Leita í fréttum mbl.is

Maddaman, Bangsímon og Eikin lenda í stormi.

Jæja.

 Bloggsíðan komin upp og enn eitt atriði til að haka við á listanum yfir loforðin sem ég hef verið að gefa sjálfri mér undanfarið. Verð alltaf svo spennt og ofvirk í upphafi nýs ár og þetta ár leggst vel í mitt móðurlega hjarta. Yfirskriftin á blogginu er Maddama Kerling Fröken Frú sem var heiti á útvarpsþætti á Aðalstöðinni sálugu sem ég hafði umsjón með endur fyrir löngu. Mér fannst gaman að vera Maddaman og reisi hana hér með úr öskustónni aftur til lífsins og vona að það sé ekki úr henni allur vindur.

Mér skilst að það sé engin kona með konum né maður með mönnum sem ekki bloggar þarna heima. Svo sannarlega ætla ég að slást í hópinn og skrifa og skrafa um hvaðeina sem vekur áhuga minn og fangar athygli mína,bæði hér í Landi Elísabetar drottningar og heima á skerinu kalda. Það sem þvælist þó fyrir mér hvernig týpa maður á að vera svona opinberlega. Á ég að reyna að koma fyrir sem virðuleg miðaldra menntafrú eða litaglöð listakona. Það er erfitt að vera tvíburi og vita sjaldnast í hvorn fótinn maður á að stíga. Ætli lesendur fái ekki bara innsýn inn í þann heim og togstreituna þar á milli með lestri á ólíkum og óskipulögðum pistlum. Ég veit nefninlega aldrei hvor okkar er við stjórnina þegar ég vakna á morgnana. Sú geggjaða og kærulausa eða sú skipulagða og alvarlega. Set það í ykkar hendur að þekkja þær í sundur.

 En núna er svo mikið rokið og stormurinn að trén stóru brotna og allt fýkur svo ég ætla að haska mér í bólið og sitja þar sem fastast þar til hægist um. Vona að risastóra tréð í garðinum okkar sem nær marga metra upp til himna haldi sig á sínum stað og taki ekki upp á því að fara að halla sér yfir húsið og hrella okkur með nærveru sinni.

Meðan stormurinn geysar leggst ég undir feld og hugsa vel og vandlega um hvaða efni á erindi á veraldarvefinn.  Finnst líklegt að hér finni sér pláss alvöru ævintýri og sögur úr daglega lífinu ásamt spennandi þorpsbúasögum þar sem ég er að flytja í næsta nágrenni við Hinn heimspekilega sinnaða Bangsímon og vini hans. En eins og allir vita þá gerast oft undur og stórmerki í agnarlitlum þorpum og þar finnast skrítnar skrúfur i mannlífinu. Undir stórum hundrað ára eikum á engjum fæðast líka frumlegar hugmyndir sem gætu átt erindi í nútímasamfélög. Mun ég gera mitt besta til að koma þeim skýrt og skilmerkilega til skila.

Hneygi mig og beygi og kveð að sinni.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hae mamma min, tad a nu eftir ad vera rosalega interesting ad fylgjast med ter herna, finnst tu samt nota frekar mikkla islensku her sem tekur mig lengri tima ad lesa... Er ordin frekar ovon longum islenskum ordum..

Allavega, vodalega skemmtilegt og endilega vertu dugleg ad skrifa pistla her inn...

Sunneva (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:29

2 identicon

Mér finnst alveg bráðnauðsynlegt að gera athugasemdir. Það er bæði fullorðinslegt og kennaralegt.

Geri hér með athugasemd við veðrið. Og það að enginn hafi enn gert neinar athugasemdir. Þýðir það ekki bara að hér er allt í góu lagi???

katrin (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:44

3 identicon

Velkomin í bloggheima, elsku krúttið mitt! Fæ að bæta þér við bloggvinina mína. Vertu svo dugleg að blogga, færslur þurfa sko ekki að vera langar!

Knús til allra úr vetrargaddinum!

gurri (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 07:56

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Velkomin í bloggheima, elsku krúttið mitt! Fæ að bæta þér við bloggvinina mína. Vertu svo dugleg að blogga, færslur þurfa sko ekki að vera langar!

Knús til allra úr vetrargaddinum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.1.2007 kl. 07:56

5 identicon

Frábært að vera búin að fá bloggsíðu frá þér. Hlakka  til að lesa. Knús og kossar

Birgitta H. Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband