Leita í fréttum mbl.is

Ljós og blessun til þeirra sem þorðu að standa með sínum sannleika

Í dag var sól.

Var ekki örugglega rigning hjá ykkur?

Svo ég fór á kaffihúsið mitt og sat þar fyrir utan og naut mín í sólargeislunum. Horfði á leiðið þar sem þau 3 síðustu sem brennd voru á báli hér í bænum, voru sett til hinnar hinstu hvíldar.

Ég veit ekki fulkomlega hvað þau unnu sér til saka annað en það að vera ekki þóknanleg kirkjunnar mönnum á þessum myrku tímum miðalda.

Kannski soðið seyði úr jurtum til að lina þjáningar meðbræðra sinna..hvað veit ég? Kannski afneitað þeirra tíma trú að Guð væri vondur og refsandi faðir allra sem dæmdi fólk til ævilangrar helvítisdvalar fyrir að vera mannleg og breisk.

En ég tók eftir því að það voru blómvendir á leiðum þeirra sem eru beint fyrir utan kirkjudyrnar..og ég fór að skoða hvað þar stóð.

Fór meira að segja heim að sækja myndavélina svo þið gætum séð með eigin augum að 451 ári eftir voðaverknaðinn og brennuna er enn til fólk sem lætur sig örlög þeirra varða Og hefur skoðun og hjarta fyrir því.

En myndalbúmið mitt bara virkar ekki..því miður.

Set inn myndir síðar þegar það er komið í lag.

En þetta er það sem stóð á miðanum með blómunum sem einhver setti á leiðið þeirra 451 ári síðar. Það fannst mér fallegt!!!!

19th of july 2007

In memory of those who experienced persucution at the hands of angry, vindictive EGOS.

I am so sorry and ashemed that religiory persecution caused you all such pain.

If the power of love could overcome the love of power.

Then there would be peace.

May you rest in love and peace.

Pearl

Tjáning

Þar sem ég sat á bekknum við kirkjugarðinn og horfði á leiðið og blómin flugu fram hjá mér 3 svartar krákur. Og ég samdi ljóð.

Þrjár svartar krákur

í kirkjugarði

Hin heilaga þrenning

sem sækir í allt sem glitrar í ljósinu

Hinn fagri gimsteinn sem vaknar í hjartanu

þegar hið nýja streymi

þekkir hinn falda fjársjóð

og opnar hirslu

hins himneska sem aldrei dæmir.

Verði ljós!

Friðarboðskapur

 


Bloggfærslur 19. júlí 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband