Leita í fréttum mbl.is

Þar kom skýringin

Mér er næsta lífsins ómögulegt að blogga þegar ég hef ekki allar myndirnar mínar til taks....en einhverra hluta vegna kem ég þeim ekki af myndaplássinu mínu yfir á bloggið.

Ástæðan er einföld.

Ég er búin með plássið og þarf að kaupa mér meira pláss. Ég er nefninlega mjög plássfrek kona.

Núna sit ég um miðja nótt, alein vakandi og nýt mín í botn. Allar konur verða að eiga sinn tíma þar sem þvottavélin steinþegir. allir diskar eru hreinir og heimilisfólkið sefur vært á sitt eyra. Fyrir stundu síðan kom elsta dóttirin heim frá skotlandinu góða sem er systurland íslands...úr ferð með sínum skoska maka og íslensk skosku Alice Þórhildi. Þau skildu bílinn eftir hér og komu við til að keyra svo til sinna heima.  Alice babblar á skosku og segist hafa leikið við Loch Ness skrýmslið.

 Svo núna sit ég og hlusta á tónlist og hugsa. Og er bara. Eina sem ég veit er að ég þarf að vakna frekar snemma...en hva. Það er nægur tíminn til að sofa.

Svona næturvökur geta verið einstakar svona einstaka sinnum, þá heyrir maður í sjálfum sér og man hvers vegna maður stendur í þessu streði sem lífið getur stundum verið. Ég er samt steinhætt að vera á harðahlaupum milli staða og stunda og lifi bara eins og ég anda. Þannig finnst mér ég vera í takt. Geri það sem mér finnst mikilvægt hverju sinni og sinni því sem kemur upp á leiðinni minni.

Sem er einstök.

Mín.

Ég hef margendurtekið hér að ég elska vatn..en það er orðið frekar mikið af því hér núna...allt á floti alls staðar. Jörðin að skola sig af neikvæðninni sem fylgir hugarfarinu okkar. Og dómunum.  Fékk mér stígvél og vona að það dugi.

Best að safna sér 599 krónum svo maður geti aftur farið að blogga af einhverju viti.

sköpun

Þangað til notast ég bara við mínar eigin.

Þessi er risastór.

2x2 metrar. Olía

Dagur og nótt

Hjartans ljós í myrkrinu.

 

 


Bloggfærslur 25. júlí 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband