Leita í fréttum mbl.is

Með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni.

Mætur maður hallaði sér yfir öxlina á mér áðan og rýndi á bloggið mitt. "Ef þú ætlar að ná árangri á blogginu verður þú að tala um það sem allir hinir eru að tala um" sagði hann.

Held honum finnist ég ekki nægilega pólitísk eða þenkjandi á stjórnmálasviðinu. Og hvað er það að "ná árangri" á blogginu? Ég held ég verði bara árangurslaus bloggari og haldi mig við það markmið mitt að halda geðheilsu langt yfir áttrætt og skipta mér ekkert að því sem er greinilega að gera ykkur hin gráhærð og skrifa bara um það sem mér liggur á hjarta hveru sinni óháð öllum vinsældarlistum.

Þetta segir vitringurinn sem situr á öxlinni á mér..og ég tek fullt mark á honum. Ætla samt að tala um einn mann sem allir hinir eru að tala um. Hann gerir mig neninlega alls ekki gráhærða. Hann gleður mitt litla hjarta og gefur mér von. Og þannig fólk nenni ég að tala um og hugsa um.

Við Ómar eigum okkur nefninlega langa sögu.Kynntumst fyrst þegar ég var aðeins fjögurra ára og afi kom heim einn daginn með litla vínilplótu sem hann setti á fína grammófóninn í stássstofunni. Þar lærði ég að baka og loka og læsa allt í stáli..eða var það áli.? Man ekki alveg. Svo kenndi Ómar mér það að það er allt hægt þegar hann söng um bílinn sem sem skrölti áfram þó hann væri bara á þremur hjólum. Og Ómar hefur haldið áfram að gera allt sem öðrum hefur þótt óhugsandi.

Núna er hann t.d að gera allt sem hann getur til að vekja upp sofandi stjórnmálamenn sem gera venjulegt fólk gráhært langt fyrir tímann og rænir það geðheilsu. Ómar passar líka uppá allt sem er raunverulega dýrmætt. Það að hafa skoðun og kjark og fylgja því eftir sem manni finnst rétt sama hvað hver segir. Hann stendur líka vörð um landið og náttúruna meðan sumir aðrir lita á sér hárið.

Ég held að ég sé bara vel sett með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni. Set hér inn ljóð eftir sjálfa mig sem Vitringurinn hvíslaði eitt sinn í eyra mér og tileinka það hér með baráttunni fyrir landinu okkar, náttúrunni og plánetunni.

Því bænin svo heit

brennandi biður

um líkn þína, Móðir.

Á krossgötum stendur

rennandi á

kitlar þar ókunnar strendur.

Stattu þar einn

og horfðu þar á

fegurstu ljóðlínur heims

er á heljarþröm stendur

og bíður þess eins

að þú vaknir

og þvoir þínar hendur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið er ég sammála þér, ná árangri hvað! Ef pólitískir nöldurseggir vilja ekki lesa bloggið hjá manni þá er það bara heiður! Þeir sem þú vilt að lesi skrifin þín finna þig fyrr eða síðar, þú ert svo ofvirkur bloggari ... heheheheh, segi ég og fleygi stórgrýti úr gróðurhúsinu mínu! Knús til Englalands. Vildi að ég gæti bara rænt bátnum sem ég sé hérna út um gluggann og siglt til þín. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.1.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Blessuð rændu bátnum!!!  Já finnst þér ég vera ofvirk..muhaahaha. Ég er það enda liggur mér margt á hjarta. Sit hér og tek tímann á milli pistla og reyni að láta líða a.m.k 2 tíma á milli svo fólk haldi ekki að ég sá bara að bíða eftir að flytja.

Sem ég er reyndar að gera en það er efni í annan pistil um hálf sjöleytið. Smjúts í Himnaríki. Himnaríkið þitt er það eina veraldlega sem kveikir öfund í brjósti mínu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.1.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Guðný M

Mjög skemmtileg síða....skemmtilegir pistlar! Miklu skemmtilegri en allir þeir "vinsælu" pistlarnir um fréttir og pólitík.  Það er eitthvað sem ég nenni ekki að lesa. Ég vil frekar lesa eitthvað skemmtilegt um lífið og tilveruna!

Guðný M, 20.1.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband