19.4.2008 | 16:52
Maddama kerling fröken frú á Listsýningum, útburði Moggans og Gyðju og galdrasýningu...allt á sama deginum.
Var að detta inn úr dyrunum eftir að hafa eytt deginum á útskriftarsýningu Listaháskóla íslands. Ég er alveg heilluð. Það var svo margt að skoða, sjá og upplifa en líklega ágætt að fara aftur þegar það er færra fólk en auðvitað var troðið út úr dyrum og mikil stemming í loftinu. Skapandi, töfrandi andrúmsloft og skrautlegt fólk í stíl við verkin sem þarna voru sýnd.
Ég er auðvitað alltaf í vinnunni og fann þarna tvo unga listamenn sem ætla að koma í þáttinn hjá mér á mánudag í næstu viku. Þau eru bæði mjög skemmtilega þenkjandi og með flottar hugmyndir og skoðanir sem ég held að hlustendur hefðu bæði gagn og gaman af að heyra um. Vitiði það að eftir því sem ég sé meira af unga fólkinu okkar því vonbetri verð ég um framtíðina. Þessi kynslóð er meðvituð, hugmyndarík og skapandi og þorir að fara sínar eigin leiðir og það var einstaklega upplyftandi að eiga samræður við þetta unga fólk í dag.
Já og meðan ég man.
Ég er auðvitað búin að skipta um skoðun um nafn á útvarpsþættinum mínum og hef nú ákveðið að hann skuli heita Maddama kerling fröken frú eftir útvarpsþættinum sem ég var með á Aðalstöðinni. fyrir meira en heilum áratug .
Mér fannst bara rétt að endurvekja hann og endurlífga Maddömuna og bjóða henni að þramma áfram í útvarpsheimum eins og henni einni er lagið og ljóðið.
Ég er kona og mér leyfist að skipta um skoðun þegar mér hentar. Svo er ég líka komin á fimmtugasaldurinn og þá gerir maður frekar það sem konu sýnist og lætur sér í léttu rúmi liggja þó einhverjum finnist eitthvað um eitthvað sem maður segir og gerir..ekki satt??
Núna þegar ég er búin að blogga ætla ég að koma sunnudagsmogganum sem bíður í stöflum hér úti á stétt i vesturbæjarlúgurnar. og svo ætla ég að gera mig fína og fara og sjá Gyðjugjörninginn í Norræna húsinu klukkan átta í kvöld. Unnur Lárusdóttir tónlistarkona og gyðja með meiru og Reynir Katrínarson gyðjuheilari, galdramaður, seiðkarl og listamaður munu þar kalla fram krafta hinna íslensku gyðja og þeim til aðstoðar verður karlakórinn Fjallabræður sem er alveg hreint einstakur. Þið getið hlustað á þau á morgun klukkan 15.00 á útvarpi Sögu en þá verður þátturinn sem var sl mánudag endurtekinn en þau voru einmitt gestir hjá mér þá. Þá getið þið líka hlustað á þorvald Þorsteinsson listamann og rithöfund en hann var einnig gestur í sama þætti.
Er fjólublár ekki bara litur kvöldsins og sumarbleikur varalitur flottur á konu eftir ótrúlega góðan og upplifunar-ríkan dag???
Ég held það.
Góða helgi öll sömul
Þessi fjólubláa hér til hliðar heitir Ísana og varð til á brúðugerðarnámskeiði sem ég tók í skólanum úti fyrir nokkrum árum. Ísana er sérstök vera sem býr í fjöllunum með fuglunum og kemur aðeins til byggða þegar mennirnir þurfa á visku hennar að halda.
Ég hef sagt henni frá ógöngunum sem við höfum ratað í á okkar litlu eyju og hver veit nema hún sjái sér fært að kíkja til okkar og veita leiðsögn úr ringulreið inn í jafnvægi. Ísana ber með sér töfrajurtir í litlum silkipoka og úr þeim sýður hún seið sem magnar upp ævintýri og töfra.
Hún biður um velferð fyrir þig og þína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 19. apríl 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari