Leita í fréttum mbl.is

Barnastjörnur, blíðar jésúmyndir og blogg.

Barnaminningar mínar um sunnudagsmorgna innihalda sunnudagaskóla í skúr á fótboltavellinum og við systurnar með klósettpappír í hárinu. Laugardagskvöldin voru flest sett þannig upp að við fengum að trítla í sjoppuna og kaupa litla kók í gleri og kókosbollu. Svo meðan við horfðum á svarthvíta kúrekamynd eða Shirely Temple barnastörnu, rúllaði mamma upp á okkur hárinu með klósettpappír. Tilgangurinn var jú sá að vera með krullur og líta út eins og barnastjörnur á sunnudögum. Eftir að hafa móttekið boðskapinn í sunnudagaskólanum og fá jésúmynd skokkaði maður heim yfir leðjuna á fótboltavellinumog fékk hrygg með sultu í matinn. Svona liðu sunnudgarnir í mörg ár, krullað hár og oftast sunnudagsbíltúr um bæinn.

Núna vakna ég á sunnudagsmorgnum með úfið hár og skeyti ekkert um að láta kristna mig eða bera í mig blíðar Jésúmyndir. Það er ekki hryggur í hádegismatinn og enginn bíltúr um bæinn.Bara blogg. Allavega í bili. Svo eru stórar fyrirætlanir um undirbúning fyrir flutninga og tiltekt á öllum hæðum, pakkanir og hreingerningar en þegar ég lít í kringum mig núna fallast mér hreinlega hendur yfir verkefnunum sem bíða mín og ég geri mér grein fyrir að ég þarf hjálp.

Best ég reyni að grafa upp gömlu Jésúmyndirnar og athugi hvort ég biðji bara ekki um styrk og hjálp frá almættinu á þessum sunnudegi. Ætli það hjálpi að líta út eins og sannkrulluð barnastjarna með spenntar greipar?

Maðurinn minn er komin af stað með ryksuguna svo mér virðist ég hafa verið bænheyrð og ætla nú að hjálpa til....En  samt ekki fyrr en ég er búin að blogga. Maður verður að vera með forgangsröðunina á hreinu í lífinu ef maður ætlar að ná hamingjuhæðum og árangri í hlutabréfakaupum.

Amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, ég hef misst af einhverju! Eruð þið að flytja?

Sunnudagskveðjur til ykkar! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jæja Gurrí..lastu sem sagt ekki fyrsta pistilinn minn a blogginu????

Þar kemur skýrt fram að við erum að flytja í agnarlítið þorp þar sem Bangsímon og félagar urðu til. Við hliðina á okkur er brúin og fræga eikin á enginu þar sem allar sögurnar gerast. Komdu bara í heimsókn í sumar og sjáðu dæyrðina í sveitinni. Flytjum í lítið sveitakot með trégólfum arinstæðum og kyrrð. Alexander cottage heitir það.

Sömuleiðis sunnudagskveðjur til þín...smjúts

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.1.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef greinilega lesið þetta hratt yfir, enda var ég BARA glöð yfir því að sjá þig, finnst þú komin svo miklu nær mér þótt þú búir í útlöndum! Þetta fór fram hjá mér, só sorrí! Mikið hlakka ég til að sjá myndir ... hvað með litla krúttið, á ekki að setja inn myndir af því ... og familíen?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 17:23

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei takk..þetta er eini staðurinn sem ég fæ að vera i friði. Fer sko ekki að setja inn myndir af familíunni.......... Jók!!!!!!!!!!

Er að fara að setja upp fjölskuyldusíðu svo fólk haldi ekki að ég sé eigingjörn og sjálfmiðuð. Aftur Jók!!!!!!

Myndir alveg á leiðinni og fjölskyldufréttir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.1.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband