7.5.2007 | 21:15
Litlir vinir og krikketbolti í ökla
Æ litli minn var að koma af krikketæfingu. Varð fyrir því að kasta krikketboltanum svo hann lenti í ökla vinar hans sem meiddist af því. Hann er núna á slysó að láta líta á ökklann sem lítur hreint ekki vel út.
Og minn bara grætur og er voða lítill í sér. Líður illa á sálinni að hafa valdið meiðslum vinar síns.
Við bíðum núna eftir fréttum af Sam og öklanum hans og vonum það besta.
Æ hvað maður vildi stundum geta tekið erfiðleikana og sársaukann fyrir börnin sín og borið harminn þeirra. En svona er lífið. Maður bara þerrar tár og huggar. Segir að allt verði gott og strýkur yfir lítinn koll.
Það að vera mamma felur í sér margt. Sérstaklega óskilyrtan kærleika. Það finnur maður á svona stundum.
Æ litli kútur minn..á morgun verður allt betra. Trúðu því.
Nóttin hvílir og heilar.
Svo spilið þið félagarnir saman krikket og fótbolta og fagnið sigrunum saman.
Já það verður svoleiðis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.5.2007 | 17:15
Gestur að koma að heiman..pöntunarlistinn lítur svona út!!
Ég nudda bara saman höndum og hugsa mér gott til glóðarinnar því það er gestur á leiðinni frá Íslandinu góða á miðvikudaginn. Þetta er það sem okkur bráðvantar hérna megin við hafið.
Remúlaði, remúlaði og remúlaði. Tími kominn á ærlegt pulsupartý.
Já og pítusósa, pítusósa og pítusósa. Tími líka kominn á ærlegt pítupartý.
Flatkökur og hangikjet
Harðfiskur og íslenskt smjer...vinir mínir hér hlaupa út þegar ég opna pokann. Frábær gestafæla.
Skyr og sjúrmjólk
Möndlur
Lambahryggur...MEÐ puru
Norðurljós...skilst að söluverð á þeim hafi aldrei verið hærra
Kosningastemmning og Eurovisionstemmning
Blár Capri
Útisundlaugar...tvær ættu að duga
Fjöll og dal og bláan sand ásamt útsýni yfir hafið
Ráðhúsið..ég þarf að kíkja á hvernig aðstaðan er fyrir sýninguna næsta sumar
Ef það er yfirvigt sendi ég reikninginn á núverandi stjórnarflokka því ég sé að þeir borga ALLT sem fólkið vill núna. Heppin er ég að þetta er nokkrum dögum fyrir kosningarnar.
Já það fæst nefninlega ekki ALLT í útlöndum.
Nú bara vona ég að gesturinn sé einn af þeim sem les bloggið mitt.
Endilega látið mig vita ef ég er að gleyma einhverju mikilvægu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.5.2007 | 07:51
Vinningshafi í sögu og ljóðakeppninni
Zordis hlaut flest atkvæði að þessu sinni fyrir frábæra sögu sína og ljóð. Zordis mín þú sendir mér bara meil kbaldursdottir@gmail.com og lætur mig vita hvaða eftirprentun þú hefur valið úr galleríinu og ég sendi þér hana um hæl. Þarf að fá nafn og heimilisfang. Kærar þakkir fyrir þátttökuna.
Hér kemur svo vinningssagan og ljóðið sem varð til út frá þessum myndum sem má sjá hér.http://www.katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/196598/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 7. maí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Myndirnar koma í réttri röð og ég stíg hér á stokk með heita putta og heitar tær!
Sagan mín er um ást og mann!
Dreyminn og gleyminn horfði ég á uppdúkað borðið. Raunveruleikinn var svo fjarri mér, reyndist eins og gömul svarthvít bíómynd sem missir aldrei gildi sitt. Ég gat ekki annað en tímasett fund okkar á þessum degi, ég varð bara að sjá þig á ný, þig sem stalst hjarta mínu og yfirgafst mig. Tár mín eru sem lækur í landi sem enginn sér og jörð sem engin snertir. Hjartlaus og hryggur ég biðla til þín eftir öll þessi ár. Lífið er ekki til þar sem tré lífsins hefur klofið sál mína. Ég er ekkert í engu án þín.
Í heimi þar sem enginn býr, þar sem hljóðið sefur og allt líf er slökkt hef ég verið og dormað. Hef legið við hliðina á öðrum hjartlausum persónum sem geta ekki meir. Þrátt fyrir fegurð heimsins tókst þú sýn mína og gerðir mig að engu í sjálfum mér. Ég elska þig samt og teygi anga mína til að snerta raunveruleikann, finna til á ný, gráta tárum eins og ég hafi aldrei gert annað.
Eftir jörð er annar heimur eins og annar dagur, annar engu betri, enginn ilmur og þó! Í heimi þar sem ástin er sýnileg sem tindrandi ljós verð ég, aleinn án þín. Ég er einn með sjálfum mér og verð að horfa framan í mig og taka mér eins og ég er. Ég er mín eigin ásýnd, þræll ástar sem er ekki endurgoldin.
Og, þó ....... til að elska þarf ég að byrja á sjálfum mér. Hvernig er hægt að elska án þess að vita hvað ást sjálfsins er, elska sjálfan mig. Ég lofa því að byrja að elska smátt og smátt ..... Ég mun láta mér líða eins silkimjúkum glöðum hundi sem er elskaður af öllum. Vera eins og ofur rogginn rakki sem konur á mínum aldri elska og tilbiðja. Þótt svipur minn sé súr þá verð ég elskaður af konum með ilm sem ganga í háhæluðum skóm, í pilsi með jakka í stíl.
Í huganum set ég hönd mína í greipar, keppist í takt við tímann að finna elskuna sem yfirgaf mig, fyrir karlinn í tunglinu. Karlinn sá hefur enga spegilmynd og er kaldur eins og ég var. Ég hef uppgötvað ástina og get horft í allar áttir, tiplað á taflborði lífsins og boðið þér upp í eilífðardans. Ég finn ilm af nátthúmi og heyri hvíslið sem mér berst í víndinum. Ég sé þig í fjarska þar sem þú situr og segir karlinum þínum sögur.
Í fjarlægðinni snerti ég hönd þína og bið þig afsökunar á lífi sem ég stal.
Með fangið fullt af Ást til þín,
Við stígum saman hamingjusöm.
Til framtíðar horfum elskan min,
Um litrík ástarinnar höf.
Ástareldur innra með,
svíður hjartarætur.
hrifninguna óspart kveð,
í draumaheimi um nætur.
Kannski finn ég hjarta mitt á ný og kem ef þú bara vilt það