Leita í fréttum mbl.is

Að ljúga langt á sér nefið!

Þú skalt ekki ljúga!

Staðreyndin er hinsvegar sú að fólk lýgur eins og það er langt til. Sumir ljúga um mikilvæga hluti meðan aðrir daðra við hvítar lygar. Sumir ljúga af vana um eitthvað sem skiptir engu máli og aðrir ljúga sig út úr vandræðum. Sumir meira að segja ljúga þar til þeir trúa lyginni. Til að verða frábær lygari þarf skothelt minni og maga til að melta lygina vel. Sterkar svefntöflur. Sofandi samvisku. Eiginleika til að sannfæra aðra. Vinna sér traust þeirra og trú og ljúga svo yfir allt saman.

Magnað. Í lygarasamfélögum væri gott að einhver ákveðin ytri einkenni einkenndu lygara. Gosi greyið komst aldrei upp með að ljúga því nefið á honum stækkaði í samræmi við lýgina. Væri fróðlegt að líta nef landsmanna færu nef þeirra að lengjast í samhengi við skort á sannsögli og geta séð hver væri í raun að ljúga að hverjum...ha? Ætli einhver ein starfsstétt væri neflengri en önnur?

lengist nef við lygar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Lygin er endalaus .... því miður í ákv tilfellum.  Suma lygi sér maður út og aðra hreinlega er ekki hægt að skynja fyrr en eftir á!  Lygi í meðvituðum ljótum tilgangi er afa slæm, þegar fólk framkvæmir af illgirni afglöp og glæpi.  Ljótt ljótt!  Hverjir ljúga ekki? 

www.zordis.com, 3.2.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sjalfsblekking er eitt form lyga sem mjög erfitt getur verið að uppræta eða jafnvel koma auga á hjá t.d sjálfum sér. Því þú þarft að ryðjast í gegnum egóið þitt til að komast á þann stað að geta séð hvað er hvað. Og það er erfiðara en að ryðja sér leið í gegnum þéttvaxinn frumskóg stundum. Svo eru líka til beinharðir lygarar. Sem ljúga vísvitandi og af hreinni illsku og græðgi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.2.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ætla að taka þátt í lygasögukeppni sem verður á ættarmóti sem ég fer á í sumar. Sagan er frábær, svo góð - að mínu mati - að Baron De Munchausen myndi roða við samanburðinn. 

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 311443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband