Leita í fréttum mbl.is

Gubba gribba og öfugsnúin orka

Er búin að skúra og múra eldfastan vegg úr efa um að orkan fari réttsælis þessa dagana. 

Afrakstur helgarinnar er einhvern veginn svona....

Litla Barn að gubba og segja "ammamín".Heart... litla barn að gubba meira og þvottahúsið upptekið!

Elsta dóttirin að baka pönnukökur af því henni leiðist að vera með flensuna og brennir puttann, yngsta dóttirin stendur á höndum og dettur á hnéð sem grætur og er hálfskakkt.

Sonurinn með magakveisu og húsfaðirinn lystarlaus og slappur í sófanum. Íslendingar teknir í nefið af frökkum og sænsku kjötbollunum. Og núna gubbar sonurinn.....augnablik!!!!Gasp

Jæja..Gubba gribba greinilega mætt í hús...Svo vont þegar hún hreiðrar um sig og ruggar sér í mallakút og dregur burtu allan mátt.. geysist svo af öllu afli beint upp í munn og ofan í klósettskál..ef við erum heppin.   Hún má ekki fara að læðast um húsið okkar Ólukkan Svarta.

Curiosity-Print-C10206227

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars bara fín helgi.

Í henni rúmaðist líka ökutúr um Heiðmörkina sem var í sunnudagsfötunum sínum, skjannakvítum kjól, sokkum og skóm, krakkarnir  renndu sér á rassaþotum niður brekkur og við kíktum í heimsókn eftir kirkjuferð með fermingarstráknum í morgun. Þetta var sko áður en Gubba gribba kom óboðin í húsið í Vesturbænum.

Ég hef það svona á tilfinningunni hvernig nóttin verður hér á bæ og kannski einhverjir næstu dagar líka. Gott að ég er búin að kaupa meira þvottaefni og mýkingarefni sem lyktar eins og blómstrandi engi um sumar!!

August-Colors-Print-C11888972

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi vika verður bara frábær.

Hver dagur eins og litfagur blómvöndur í fallegri munstraðri könnu.

 Hvert lauf ber í sér lukku og vatn í krukku sem segir...."Láttu lífið flæða og reyndu að græða sem mest á reynslu þinni kona".

Fólkið mitt hefur lofað að reyna að gubba ekki útfyrir skúringarfötuna.

Það lofar góðuHeart

"Hvað ertu að glápa eins og eldgömul sápa" spyr örlaganornin þegar ég stari á hana hvössu augnaráði..

"Ég ætla bara rétt að vona að þú hafir heyrt hvað ég sagði" segi ég þá.

Það lofar GÓÐU Heart Mundu það!


Bloggfærslur 20. janúar 2008

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband