Leita í fréttum mbl.is

Framtíðarland í fjötrum...eða fuglinn Fönix loks að rísa úr öskunni?

Ég var ein af þeim sem sótti stofnfund Framtíðarlandins í sumar. Þar virtist losna úr læðingi falinn kraftur þjóðar sem hafði of lengi orðið fyrir vonbrigðum. Fólk sem þráði raunverulegar breytingar og öðruvísi gildi. Hitti fólk sem var með tárin í augunum yfir þessari sérstöku von sem þarna kviknaði. Sem var búið að fá nóg af þykjustuleikjum og baktjaldamakki sem hefur ekkert með framtíðarheilbrigði þessarar þjóðar að gera á öllum sviðum mannlífs.

Ég kem ekki saman þeirri tilfinningu og því að troða þeim krafti inn í gamaldags kerfi sem allir sjá í gegnum sem eru stjórnmálaflokkar nútímans. Hafði einhvernvegin þá von í hjarta að til væri að verða afl sem gæti knúið í gegn breytt hugarfar með öðrum leiðum. Ber í brjósti óljósa hugmynd og tilfinningu um að það sé komið að tímamótum sem felast ekki bara í að standa loksins saman heldur og að breyta stjórnunarháttum sem þjóna betur nútíðinni.  Fannst einhvern veginn að þarna væri samankomið fólk sem hefði vilja, getu, þor og kjark til að hugsa öðruvísi. Finna leiðir sem væru færar til raunverulegra breytinga. Sem hefði hugmyndaflug til að sjá öðruvísi og plægja nýjan jarðveg og sá fræjum sem skipta þessa þjóð máli. Miklu máli.

Rakst á blogg í dag sem kynnti enn frekar undir þennan neista.

http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/

Lýðræði án stjórnmálaflokka.

Hafði svo vonað að með þessum krafti væri eitthvað mjög mikilvægt að verða til.

Þegar ég heyrði af því að stefnan væri tekin á stjórnmálin sökk hjartað í mér.

Trú því ekki að enn á ný verði til bræðingur sem blandar sér í baráttu sem litlu skilar. Er ekki tímabært að standa upp og fara alla leið í því að skapa þjóðfélag sem ber keim af manngildi, elsku til náttúrunnar og hvers annars? Afl sem skilur miklu meira en bara raungildi og verðmæti metið í gulli?

Íslendingar. Það er tími til kominn að vakna og vera. Vera fulltrúar í alþjóðasamfélaginu sem sýnir hvað raunverulega skiptir máli og hætta að þegja yfir því sem er löngu orðið lýðnum ljóst.   bundið fyrir munninn

Það er ekki verið að bera hag okkar allra fyrir brjósti. Hættum ekki fyrr en því markmiði hefur verið náð. Það getur tekið tíma og mikla vinnu. En ég er vissum að ef við þorum að brjóta upp fortíðina tekst okkur að finna skref til framtíðarinnar. Í því felst hinn sanni þjóðarauður og hið margumtalaða hugvit. Verum það sem býr best innra með okkur. Nemum ókönnuð lönd.

Er einhver til í að heyra það sem ég er að segja eða er hugur ykkar enn rígbundinn fornum hugarformum og því að einungis sé hægt að gera hlutina á einn hátt? Kannski er þetta skýringin á því að við erum enn hér þrátt fyrir allt? Að hugur og verk séu ekki farin að tala sama tungumálið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Civilisation is a conspiracy...Modern life is the silent compact of comfortable folk to keep up pretences.

-John Buchan (1875-1940) 

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2007 kl. 01:40

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mig langar mest að fá að heyra hvað ykkur finnnst um þetta mál.

Vegna þess að af öllu sem ég hef lært skiptir þetta mestu máli.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 04:53

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kalla eftir rödd íslands hér ókennisklæddri.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 05:00

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mjög mjög áhugavert. Las umfjöllunina hjá Kristjáni. Þetta minnir mig raunar á skattakerfið sem ég fann upp einhverntímann. Það var þannig að maður myndi merkja við á skattskýrslunni í hvað maður vildi að skatturinn manns færi, og í hvaða hlutföllum, í staðinn fyrir að gera það óbeint með því að kjósa eitthvað fólk á þing. Ég tel lýðræðið hjá okkur í dag vera hálfgert húmbúkk. Og auðvitað eru þessir stjórnmálaflokka-klúbbar alveg kapituli útaf fyrir sig. Þeir minna mig alltaf á klíkurnar sem mynduðust í hverjum bekk í barnaskólanum, eitthvað sem ég nennti aldrei að taka þátt í því mér fannst það svo bjánalegt eitthvað.
Ætla allavega að redda mér lesefni eftir þessa gellu þarna varðandi þetta flokkalausa lýðræði.

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.1.2007 kl. 21:13

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

En svo er það nú samt alltaf að fólk hefur tilhneigingu til að rotta sig saman. Við gerum það líka hérna á netinu. Fólk vill ræða við annað fólk sem því finnst að skilji sig, þ.e. fólk með svipaðan hugsunarhátt og með svipuð áhugamál og stefnumál. Og þá er eiginlega kannski kominn flokkur. Eða allavega hópur.
Hvernig ætti að gera þetta?

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.1.2007 kl. 21:20

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Veit ekki alveg ennþá hvernig. Eina sem ég veit að þetta er verðugt verk að skoða. Og veit að það er til svar eða lausn. Þetta system stjórnmálaflokka og hegðun .....framkoma sumra þar hæfir ekki upplýstu nútímasamfélagi. Eru eins og tréhestar á tækniöld. Helsta ástæðan fyrir að við erum ekki búin að losa okkur við þetta fyrirkomulag er eflaust sú að við vitum ekki hvað ætti að koma í staðinn. Eflaust eru líka enn nokkrir sem hagnast af því að viðhalda kerfinu og þeir vilja auðvitað ekki sjá neinar breytingar.Ég er með gráðu í því sem heitir Social sculpture og þáðan hef ég ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að nálgast lausnir sem þessar. Næ mér í þessa bók á morgun og helli mér í lestur. Mér finnst þetta svo spennandi. Hver veit nema við fáum svo eina af okkar stórmerkilegu hugljómunum og bara gerum þetta?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 21:51

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég er allavega að leita að hinu mannlega eðli. Þegar ég er komin með það á hreint skal ég leggja mitt í púkkið.

gerður rósa gunnarsdóttir, 4.2.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband