Leita í fréttum mbl.is

Hjartablöðrur og bloggskuggar.

480d6e3dd76e8034_picsGamli bloggskugginn minn er farinn að elta mig. Segir að það sé tími til kominn að vera með í bloggheimum aftur eftir langa fjarveru. Minnir mig á hversu gaman það getur verið að skiptast á skoðunum, segja sögur og deila reynslu.

Kannski að hann hafi bara rétt fyrir sér sá gamli. Freistar mín með hjartablöðru sem á víst að tákna það að maður eigi að elta í sér hjartað og ef hjartað fyllist löngun sé stundum gott að láta undan henni. Og ef maður bloggi ekki á slíkum ögurstundum sem nú eru þá verði maður bara eins og skugginn af sjálfum sér. Haldið þið að þetta sé rétt?

Kannski ég gefi sjálfri mér það í afmælisgjöf að byrja aftur að blogga. Ég á nefninlega afmæli í dag og er orðin vel rúmlega árinu eldri en síðast þegar ég bloggaði af einhverju viti. 13 er líka happatalan mín og sumir vitringar segja að hún sé englatala.

Æ ég stenst hann ekki þennan skugga með hjartablöðruna.

Hann er búinn að standa yfir mér svo lengi þetta grey:)

Gaman að sjá ykkur aftur bloggvinir. Ef einhverjir eru hér enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Katrín mín kæra!

Gleður mig að sjá þig hér aftur:o))

kær kveðja til þín og þinna.

Vilborg Eggertsdóttir, 14.6.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband