Leita í fréttum mbl.is

Jónatan Livingston Mávur. Lítill fugl með stóra ætlun

Man alltaf þann dag sem þesssi litla bók varð á vegi mínum. Lá bara á gólfinu fyrir utan dyrnar á herbergi mínu á heimasvistinni á Ísafirði og sáði fræi í hjartað á mér þegar ég var bara 17 ára.

Var að lesa hana aftur núna og boðskapur hennar á enn erindi til okkar. Fjallar um máv sem vill ekki lengur vera partur af flokknum sem skrækir hátt og berst blóðugri baráttu um ætið. Hann skynjar tilgangsleysi þessarar endalausu baráttu og fer að æfa flugið sitt.  Að geta flogið hærra, hraðar og náð valdi á flugi sínu. Skoða hvað skiptir raunverulega máli. Að þora að feta leiðina og kanna hvað bíður. Auðvitað snýst flokkurinn á móti honum og fuglafjölskyldan leggst öll á eitt að letja hann. Það má enginn vera öðruvísi og skera sig úr.

Mæli með þessari bók. Er einhver bók sem hefur haft meiri áhrif á ykkur en aðrar?

mávur Eigið góðan dag og fljúgið hátt, hátt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þegar ég var unglingur las ég óhemjumikið (og geri svo sem enn) en bók sem heitir Málsvari myrkrahöfðingjans (e. Morris West) hafði mikil áhrif á mig. Ég hef lesið margar góðar og áhrifamiklar bækur en síðast þegar ég hágrét yfir bók var það Heimsins heimskasti pabbi eftir Mikael Torfason. Hann náði mér alveg ... skömmin! Hendi fleirum inn eftir því sem ég man eftir þeim. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já bækurnar The Nature of Personal Reality og Seth Speaks eftir Jane Roberts, við lestur þessara bóka opnuðust loksins, loksins ----- óendanlegar víddir tilverunnar -- eins og að finna vatn í eyðimörkinni, þökk sé Jane .........

Vilborg Eggertsdóttir, 30.1.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Seth speaks hef ég verið eindregið hvött til að lesa og læt verða að því á næstunni. Önnur bók eftir Richard Back sem Skrifaði Jónatan máv heitir Illusions eða ímyndir í íslenskri þýðingu. Þarf eiginlega að skrifa sérpsitil um hana og hvað hún kenndi mér merkilegan hlut.

Mögnuð alveg þegar maður skilur að hún er ekki ævintýri heldur raunveruleiki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband