3.2.2007 | 18:03
Til þeirra sem sendu orkubúst yfir hafið.
Takk kærlega fyrir.
Árangurinn af þessari tilraun var sá að við skoðuðum hús sem var myglað upp í miðja veggi, fjarri allri mannabyggð og málað í ljótustu litum sem fyrirfinnast á jarðríki. En ekki gefast upp elskurnar. Þeir sem halda áfram að reyna þeim á endanum tekst. Ég held meira að segja að þetta sé alveg að koma. Bara smá ruglingur í gangi. Þegar við fórum út í göngu eftir vonbrigðin kallaði á okkur gamall maður sem vildi fá álit okkar á því hversu vel hann hefði pússað gluggana í húsinu sínu. Okkur fannst hann bara hafa gert það vel þó það væri eitt og eitt ský á sveimi í glerinu. Karlinn var krúttlegur í vinnugalla og með snjáða derhúfu á hausnum og glettnisblik í auga. Svona eins og leynienglar eru oft með. Allt í einu leit hann beint framan í manninn minn og sagði..."ég er með mjög mikilvæga spurningu fyrir þig. Maður eins og þú með svona andlit..sagði hann hugsi og strauk skeggið.
Syngurðu?
Þegar minn maður sagðist nú hafa gert það fyrir langa löngu, greip gamli andann á lofti og sagði.."Eg vissi það um leið og þú labbaðir hérna framhjá". Svo rauk hann inn í húsið sitt og sótti upplýsingabækling um "The barbersingers". Það er sönghópur sem hefur unnið til fjölda verðlauna og hefur mikið gaman og mikið fjör við að syngja þessa sérstöku tegund tónlistar sem ég kann nú ekki frekari skil á. Og bauð mínum manni endilega að vera með í þessu fjöri sem og hann þáði og þeir mæltu sér mót til að verða samferða á næstu æfingu. Gamli bara hló og skríkti af gleði og sagði að ég væri beautiful. He,he.
Þetta var ákveðin himnasending. Ég er búin að vera að reyna að fá hann til að syngja í mörg mörg ár, því það er svo gott að gera eitthvað skemmtilegt og gott fyrir sálina. Þessi gamli maður kveikti neista sem hefur verið í dvala í yfir tuttugu ár. Ég er viss um að það er vegna orkunnar og góðu óskanna sem þið senduð. Þið vitringarnir vissuð bara betur hvað skiptir máli. Söngurinn er æðri húsum. Og gamli gráskeggjaði maðurinn? Jú auðvitað er hann engill sem greip óskina á lofti og kom henni til skila. Margar hendur vinna létt verk. Munið það. We are all in this together.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Æði .... látum englana leiða okkur leiðina!
www.zordis.com, 3.2.2007 kl. 19:07
Ég held að það sé fullt af englum á jörðunni sem birtast okkur í líki manna, oftast á ögurstundum þegar við erum ráðvillt og þá benda þeir okkur á rétta leið.
Ég stend í þeirri meiningu að tvisvar sinnum í lífi mínu hafi svona leynienglar hjálpað mér.
Svava frá Strandbergi , 3.2.2007 kl. 22:11
Vona að næsta hús verði húsið ykkar!!! Englar, heyrið það
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 00:10
Leggjum ekkert fyrir okkur sem er óleysanlegt. Gefum sköpunarkrafti okkar frjálsar hendur að finna lausnina. Þetta er mjög spennandi reynsla sem þú ert að búa til núna ------ gangi þér vel ljósið mitt :)
Vilborg Eggertsdóttir, 4.2.2007 kl. 02:12
Takk. Þið eruð bara yndisleg. Í alvöru . Það breyttist allt í gær. Fáum að skoða hús á morgun sem er skjannahvítt og geislar af fegurð. Beint á móti því er svo...
Líkamsræktarstöð og sundlaug..við elskum að synda.
Lítil á sem rennur í gegnum gamla myllu sem búið er að breyta í pöbb og sætan restaurant.
Engi og útsýni
Verðið er rétt. Staðsetningin er góð og ég er vongóð.
Eigið góðan dag öll sömul.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.