Leita í fréttum mbl.is

Uppáhalds eða ekki.....

malverk katrinar 020

Þessi mynd er fyrir mér um tjáningu. Gula ljósið kemur út frá hálsstöðinni og segir það sem þarf að segja. Fyndið að fáum öðrum en  mér finnst þessi mynd sérstök.  Það hefur engin kommentað á hana í galleríinu t.d . Þetta er samt ein uppáhaldsmyndin mín enda eyddi ég óralöngum tíma í hana.

Vatnslitir á pappír.

Man eftir frábærum rithöfundi sem skrifaði bókina "War of art"sem ætti að vera skildulesning fyrir alla sem vilja eiga við Egóið í sjálfum sér....... Höf. Steven Pressfield.

 Hann segir að uppáhaldsbókin hans sem hann skrifaði hafi ekki fallið neinum öðrum í geð. Kannski er það eins með sumar myndirnar mínar. Bara bestar fyrir mig.


Svolítið óþægilegt

Fyrir þremur dögum heimsóttu mig svona 40 manns á dag...ég átti bara mína fínu bloggvini og við skrifuðum og spjölluðum um eitt og annað....Allt í einu núna heimsækja mig næstum 400 manns á dag og ég þekki hvorki haus né sporð á þeim. Kvitta ekki fyrir sig og skilja ekki eftir nein merki. Þetta er eins og að vera heima hjá sér og allir fara í ísskápinn og fá sér og fara svo bara án þess að segja bless. Mér finnst þetta frekar óþægilegt og finnst ekki eins öruggt að blogga. Áður settist ég bara niður og skrifaði það sem mér datt í hug fyrir vini mína....en núna stend ég mig að því að hugsa mig um.  Svo mikil umferð. Kannski liði mér betur að vita hverjir eru á ferð þar sem ég er frekar svona prívat. En það er líklega ekkert privat við það að blogga....er það nokkuð? Svo hér sit ég og velti fyrir mér..Hvers vegna blogga ég og fyrir hverja??? Vil ég eitthvað endilega að allir viti hvað ég er að pæla? Hmmmm......

2054

Hvað endurspeglar bloggið?

Hver eruð þið sem komið upp sem tölur á teljurunum?


Furðuleg saga um ósýnilegan vin

untitled13 

Margir kannast við sögur af ósýnilegum vinum.  Sínum eigin í barnæsku og svo barnanna sinna. Sonur minn átti einn slíkan þegar hann var 3ja ára. Reynir hét hann og sonur minn eyddi öllum stundum í að leika við Reyni. Við þurftum að leggja á borð fyrir Reyni og hafa alltaf pláss fyrir hann við matarborðið og gefa honum jafnt af öllu sem sonurinn fékk. Þeirr eyddu löngum stundum saman inni í herbergi og oft heyrði ég að það var mikið fjör hjá mínum. Þegar systur hans tóku hann út að renna á sleða í snjónum þurftu þær að fara eina bunu með bróðurinn og svo aðra með Reyni. Reynir var hluti af fjölskyldunni. Einhverju sinni spurði ég strákinn hvaðan Reynir kæmi. Hann var fljótur til svars. Sagði að Reynir byggi í grasinu og hólunum fyrir utan leikskólann hans og væri í umsjá ömmu sinnar. 

 Einhverju sinni þegar ég var að elda kvöldmatinn og stóð yfir pottum við eldavélina fannst mér eins og einhver væri að horfa í hnakkann á mér. Þið vitið...þessi tilfinning um augnaráð sem brennur á manni. Ég leit snöggt við og sá þá dreng standa við eldhúsborðið og horfa glettnislega á mig. Þetta varði bara sekúndubrot..en ég er alveg handviss um að ég sá hann..hann var jafn raunverulegur og mín eign börn. Dökkhærður og brúneygur og með striðinislegan glampa í augum.Virtist vera um 5 ára gamall eftir stærð að dæma. Mér brá svolítið..en fannst að þetta hlyti að vera Reynir hinn margumtalaði. Kallaði á soninn og spurði..."Hann Reynir vinur þinn hvernig lítur hann út. Hvernig er hárið á honum á litinn?

"Það er brúnt" svaraði hann að bragði. "En augun í honum hvernig eru þau á litinn?

"Þau eru líka brún. Hvað heldurðu að hann sé gamall? Það stóð ekki á svarinu. Hann er 5 ára svaraði strákur.

Nokkrum kvöldum síðar fór eiginmaðurinn niður í þvottahús að taka úr þvottavélinni. Þegar hann kom upp var hann kríthvitur í framan. Eins og hann hefði séð draug. Hélt á húfu í höndunum og sagði.."Hvaðan kemur þessi húfa?

Þetta var frekar gamaldags húfa hvít að lit með í prjónuðu nafni á kappanum. Á honum stóð...Reynir Ingi. Við vorum auðvitað alveg gáttuð...ég setti húfuna á ofninn og morguninn eftir spurði ég soninn hvort hann kannaðist eitthvað við húfuna. "Já" sagði hann strax  "Þetta er húfan hans Reynis vinar míns".

Ég er svolítill rannsóknarmaður í mér...Ég var viss um að það hlyti að finnast skýring á þessari húfu sem kom úr þvottavélinni okkar. Fór og spurði sambýlisfólk okkar á efri hæðinni  hvort það kannaðist eitthvað við húfuna. Þau höfðu aldrei séð hana. Ég fór með hana á leikskólann og spurðist fyrir hvort þar væri drengur með þessu nafni sem gæti hafa týnt húfunni og hún óvart ratað heim með syninum.

Nei svo var ekki.

Stuttu seinna var sonur minn óhuggandi. Sagði að Reynir yrði að flytja með ömmu sinni á annan stað og þeir myndu ekki geta leikið meira saman. Það ætti að fara að byggja á hólunum þar sem þau byggju. Nokkrum dögum síðar komu stórar vinnuvélar fyrir utan leikskólann og fóru að grafa þar sem hólarnir voru. Byggingarframkvæmdir voru hafnar. Sonur minn var óhuggandi í margar vikur..hann saknaði svo Reynis besta vinar síns.

100_3275

Ég geymi alltaf þessa húfu. Hún vekur enn upp spurningar hjá mér.


Bloggfærslur 26. ágúst 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband