21.2.2008 | 01:38
Eitt troðfullt kvöld af allskonar....
Eftir að hafa farið á tónleikana í Austurbæ og svo horft á Kiljuna þegar ég kom heim og svo Kastljósið og Jens Guð bloggvin minn þar á eftir...er ég bara troðfull og get ekki farið að sofa fyrr en ég hef létt á hjarta mínu. Ekki það að ég ætli hér að opinbera mín leyndarmál frammi fyrir þjóðinni..en ég ætla að opinbera allt það sem fram fer í mínum fínlega konukolli. Það sefur engin einhverjum bjútíslíp með allt þetta innibyrgt.
Sko....tónleikarnir voru æði og yndi. Ég fór ásamt Theodóru dottur minni og við áttum alveg meiriháttar kvöldstund með mörgum frábærum tónlistarmönnum og konum. Hvað get ég sagt...það er einhver sérstakur tónn í íslensku tónlistarlífi sem er þannig að mann langar að standa upp og láta til sín taka. Rosalega eigum við flotta tónlistarmenn og sanna. Einlægnin og viljinn í því að vera...þora að vera öðruvísi og skapandi skein í gegn um hvert atriði. Og ég var svo stolt af öllu þessu fólki sem kom þarna saman til að láta í ljósi ósk um samkennd og samhyggð og að við komum vel fram við alla..konur og kalla af hvaða þjóðerni sem þeir eru. Á bekknum fyrir aftan okkur voru nokkrir ungir menn með lak sem á stóð ..Thank you for your support. sem þeir lyftu hátt fyrir hvert atriði sem þarna var flutt. Og ég fann næstum þakklætisbylgjuna þeirra fara í gegnum mig frá þeim..og óskaði og vonaði í hjarta mínu að fólkið sem hingað kemur í leit að betra lífi og tækifærum sem eru ekki til staðar í þeirra heimalandi fái ósk sína uppfyllta. Þeirra ósk er aldrei minni en okkar eigin. Og það skulum við virða og muna..setjum okkur í fótspor þeirra sem eiga sér jafnmikilvægan draum og okkur finnst við eiga. Söngvari Hjálma sagði.."Guð bjó ekki til landamæri..það gerðu mennirnir"...og við þurfum að læra að leggja niður okkar huglægu landamæri og vinna saman að betri og bjartari tíð og skilja að við erum öll bræður og systur.
Í Kiljunni var svo viðtal við Sænskan rithöfund Frederik sem var mjög interesant. Hann var að gefa út bók sem heitir Hugmyndir og hann talaði um sköpunarkraft og hugmyndir sem auðlind framtiðar og að hvergi þar sem hann hefði farið um heiminn væru jafnmargir sem teldu sig vera skapandi eins og á íslandi. Og ég verð að segja eftir að hafa verið erlendis í 7 ár og að koma aftur heim er fyrir mig alger upplifun. Það er enginn smá kraftur í þessari þjóð og tækifærin og möguleikarnir hérna eru óþrjótandi. Það eru einhvernveginn allir að gera eitthvað og skapa og semja..hugmyndirnar vantar sko ekki og vonandi berum við gæfu til að skapa samfélag sem stendur uppúr. Samfélag sem setur ný viðmið og önnur gildi..við þurfum ekkert endilega að horfa með óttafullum augum á það sem miður hefur farið annars staðar...við sem skapandi og hugmyndarík þjóð með hjarta sem slær í takt við öflug náttúruöfl þar sem allt getur gerst getur líka búið til nýjar leiðir og farsælli. Það er alltaf pláss til að gera betur og hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að horfa fram á veg með sterkri ætlun um að finna leiðir sem virka??? Og að heyra tóninn í skapandi tólistarmönnum þar sem textarnir eru fullir af von og gleði og kærleik...gerðu það að verkum að bréfsnifsið sem var undir rúðuþurrkunum hjá mér eftir tónleikana var rifið og hent ólesnu. Ég hef ekki pláss fyrir grútskítugt hjartalag fordómanna í mínum bíl og stend heilshugar með því að við hendum af okkur fordómunum og gerum eitthvað meiriháttar einstakt og til fyrirmyndar. Hvernig nákvæmlega veit ég ekki ferkar en þú en við finnum það út á leiðinni ef við erum heil í því að finna lausnir sem vinna með því að við getum öll átt hér mannsæmandi líf.
Og ég tek bara undir með Silvíu Nótt og segi "Til hamingju Ísland" og allir íslendingar ..hverrar þjóðar sem þið svo eruð.
Nú get eg farið og sofið rótt á mitt eyra sem er troðfullt af tónum og fallegum óskum og orðum og læt mig dreyma eins og John Lennon og ímynda mér sitt hvað um veröldina og okkur öll. Því ef við höfum ekki skýra ímynd af því hvert við viljum fara og hver útkoman geti orðið sem best...þá komumst við ekki þangað.
Imagine.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 21. febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari