Leita í fréttum mbl.is

What a wonderful world....

Ég elska sögur úr mannlífinu og hvernig sumt fólk finnur lífstilganginn sinn í gegnum þjáninguna sína og svo "tilviljanir" sem eru ekki til.

Hér kemur ein slík.

Vinur minn einn var þegar hann var 18 ára í skóla og átti þar kærustu sem hann elskaði mest af öllu. Einn daginn sagði hún honum að sambandið væri búið og hann var algerlega miður sín. Fannst bara lífinu lokið og gat ekki fest hugann við eitt eða neitt.  Í sorg sinni ákvað hann að leggja land undir fót og skoða heiminn. Lagði af stað eitthvað út í buskann og vann fyrir sér á bóndabæjum fyrir fæði og húsaskjóli. Leið hans lá víða um evrópu næstu mánuði og ekkert leið honum betur og var alveg týndur í sjálfum sér á þessu einmanalega ferðalagi.

Eina kalda og rigingarsama nótt var hann staddur í Búdapest og hafði engan stað til að sofa á. Sá kvikmyndahús og hugsaði með sér að hann gæti horft á eina kvikmynd og hlýjað sér meðan mesta rigningin gengi yfir. Keypti sér miða og settist inn.

 Kvikmyndin sem verið var að sýna var myndin um Motzart..Amadeus.

181016

Það gerðist eitthvað þegar hann sat þarna blautur, kaldur og aleinn í heiminum að honum fannst. Einhver neisti kviknaði í brjósti hans þegar hann hlustaði á tónlistina, eitthvað vaknaði innra með honum.

Þegar hann gekk út var hann ákveðinn í að verða tónskáld.

Hélt heim á leið og skráði sig í tónlistarnám þrátt fyrir að allir segðu að það væri frekar seint að ætla að ná árangri með því að byrja svona seint. Hefði verið betra fyrir hann að byrja að læra sem krakki ef hann vildi ná árangri. En hann hlustaði ekki.

Þessi innri tilfinning dró hann áfram og hann æfði sig 8 tíma á dag..spilaði og spilaði og æfði sig endalaust. Heltekinn af þessum tónum sem hann heyrði fyrir sér í kollinum.

10111697

í dag er hann frábært tónskáld og vekur athygli fyrir frábærar tónsmíðar sínar. Kennir tónlist og söng. Kenndi mér m.a að syngja og hlusta.

Hann sagði mér að þetta kvöld hefði verið yfirfullt af töfrum og að hann væri sannfærður um að hann hefði verið leiddur inn á þessa sýningu á myndinni. Mörgum árum síðar ákvað hann að horfa aftur á myndina og endurlifa töfrana sem hann varð fyrir. Honum til mikillar undrunar fannst honum frekar lítið til myndarinnar koma. Skildi ekki alveg hvað hefði haft svona mikil áhrif á hann.

Svona er lífið stundum merkilegt.

 Að vera á réttum stað á réttum tíma skiptir öllu. Maður veit aldrei hvað bíður og hvað það er sem kveikir í manni ljós og tilgang.  Það sem skiptir hins vegar máli er að bregðast við því sem hreyfir við manni. Hvernig sem það kemur. Einn af mínum bestu uppáhaldskennurum sem ég hef haft segir allltaf.....

"To be responsible is to respond to what is here now!!!!!

Langaði bara að deila þessari yndislegu sögu með ykkur.

Verið vakandi fyrir því hvað er að gerast í kringum ykkur og hlustið á veröldina tala til ykkar. Það gætu verið mikilvægustu skilaboðin sem þið eigið eftir að heyra á lífsgöngunni og breyta öllu.

AA-GW583

 


Jæja, magapína og fiðrildaveisla

Jæja.

Og aftur Jæja.

 Núna er kominn tími á að segja aldrei aftur jæja.

Jæja er einhvernveginn svona orð sem er sagt í óþolinmæði og þar sem hlutir eru ekki að gerast alveg á réttum hraða.. Svona.."Jæja eigum við ekki að fara að koma" ...eða ´"jæja fer ekki maturinn að verða tilbúinn". Þess vegna á þetta orð ekki við hjá mér lengur. Það er nefninlega ekki eftir neinu að bíða!!!

28

Við erum búin að vera að vinna hörðum höndum að verkefni sem nú fer að líta dagsins ljós. Öll gögn og kynningar verða tilbúin í byrjun september og þá verður verkefnið okkar Óla kynnt. Óli er lífsförunautur og sálufélagi minn. Það er mikið búið að læra,stúdera, þjálfa sig og safna reynslu og þekkingu til að ná þessu marki.  Í meira en 20 ár á fjölda mörgum sviðum.  Og í gegnum besta kennarann...lífið sjálft.

En nú er bara alveg að koma að þessu.  Má segja að við séum að tala um lífsverkefnið mitt/okkar. Er alveg með fiðrildi í maganum sem stafar bæði af eftirvæntingu og smá svona spennu tilfinningu um hvað gerist svo í framhaldinu......er samt búin að sjá fyrir mér í mörg ár hreint magnaða útkomu.

Sem ég trúi einlæglega á að sé einstök og muni hjálpa svo mörgum með svo margt.

Heart

Og ég veit svo í hverri einustu frumu innra með mér að akkúrat þetta er lífið, starfið og ég í einum pakka. Mér líður eins og marmara sem búið er að höggva utan af og í ljós kemur....ÉG!!!!

Tilbúin eftir margar fíniseringar og stærri og smærri lagfæringar á öllum sviðum til að láta ljós mitt skína.

 Magapína.

Hafið þið hugsað um hversu mörg frábær verk urðu aldrei að veruleika eingöngu vegna þess að fólk fékk magapínu af tilhugsuninni einni saman?

32

 Ég er með magapínu og fiðrildi.

Sterka ætlun og titrandi hjarta

Vissu og vongleði

Hamingju og hughreysti

Mig í eigin höndum.

34

Fullskapaða

 

 


Hér gilda mjög einfaldar reglur....

MM127

Vona að þið kunnið öll útlensku Kissing

...og að þið séuð nice!

Getið skilið eftir orðsendingu í athugasemdum af hverju þið teljið ykkur vera næs.

Eða bara farið.

Það er eitthvað ótrúlega unaðslegt að vera pínu hortug stundum...ha?


Bloggfærslur 14. ágúst 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband