9.7.2007 | 22:57
Englar og IRA
Ég bara verð að segja ykkur skemmtilega englasögu.
Þannig var að um daginn þá fór ég að hitta vini mína á kaffihúsinu mínu. Það er náttla stranglega bannað að reykja þar inni svo við skruppum út í yndislegan bakgarð sem snýr að stórri steinkirkju..sem er rammkaþólsk. Þegar maður situr úti horfir maður yfir grafreiti. Einn þeirra hefur stóran stein sem á eru grafin nöfn þeirra þriggja síðustu sem voru brennd á báli í Englandi.
Í bænum mínum þar sem núna er venjulegt hringtorg voru stundaðar nornabrennur í miklum mæli. Fólk..oftast konur... sem voru ekki stóru steinkirkjunnar mönnum þóknanlegar létu lífð á sannleikans báli. En kannski voru þau bara eins og ég er í dag...vissu örlítið lengra en nef þeirra náði.
En ok....þarna sátum við og ræddum lífisins gang og drukkum rjúkandi kappúsínó.
Þau voru eitthvað down og ekki alveg hress með lífsleiðina sína svo ég fór að segja þeim ævintýrasögur að að það séu alltaf englar alls staðar til að aðstoða og hjálpa manni þegar maður þarf á að halda og MAN eftir að biðja um aðstoð. Því eins og allir vita eru englar mjög kurteisir og eru ekkert endilega að troða sér fram nema algera nauðsyn beri til.
Við sátum þarna og veltum okkur upp úr ævintýrasögum um að allt sé mögulegt og að alheimurinn kunni alltaf að staðfesta ævintýrin. Þau voru ekkert endilega að trúa mér og mínum sögum svo ég dró upp úr galdratöskunni minni mögnuð Meistara spil. Hafði ranglað inn í bókabúð örfáum dögum áður og rótað í bókahillu þar sem bækurnar lágu í hrúgum en voru ekki í almennilegri röð eins og bækur eiga að vera í hillum.. Ætlaði aðeins að raða þeim og datt þá ekki meistaraspilastokkurinn beint í fangið á mér? Svo ég auðvitað keypti hann enda greinilegt að Meisturunum lá eitthvað mikilvægt á hjarta. Svo þarna sátum við og ég að segja þeim frá þessum duttlungum tilverunnar og leyfa þeim að draga um leyndardóma lífins þegar reffilegur karl gekk framhjá í gegnum kirkjugarðinn. Hann snarsnéri við og kom til okkar. "Hvaða spil eruð þið með þarna" spurði hann.
Svona Meistaraspil sagði ég..viltu draga eitt?
"Já takk" sagði hann og dró spil um feminísku orkuna. Aha sagði ég..sérfræðingur í svona spilum..það er greinilegt að þú þart að mýkja þig upp og komast í samband við þína mýkri hlið.
Hann bara hló og sagði "já..hvort ég þarf. Ég er hermaður sem hef barist á mestu vígaslóðum og séð margt mjög ljótt sem herti hjarta mitt og gerði mig tilfinningalausan og harðann.
"En ég vinn núna með englum" sagði hann svo og brosti.
Svo fór hann að segja okkur ótrúlegar englasögur..hvernig englarnir tala til hans og kenna honum og hvernig við mennirnir þurfum að læra að hlusta og meðtaka alla hjálpina sem okkur stendur til boða. Sagði okkur m.a sögu af því þegar hann var í London þegar IRA voru að sprengja þar allt í tætlur...Hann var á sinni daglegu gönguferð þegar rödd sagði við hann. "Stoppaðu og farðu hér inn" og sendi hann inn í bókabúð..hann sem var á leið á pöbbinn að fá sér pintu.
Eitthvað við þessa ósynilegu rödd var þannig að hann gat ekki annað en hlýtt. En þar sem hann er ekki hrifinn af bókum staldraði hann ekki lengi við og hélt af stað á pöbbinn sinn. Þegar hann er rétt ókominn að honum sprakk þar sprengja..hann var allt í einu inn í miðri þvögu af líkamspörtum og dánu sundursperngdu fólki. Þá áttaði hann sig á því að honum var naumlega bjargað frá dauða vegna þessarar raddar. Þessar englaraddir hafa síðan fylgt honum og leiðbeina í hvívetna. Hann sagðist bara hafa stoppað hjá okkur til að staðfesta við okkur að englar væru raunverulegir og okkur stæði til boða öll sú hjálp sem við vildum meðtaka.
Að við ættum að fara okkur hægar og læra að hlusta og skilja um hvað þetta líf væri. Svo brosti hann bara og labbaði burtu. Vinir mínir voru agndofa yfir þessari heimsókn en ég brosti bara með sjálfri mér.
Svona er nefninlega lífið. Algert ævintýri eins og ég er alltaf að reyna að segja ykkur. Tilviljanir eru ekki til!!!!
Gamall hermaður með bakpoka og birtu í auga.
Ég með Meistaraspil í rauðri tösku.
Og englar allt um kring.
Thats life!
Bloggar | Breytt 10.7.2007 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Bloggfærslur 9. júlí 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari