ég á rölti í marga klukkutíma. Við Alice Þórhildur sem er að verða fullra fimm mánaða röltum í ókunnugu hverfi í næstum heilan dag meðan foreldrarnir þurftu að sinna aðkallandi erindi.
Göngugötur og torg..sumargarðar og spennandi stígar voru leiðir okkar.
Við hlustuðum á karl í skítugum stuttermabol leika unaðstóna beint frá himnum á fiðluna sína. Sátum á bekk hjá blómasölustúlkunni og létum okkur dreyma og streyma með blómailmi og tónaflóði sem var sérdeilis fín blanda. Alice japlaði a snuddunni sinni og ég sá að hún var oft alveg í takt við fiðluleikarann.
Svo héldum við áfram göngunni umvafðar rauðbleikum lit því hjartað í okkur var orðið fullt af sumarkærleika og amman lét sig dreyma um stórfelldan verslunarleiðangur þar sem svörtum hælastígvélum yrði fleygt í skiptum fyrir sandala með loftgötum fyrir soðnar tær og svörtum bol og pilsi skipt út fyrir skræpóttan sumarkjól.
Hittum ungan Buddamunk sem sveif að mér því hann sagðist sjá það að ég væri góður kandidat til að kynna mér ferðir sálarinnar og gaf mér fallega bók um Yoga og Hare Krishna. Ungur strákur sem er kominn frá Írlandi. Sagðist hafa rekist á bók fyrir tilviljun sem breytti allri lífssýninni þegar hann las svo hann yfirgaf Guinessdrykkju og fótboltalíf og pöbbarölt fyrir æðra líf og dýpri tilgang og mun svo halda til Indlands næsta haust í ferkara læri. Flott hjá þér sagði ég og kvaddi hann með handabandi og orðunum
"We are all in this together"!
Síðan lá leið okkar Alicar um stræti sem iðaði af mannlífi og seiðandi tónlist dró okkur að eins og blóm dregur hunangsflugur. Þarna stóð alvöru indíáni með fjaðravængi og höfuðskraut..indíánatjöld og trumbur. Lék á panflautu og sönglaði framandi söngva og barði trumbu..við Alice vorum ekki lengi að hverfa inn í þennan tónlistarheim og vorum farnar að dansa í kringum elkd og söngla með í tunglskini einhvern tímann endur fyrir löngu. Alice meira að segja hjalaði og blés búbblur um leið og hún sveiflaði litlu höndunum sínum eins og hún væri aðaltrumbuleikarinn í hljómsveitinni. Ömmunni fannst við hæfi að kaupa handa henni geisladiskinn þegar við loksins komum til baka úr þessari ferð..svo ömmustelpan geti hvenær sem er horfið inn í þennan heim heima hjá sér.
Þegar við vorum orðnar þreyttar fundum við bókabúð á mörgum hæðum..tókum lyftuna up á kaffihúsið..þar fengum við okkur kappúsínó, hreina bleyju og kíktum í barnadeildina og settum á minnið nokkrar undursamlegar bækur sem við ætlum að kaupa ásamt músík sem við teljum að við munum hafa mjög gaman af að kynnast saman. Alice hló og hjalaði og sat eins og hefðardama á kaffihúsinu í fangi ömmu sinnar með marglita hárið og soðnu tærnar. Báðar alsælar að fá heilan dag saman bara tvær. Einhverjir bræður áttu ömmu sem þeir kölluðu amma Dreki. Mér finnst að ég eigi að vera Amma engill.
Því ég hreinlega verð troðfull af englorku af því að umgangast svona nýjar sálir sem eru ekkert nema yndið og kærleikurinn.
Akkúrat núna get ég hannað jólakortin...englaorkan er best.
Heyrumst þegar ég er búin með dagsverkið.
Knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 19. maí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari