Leita í fréttum mbl.is

Síminn aldeilis frábær í að láta mann gera eitthvað annað en að glápa á sjónvarpið.

Halló er etta síminn..vildi bara láta vita að við höfum ekkert sjónvarp og vitum ekkert hvað við eigum að gera..erum búin að kveðast á um allt sem við kunnum.

Síminn..Aha...þar sem það er föstudagur og helgin að koma þá eru tæknimenn í bilunum í helgarfríi og verða viðbúnir á mánudag...en það tekur sko 1 til 3 virka daga að fá viðgerð.

Ok gott og vel...við förum bara með íslenska fyndni og spilum lönguvitleysu þangað til...

Halló..eretta síminn?

Vildi bara ítreka að það er allt enn bilað og kominn mánudagur.

Já...við erum búin að senda ítrekun og þeir munu hringja. Enginn hringir þó kona vakti símann sinn.

Halló eretta síminn..kominn þriðjudagur og enginn hringt...og við erum að verða biluð á þessari lönguvitleysu..ykkar og okkar!!!

Síminn...þú áttir að hringja sjálf og fá samband við tæknimenn í dag FYRIR klukkan 4..en þeir eru samt aldrei við... alltaf úti að laga skiluru??  Já ég veit..ég hringdi en fékk þau svör að það væri búið að ítreka og þeir myndu hringja.

Og ..á morgun erum við búin að skemmta okkur sjálf í meira en 3 virka daga.....munu þeir  þá koma og bjarga okkur frá lönguvitleysunni??

Síminn..því get ég ekki lofað...það er svo löng bið hjá okkur.

 Einmitt..og hvar erum við í röðinni??

 Ekki hugmynd..get ekki séð það hér..þetta er sko hjá tæknideildinni.

Ok..fáum við þá ekki afslátt af samningum við ykkur fyrir alla þá daga sem við erum að borga þjónustu en fáum EKKI?? Ég meina....það hlýtur að dragast af reikningnum okkar allir sá dagar sem við erum ekki að fá NEITT???

Sorry veit ekki..verður að tala við reikningadeildina um það..held samt ekki.

Held við fáum okkur bara venjulegt loftnet.

Það er ekki á neinn leggjandi að fá ekki að horfa á Gurrí og skagamenn vinna stórsigra í Tívíinu og þurfa bara að spila á meðan. Eða kveðast á og segja hvort öðru íslenska fyndni. Erum bara ekki í rétta skapinu.Devil

Meiri langavitleysan sem sum fyrirtæki eru..ha??? 

frh. Miðvikudagur 16. janúar

Jæja kæri sími..núna hringi ég fyrir klukkan 4 eins og þú sagðir mér í gær og helst um morgun til að fá samband við týndu tæknimennina.

Góðan daginn er að athuga með bilunina og þarf að tala við tæknimanninn. Krakkarnir búnir að liggja í flensu og svona og lítið við að vera nema ég kenndi þeim Kleppara. (kleppari er spil sem gerir hvern mann brjálaðan).

Já einmitt..fæ samband við tæknimann.  

Tæknimaðurinn....Ha hva?? Nei það er enginn á leið til þín enda bilunin að öllum líkindum okkar megin. Við erum að reyna að fá tæknimann til að líta á þetta.

Ha hva meinaru..ykkar megin??? Hvað varð um allar þessar ítrekanir til tæknimanna að koma til mín og hringja til mín???  Það eru svörin sem ég hef fengið undanfarna daga og setið við símann til að vera nú örugglega við þegar kallið kemur. Ertu að segja mér að þið hafið ekki aðgengi að tæknimanni sem getur lagað ykkar megin þegar bilar??

Ha jú..þarf bara að senda beiðni í þjónustuborðið og biðja um að það verði litið á þetta.

Ha...???

Meinaru að það hafi enn ekki borist beiðni frá ykkur um viðgerð..ha ha ha???? 

Jú það verður farið í það núna en ég veit því miður ekki hvenær þetta verður komið í lag.

Ég hugsa aldrei illa til fólks og geri það heldur ekki núna. Þetta fólk sem þarf að vinna við svona aðstæður eru fórnarlömb furðulegra viðskiptahátta og fyrirtækjaþjónustu sem kannski einhver kleppari setti saman af gamni sínu svona til að gera hálfa þjóðina ga ga. Hvað veit maður.??  En ég hafði svo samband við reikningadeildina og lét skrá að ég vilji fá afslátt af janúar mánuði í samræmi við hversu lengi þessi bilun mun vara. Ég borga ekki fyrir það sem ég ekki fæ. Það verður svo tekið tillit til þess þegar bilunin er komin í lag hvort og hversu mikinn afslátt ég fæ.

Þessi færsla er í boði Örbylgjuloftnets sem er á leið upp á mitt þak eins fljótt og auðið er. Það er sko þegar rafvirkinn kemur næst í bæinn. Hann er í fjölskyldunni svo við treystum honum.

Verð bara að fá mér eina kókosbollu til að ná mér niður..Whistling  Goshhhh!!

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 16. janúar 2008

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband