Leita í fréttum mbl.is

Frægðarferðir skóparanna á ströndu og dýrmætur froskadraumur!

Mikið var gaman hjá okkur vinunum um helgina. Fórum að týna steina á fallegri ströndu þar sem ritari þessarar færslu hefur fundið sér framtíðardraum til að dreyma. Sá draumur er um lítið cottage sem stendur á kletti  með útsýni yfir haf, himinn og sjö skjannahvítar systur.

100_3329

Sjáið hvernig rétt glyttir í þau húsin þarna í fjarskanum, hinu meginn við flóann. "Þar gæti verið gaman fyrir okkur að búa" sagði ég við skópörin en þau létu sem þau heyrðu ekki í mér og grænu stígvélin duttu á hlið af einskærri undrun yfir svona hugsun húsmóður. "Megum við ekki bara fara og leika okkur hér á ströndinni á meðan þú lætur þig dreyma" spurðu svörtu skólaskórnir sem eru orðnir ansi snjáðir eftir langa skólagöngu. "Jú endilega" sagði ég og hallaði mér bara og naut veðurblíðunnar og dreymdi um storma og öldur frussandi fyrir neðan litla húsið mitt á klettinum.

100_3342

Skópörin þrömmuð eftir steinaströndinni framhjá einni af skjannahvítu klettasystrunum. Þær standa þarna tígulegar sjö saman og þykja einstaklega fagrar og tígulegar.

100_3333

Stöldruðu við til að njóta útsýnisins yfir hafið bláa hafið og létu hugann bera sig hálfa leið yfir hnöttinn til fjarlægra ævintýralanda sem eru þarna hinu megin við bleytuna.

100_3336100_3338100_3337

Söfnuðu fallegum steinum og tróðu á sig eins miklu grjóti og þau gátu borið. Grænu stígvélin voru einum of gráðug og voru hreinlega afvelta og komust hvorki lönd né strönd!! "Það er alltaf gott að kunna sér hóf" sögðu inniskórnir. !Líka þar sem eitthvað er ókeypis eins og steinarnir hér. Reyndar væri rétt að segja að við öll sem göngum á þessari jörðu eigum þessa steina saman". Inniskórnir voru mikið fyrir að segja eitthvað vitrænt en voru svo sjálfir troðfullir af ókeypis steinunum. 

100_3343

Mary Poppins fór að vaða í drullu í flæðarmálinu. Það er mjög ólíkt henni en stundum verða jafnvel fínar frúr að skvetta smá úr hælunum og láta eins og lífið sé eitthvað meira en alvörugefni og afturhaldssemi. Hún meira að segja renndi niður rennilásnum á öðrum skónum svo það sá í blátt fóðrið. Og eins og það væri ekki nægur léttleiki á einum degi losaði hún um brúnu silkireimarnar og brosti stríðnislega. Og þó hún væri að ganga í leðju mátti vel sjá að göngulagið var mun djarfara en hennar er von eða vísa. Það er eitthvað frelsandi við sjávarsíðuna!!

100_3347100_3348

Grænu stígvélin óðu ógrenjandi með rauðu skóna út í miðjan poll og voru mjög hughraust miðað við hvað þau eru miklar skræfur svona dagsdaglega. Voru líka svolítið upp með sér að fá að hafa rauðu lífsreyndu spariskóna í sér. Fundu til sín og að líf og hælbönd hinna rauðu voru í raun í þeirra skóbotni.

100_3345

Svörtu snjáðu skólaskónum fannst bara fínt að hafa útsýni yfir allt og viðurkenndu ekki fyrir sitt litla líf að þau væru smeyk við að fara inn í þetta furðulega fjöruborð þar sem leyndust ýmsar hættur.

100_3368

Gott að hafa Group HUG Heartáður en haldið var heim á leið eftir skemmtilegan dag á ströndinni.

Á heimleiðinni hittu þau Kóerubúa sem hlógu og skríktu af gleði yfir að hitta svona fagran hóp af skóm.

100_3373 

 Þau settust í grasið og spjölluðu heilmikið. Kóreubúarnir s0gðust vera hér til að læra ensku og sögðu skópörunum skrítnar sögur frá fjarlægum heimkynnum sínum. Að ef kona sem vildi eignast barn en gæti það ekki, rækist á aðra konu sem hefði dreymt froska væri það gæfumerki. Sérstaklega ef draumakonan væri tilbúin að selja hinni barnlausu konu froskadrauminn. Það þýddi að sú barnlaus myndi þá fljótlega verða með barni þar sem froskadraumar þykja mikil frjósemistákn.

Þetta fannst nú skópörunum merkilegt. "Og hvað þarf að borga fyrir svona froskadrauma"? spurðu skópörin. "Spurjið húsmóður ykkar og eiganda sem dreymir um hús á hvítum kletti" sögðu glöðu kóreubúarnir. "Okkur hefur verið sagt að hún hafi einmitt selt einn slíkan fyrir nokkrum árum".

100_3374

Þau kvöddu svo Kóerubúana því þurftu að fara og læra meiri ensku áður en þau færu heim til sín.

í lok dags var gott að horfa yfir vatnið og njóta listrænna forma  ljóss og skugga.

100_3381

Gangið vel á skónum ykkar.

Skór eru  nebbla líka ...ehh fólk???Woundering

 

 


Bloggfærslur 10. september 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband