3.9.2007 | 22:08
Bara svona dagur
Kláraði að lesa bókina um nornina frá Portobello eftir Goelho og bíð núna spennt eftir að Kundera komi í pósti frá íslandi svo ég geti byrjað að lesa með leshringnum mínum hjá Mörtu. Er með óskiljanlegt æðiber í rassinum þessa dagana og uppfull af hugmyndum að flytja eitthvert langt í burtu. Þar sem lyktin er öðruvísi og bragðið af matnum framandi. Svo augu mín sjái eitthvað nýtt og heilinn geti tekið inn annarskonar skilning, eyrun heyrt skringileg hljóð og orð. Og ég er óþreyjufull og get ekki beðið eftir að fara af stað. Er samt ekkert að fara neitt. Hef ekki hugmynd um hvar þessi staður er sem togar svona í mig núna. Ekki græna glóru. Kannski þarf ég bara að lita á mér hárið með nýjum lit eða fara að ganga í fjólubláu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
3.9.2007 | 11:54
Plágur og frægar pempíur
Var að lesa í blaðinu að nú væri geitungaplága að ganga yfir, sú versta í yfir 25 ár. Vegna votviðrisins sem hér gekk yfir í sumar og "indian summer" sem þýðir meiri hita en vanalega núna í ágúst hafa orðið til skilyrði fyrir plágu. Hugsið ykkur svona plágur eins og talað er um í biblíunni þegar óaragardýr koma fljúgandi í hópum, stærri, grimmari og reiðari en nokkru sinni. Og tilbúnir í að stinga og stinga hvar sem þeir komast. Eins og það sé ekki nóg að köngulærnar séu stærri og fljótari?? Og voruð þið búin að frétta um stærsta köngulóarvef sem fundist hefur? Yfir 190 metra breiður. Það er einhvernveginn að verða meira af öllu og allt að verða stærra í heiminum núna. Nema kannski það sem maður vildi sjá meira af .eins og umburðarlyndi, viska, samkennd og skilningur. Samfélög sem hafa þá grunnhugsun að sjá vel um sitt fólk..sérstaklega þá sem minna mega sín.
Ég er ekkert alvarlega hrædd við geitunga en mér líst illa á plágur af öllum sortum. Og mér líka ekki svona hugsanaplágur sem éta upp alla skynsemi og bræðralag og leyfa því að viðgangast á litlum eyjum að þeir sem minnst mega sín, mega mest eiga sig. Það er bara alveg óttalegt að lesa um hvað við erum ekki að skilja hvað skiptir mestu máli. Lesið bara bloggið hennar Þórdísar Tinnu.
Þess má svo geta fyrst við erum að tala um ótta að Johnny Depp fallegasti karlmaður og hæfileikaríkasti leikari á jörðinni er skíthræddur við trúða...honum finnst alltaf eins og eitthvað ógnvænlegt búi á bak við málað andlitið og gervibrosið.
Ætli hann sé þá ekki líka hræddur við flestar Hollywoodstjörnurnar??
Mér hefði nú þótt smartara fyrir svona flottan gæja að vera hræddur við eitthvað stórfenglegra en saklausa trúða. Sjóræningja t.d.
Nicole Kidman sem er líka falleg, fræg og hæfileikarík leikkona er hins vegar skíthrædd við fiðrildi.
Fiðrildi??? Hvernig er hægt að vera hræddur við fiðrildi??
Þetta fræga fólk eru bara pempíur af verstu sort.
Og Ophra Winfrey sjónvarpsþáttastjarna er brjálæðislega hrædd við...TYGGJÓ!!!
Til að enda þessa bloggfærslu á jákvæðum nótum þá hefur stærsti demantur í heimi fundist. Hann fannst í Afríku og er metinn á svo mikla peninga að það eru ekki til nægilega mörg núll til að setja fyrir aftan þá tölu. Þegar ég las um þennan merka fund fór gleðibylgja um hjarta mitt og ég hugsaði með sjálfri mér hversu frábært þetta væri fyrir afríkubúa. Nú hefðu þeir efni á að byggja skóla og spítala, fá lyf og mat og hreinlega bara fara að laga til í þessari fallegu heimsálfu sinni og jafna kjörin og bæta ógnarástandið sem víða ríkir. Ég hreinlega gleymdi mér í dagdraumi um hvað hægt væri að gera..en svo mundi ég allt í einu eftir að svona gerast ekki hlutirnir.
Demanturinn er núna geymdur í bankahólfi meðan eigendurnir eru að hugsa um hvað þeir ætla að gera. Kannski að fjárfesta í einhverju sniðugu. Hlutabréfum eða spariskírteinum Ríkissjóðs.
Einhverju allt öðru en þvi sem kemur fólkinu þeirra til góða. Því það er þar eins og hér að þeir sem minnst mega sín gleymast alltaf. Þannig að jákvæða fréttin dó sjálfri sér þegar ég mundi að það er bara eitt sem stjórnar í kringum svona demanta og olíulindir.
Græðgi... ekki góðvild.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.9.2007 | 00:43
Að ganga um lífið á opnum skóm
Er búin að sitja með lappirnar á mér undir mér í sófanum og vona að ég sjái ekki einhverja hreyfingu útundan mér. Og er algerlega örugg eins og er. Engin risakönguló hlaupið yfir gólfið. Fór í kaffi til vinar í næsta húsi sem hefur sama vandamál. Risaköngulær hlaupandi yrir gólfið!!!
Þar með get ég útilokað að þetta sé einhver persónuleg árás hinna langfættu og búttuðu köngulóa inn á mitt heimili til að gera mér skrekk. ....þær eru allsstaðar!!!!
En svona til vonar og vara er ég í skónum. Þeir gefa manni smá öryggi...eins og maður þurfi þá ekki að snerta jörðina meðan maður er berfættur og varnarlaus.
Get þá trampað á einni ef hún sýnir sig núna þar sem eiginmannshetjan er ekki í húsi.
En frá köngulóm yfir í annað merkilegra.
Skórnir.
Skósagan hefur fengið góð viðbrögð og ég er núna á fullu að taka fleiri myndir og setja saman söguna um þá.
Ekkert smá merkilegt hvað svona skópör fá mikla athygli. Það er sem ég segi...Skórnir skapa söguna.
Hverjir eru þínir uppáhaldsskór og hvers vegna???
Á hvernig skóm gengur þú í gegnum lífið??
Annars er lífið bara einfalt.
Það er um opnun.
Þú opnir þig og ég mig. Hafa allt galopið og hætta að felast.
Á einhverjum stað erum við öll eins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 3. september 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari