Leita í fréttum mbl.is

Upp upp mín sál....

Water liliesVá hvað ég er orðin þreytt á að vera hneyksluð, ná ekki andanum yfir fávisku og ráðaleysi, hreppaflutningum á gömlu fólki frá æskustöðvum sínum, fólki í sjálfsmorðshugleiðingum sem er rekið öfugt út af geðdeild vegna "slæmrar hegðunar" og fleiri svona fáránlegum fréttum sem sýna það svart á hvítu að fólk og manneskjur séu aukaatriði í samfélagi okkar.. og svo fleiri fréttum af níðingum, lygurum og svikurum. Kolsvartar fréttir, kolsvart útlit! Fuss og svei!

Hvar sem maður kemur heyrir maður bara bölmóð og erfiðleikasögur, fréttatímarnir eru eins og bein útsending frá Helvíti og himnarnir gráta í gegnum rigningarskýin sem hér húka fyrir ofan borgina. Ekkert skrítið að þau felli tár yfir því.. hvernig komið er fyrir þessum litlu ráðvilltu manneskjum þarna niðri á jörðinni. 

Þetta er púst dagsins í mínu boði!!

 Það eru takmörk fyrir hversu mikilli neikvæðni og ótta er hægt að ausa yfir fólk á örfáum vikum..ha?? Er þetta ekki bara að nálgast heimsmet og löngu komið yfir hættumörk þessi neikvæðnis og óttamengun sem dynur á okkur úr öllum áttum?? En núna þegar ég er búin að pústa og gera öndunaræfingar og anda inn jákvæðu og glitrandi súrefni, henda öllum fréttablöðum og endurnýja ímyndir í kolli mínum er ég betri. Þetta er auðvitað alltaf um það að verða örlítið betri ..ekki satt??

Blue hills

 Nú ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt og upplífgandi og reyna að muna héreftir sem hingað til að mitt líf og mín hamingja er í mínum höndum og það er mitt að velja hvað ég geri.

Byrja á brosinu, svo kannski  hressandi sundferð og samneyti við þá sem mér þykir væntum.  Svo er alltaf hughreystandi að skúra heima hjá sér..hreinsar bæði ryk úr hornum og ryk úr huga. Þrífa gluggana að utan svo útsýnið verði heiðskýrt eins langt og augað eygir.

Hugsa um það svo í leiðinni hvaða fólki ég ætti að bjóða til mín í þáttinn Maddama kerling fröken frú á  Útvarpi Sögu á mánudaginn. Leita að fólki sem hefur upplyftandi og góð áhrif og er að gera jákvæða, frumlega og skemmtilega hluti.  Einhverjar hugmyndir?? Endilega látið mig vita af öllu jákvæðu og frábæru sem þið vitið um..mailið mitt er kbaldursdóttir@gmail.com

Knús á ykkur öll...Lengi lifi bjartsýni og jákvæðni!!!!!

Ekki veitir af...og endilega bendið mér á frábært fólk og setjið inn athugasemdir um allt það góða sem er að gerast hjá ykkur. Munið svo að lengi leynist eitthvað æðislegt alls staðar. Bara spurning um að koma auga á hvað það er og hvar.

 


Bloggfærslur 10. maí 2008

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband