Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilega skóævintýrið

Skórnir segja allt um hverja konu. Hvernig fótabúnað hún velur sér er merki um innri persónuleika og jafnvel innri persónulegar flækjur og fögnuði. Eða þannig. Hér kemur saga míns fótabúnaðar.

Mary Poppins skórnir mínir eru eðalskór. Blásilkiklæddir að innan og brúnar silkireimar hnýtast í fallegar slaufur. Ég fann þá í gamalli skóbúð í sérkennilegu hverfi í London Alltaf þegar ég klæðist þeim gerist eitthvað furðulegt og göldrótt. Taka mig á staði sem ekki má segja frá hér.

100_3239

Grænu grátandi regndropa stígvélin fara með mig í skógargöngur og gera alltaf sitt gagn. Sjaldan glaðari en  að vaða drullusvað og pollahopp elska þau hreint út af lífinu. Eiga það til að vera svolítið skapvond og öfundsjúk á köflum og það skýrir þennan græna lit sem á þeim er.

100_3238

Rauðu dömuskórnir eru nauðsyn konum sem ekki vita hvert ferðinni er heitið. Settir á fima fætur þegar ekki er vitað hverf ferðinni er heitið þann daginn og svo eltir maður bara rauða litinn. Bregst ekki að maður endar alltaf í einhverju stórskemmtilegu teboði eða jafnvel í skrautlegum skranbúðum.

100_3240

Skópörunum mínum kemur oftast vel saman en það kemur fyrir að það slettist upp á vinskapinn.

Í dag þegar við ætluðum að eiga notalega stund öll saman í garðinum voru þau mjög prúð og settleg svona til að byrja með.

100_3237

Þau voru mjög hrifin af steinskúlptúrunum og fóru að tala um hversu gaman væri að fara á söfn í heimsborgum, sýna sig og sjá aðra. Grænu grátstígvélin voru ekki hress með þessar umræður.

"Hvernig stendur á því að ég fæ aldrei að fara á svona fín söfn, bara í blautar göngur í drullusvaði í gegnum skóginn og einstaka sinnum fæ ég að fara og taka upp kartöflur. Þetta er bara ekki sanngjarnt"

"Æ góðu farið nú ekki að grenja sagði rauða skóparið.."Hver heldurðu að fari á stígvélum eitthvað fínt. Það erum bara við, ég og Mary Poppins sem fáum að fara allt svona spari" sögðu þeir með kvenlegum rómi..  Áður en rauða skóparið vissi af hafði annað stígvélið stígið fast ofan á þá og hótaði að  sparka þeim yfir grasflötina.

100_3241

Mary Poppins dró grænu grátstígvélin ofan af rauðu skónum og reyndi að stilla til friðar. Stillti sér settlega upp fyrir framan stígvélin og sagði að svona kæmi maður ekki fram við fallega rauða skó. Þau yrðu öll að vera vinir enda í sömu skófjölskyldu og tilheyrðu sama eiganda. Hvert og eitt skópar hefði sinn tilgang og ekki þýddi að vera að metast.

100_3242

 Það væri miklu skemmtilegra að fara í leiki. Svo fóru þau í myndastyttuleikinn og skemmtu sér ljómandi vel og hlógu mikið af uppátækjum hvers annars.

100_3243

Persónur og leikendur

100_3244

Rauðu skórnir, Mary Poppins skórnir, Katrín Snæhólm og Grænu stígvélin.

 


Hver er maðurinn?

100_3227

Nú fáið þið að sjá skúlptúrhausinn sem ég var að dusta af rykið og laga til með skóáburði. Þurfti að hreinsa burtu ryk og kónuglóarvefi eftir dvölina í garðskýlinu svo vinnan gæti hafist.

100_3231

100_3235

Veit ekki hvort þetta var góð hugmynd með skóáburðinn en ég sé til hvað ég geri. En hvern minnir hann ykkur á? Þegar ég gerði þennan skúlptúr gerði ég hann með lokuð augun og bara eftir tilfinningu. Það skringilega var að þegar ég opnaði augun fannst mér hann minna mig mjög sterklega á einhvern en kom honum samt ekki fyrir mig. Spurði bekkjarfélaga mína sem höfðu ekki grænan grun um hver maðurinn væri enda öll útlensk og ekki kunnug öllum íslendingum. En þegar maðurinn minn kom að sækja mig sagði hann.."Nei vá flottur.......og nefndi nafnið hans. Þá sá ég hver þetta var. Ég var samt alls ekki með hann í huga þegar ég var að gera skúlptúrinn ..vann bara eftir tilfinningu og með augun lokuð meðan ég var að móta andlitið. Þetta er sossum engin listasmíð enda bara annar hausinn sem ég gerði og var að læra hvernig maður gerir svona haus úr leir.

 Daginn eftir kom íslensk vinkona mín í stúdíóið og sagði..Rosalega er þetta fín eftirmynd af honum....og sagði sama nafnið. Nú langar mig að biðja ykkur að geta hver maðurinn er..eða gæti verið. Hverjum hann líkist að ykkar mati. Finnst reyndar að skóáburðurinn hafi tekið margt úr svipnum sem var þar áður..en sjáum hvað setur. Þegar þið eruð búin að geta og koma með tillögur segi ég restina af sögunni. En ef engum finnst hann líkjast þeim sem ég er að tala um...er málið dottið dautt og þið fáið aldrei að vita framhaldið.  Svo nú skuluð þið sko vanda ykkur..hehe.

Smá vísbending..maðurinn er íslendingur en er látinn. Var þekktur.

ATH restin af sögunni er í athugasemdum hér fyrir neðan!


Bloggfærslur 24. ágúst 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband