Leita í fréttum mbl.is

Ferðalag 44 ára konu og 9 ára málverks

Þó ég sé enn í bloggpásu má kona ekki láta hjá líða að fagna áföngum í lífi sínu og það ætla ég sko að gera. Hef verið alltof áhugalaus um að njóta áfangastaðanna í lífinu en nú er tímabært að fara að haga sér.

Fyrir  níu árum fékk ég undarlega en mjög sterka hugmynd í kollinn. Out of nowhere datt sú hugmynd í kollinn á mér að halda upp á 35 ára afmælið mitt og gera það á eftirminnilegan hátt fyrir sjálfa mig. Þetta væru á einhvern hátt tímamót í mínu lífi. Bara svona innri tilfinning sem var fyrst lítill neisti sem varð svo að miklu báli og engin bönd héldu konu. Gamall draumur sem lét á sér bæra og kvað sér hljóðs með látum. Ég ætlaði að halda málverkasýningu því ég vildi verða listakona. Húsmóðir með 4 börn og hafði aðeins dundað sér við málun einstaka sinnum eyddi öllum matarpeningum fjölskyldunnar og keypti  striga og pensla ásamt olíumálningu , rýmdi eitt barnaherbergið og setti upp sitt einkastúdíó. Fór svo á stúfana og fékk inni í Listhúsinu í Laugardal. Þar skyldi haldið uppá afmælið 13. júní 1998 með einkasýningu og partýi fyrir vini og vandamenn.

Maður veit aldrei hvernig dropinn gárar vatnið

404061948_bcd370cd30

Vandamálið var hins vegar það að engin málverk voru enn til...en hva. Það má öllu redda þegar það brennur eldur hið innra og gleymdur draumur rís upp í öllu sínu veldi. Húsmóður reiknaðist til að það þyrfti 25 olíumálverk til að fylla plássið og hafðist handa daga og nætur enda aðeins rúmlega tuttugu og eitthvað dagar til stefnu. Það var eins og opnað hefði verið fyrir gátt og kona málaði með höndum og koddaverum, penslum og spöðum og þegar síðustu málverkin voru hengd upp kvöldið fyrir opnun voru þau enn blaut og reyndar nýfædd inn í þessa veröld.

Stundum heldur maður af stað án þess að vita áfangastaðinn

með bjartsýnina eina að ferðafélaga.

528064319_7cbc261c5a

Í dag eru akkúrat níu ár síðan..hinum merkilega níu ára hring lokið og á morgun hefst nýtt upphaf og nýr níu ára hringur sem ég hef ekki hugmynd um hvað ber í sér.  Á sl. níu árum hef ég tekið 4 ára skúlptúr nám hér í Englandi. Flutti með mér alla familíuna svo húsmóðir mætti láta drauminn sinn rætast...þaðan lá leið til Oxford til að taka Master í Art and Humanity á sérsviði social sculpture. Inn á milli læddust einnig margir kúrsar um mannlega verund, heilun og draumlíf mannsins. Orkusvið og vísindi. Og hér er ég á lokasprettinum og tilbúin þegar ég opna augun á morgun fyrir næsta kafla.

 Það sem er svo spennandi við hann er að ég veit eiginlega ekkert hvað bíður. Er bara tilbúin að taka næsta stökk og sjá hvað bíður handan við hornið..en það er eftirvænting í hjartanu og hugurinn fullur af stórum hugmyndum.

Í morgun barst mér svo kærkomin gjöf frá íslandi.

Málverk sem einhver keypti 1998 á húsmóðursýningunni og hafði greinilega farið í sitt einkaferðalag og endaði í Kolaportinu þar sem systir mín sá hana fyrir algera tilviljun í síðustu viku og keypti til að gefa mér í afmælisgjöf níu árum síðar.  Mér fannst þetta alveg meiriháttar.

"Hvar hefurðu verið elskan" sagði ég við hana..."Er ekki gott að vera aftur komin heim til mömmu?"

 Lærði líka að allt sem maður sendir frá sér fær maður aftur í hausinn. Allt sem fer að heiman kemur á endanum aftur heim. Gott að hafa það í huga..ha?

Myndin heitir Skógargyðjurnar og núna bý ég einmitt við skóginn og fer í skógargöngu hvern morgun að eiga stund með skógargyðjunum mínum...Skyldi eitthvað innra með mér hafa vitað það fyrir níu árum hvert leið mín myndi liggja?

100_3001

Verið velkomnar heim skógargyðjur mínar

Merkilegt ferðalag sem þið hafið verið á sl níu ár upp á dag.

Mikið vildi ég vita söguna ykkar.

En svona er nú lífið oft skrítið og skemmtilegt.

Ég tek opnum örmum við næsta tímabili í lífinu.

Það verður fróðlegt að vita hvað lífið bíður með fyrir mig næstu níu árin og hvað mun bíða mín eftir þann níu ára hring sem ég er að skapa núna.

Ég óska sjálfri mér til hamingju með mín 44 ár miðvikudaginn 13. júní.

 Og ég er rétt að byrja.Kissing

 


Bloggfærslur 12. júní 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband