24.9.2007 | 22:35
Bara fyrir ykkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.9.2007 | 09:13
Gæti ég fengið að heyra eitthvað íslenskt??
Það er haustlegt um að litast úti núna. Laufblöðin hafa fokið af trjánum í trilljónatali í nótt og þekja nú allar götur, rennandi blaut og brúnleit og regnið heldur áfram að lemja. Ég er að hita mér kakó áður en ég sest niður til að vinna. Svo verður tekið til við að plana og pæla. Það er meira en að segja það að flytja aftur heim eftir 7 ára fjarveru. En alveg rosalega spennandi og skemmtileg tilhugsun.
Ég sé fyrir mér dásemdina við að skafa fagrar frostrósir af bílrúðunni á morgnana, sitja föst í umferðarsultum og fjúka á milli bílastæða með hárið klesst oní augu og maskarann rennandi eins og stórfljót eftir andlitinu. Man það núna að það er næsta ógjörningur að vera fín dama um vetur á íslandi. Borga mun meira fyrir matinn og geta hangið í sturtu þar til ég er gegnheit og hrein.
Hver staður hefur sína töfrastund og sinn kost. Og núna kallar mín ljúfa fósturmold á mig að koma aftur heim. Veit vel að ég á eftir að sakna hundrað ára eikanna, rólegheitanna, skógarins og milda veðursins hér. En ég er til í að takast á núna , bryðja þakrennur og fara á útopnu næstu 7 árin eða svo. Lífið hefur sinn rythma og hjartað ólmast og allt í mér brennur. Já ég er svo eldheit núna að jöklar munu bráðna og vindar þagna þegar ég stíg á íslenska grundu. Komin til að segja hæ!!! Gott að sjá ykkur aftur.
Vinnumál ættu að skýrast fljótlega og svo er bara að finna hlýlegt hreiður fyrir litlu familíuna pakka panta far og koma á vængjum þöndum flugfélagsins sem býður best.
Og bíl þurfum við og skólavist fyrir krakkana og muna að skrá sjónvarpið svo maður fái nú örugglega að borga afnotagjöld eins og sannur íslendingur. Skyr og flaktkökur með hangikjöti, nýtt hairdú og byrja að kaupa á visarað einhvern óþarfa sem allir verða að eiga. Já það er engu líkt að vera íslendingur. Maðurinn minn segir að ég sé greinilega búin að steingleyma hvað ég var fegin að komast burtu og sjái nú allt íslenskt fyrir mér í hillingum en ég segi bara á móti að hann skilji ekki konur.
Þegar ég fór frá eldhúsborðinu heima var ég frekar þreytt húsmóðir en kem núna heim sem ný kona með fortíð og reynslu frá ítalíu, frönsku ríveríunni, fjallatindum í Wales og strauma og stefnur frá landi Elísabetar drottningar.
Og mitt margrómaða og róttæka raunsæi!!
Get ekki beðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggfærslur 24. september 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari