5.2.2007 | 09:35
5. Febrúar. Fæðingardagur sögu skringilegrar kerlingar.
Sérvitur og skringileg kona hefur verið á sveimi í kringum mig í nokkrar vikur núna. Hún kynnti sig til sögunnar með því að stökkva út úr málverki sem er málað sterkum rauðum og gulum litum, einn morguninn þegar ég var að drekka morgunkaffið mitt. Í málverkinu er á einum stað turkisblár litur, bara örlítið af honum. Eins og fjarski sem kallar. Akkúrat þaðan kom þessi kerla. Fór að segja mér sögu sína og hefur síðan næstum daglega bankað uppá í kolli mínum og tekið mig með sér í styttri ferðir um hugarheima sína og kynnt mig fyrir vinum sínum og áhugamálum. Hún á eitt mjög sérstakt áhugamál sem tekur mestan tíma hennar eða á ég að segja að hún sé með þráhyggju? Og ég hef samviksusamlega punktað hjá mér þessi sögubrot. Eftir því sem ég kynnist henni betur því skemmtilegri og skringilegri finnst mér hún vera. Og mér finnst hún eiga erindi. Henni liggur margt á hjarta og er ófeimin við að fara ótroðnar slóðir til að finna út úr lífinu og ......þessari áráttu sinni. Reyndar tekur þetta áhugamál hennar hana á furðulega staði og inn í frábær samskipti við alls konar fólk.
Ég get ekki sagt ykkur neitt meira. Nema það að í dag 5. febrúar ætla ég að verða við beiðni þessarar skringilegu vinkonu minnar og byrja á bók um hana. Vildi bara deila þeirri ákvörðun okkar með ykkur af því að þið eruð bloggvinir okkar. Það skríkir í kerlu og hún er kát. Held hún hafi haldið að ég myndi aldrei drattast af stað og raunverulega skrifa söguna hennar. Hún heimtar metsölubók enda áköf með allt sem hún tekur sér fyrir hendur og ég brosi bara útí annað og segi.."við skulum nú bara sjá til hvernig gengur mín kæra". En allavega, við erum spenntar og hver ferð hefst á einu skrefi. Við lítum á þessa tilkynningu sem fyrsta skrefið í áttina að því að til verði bók.
Knús.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Hlakka til að hitta hana
Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 10:08
Ójá, ekki leiðinlegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 10:13
Hlakka til að lesa. Völundarhús skrítinna kolla hafa alltaf heillað mig. Maður verður bara að rata út úr þeim til að geta orðið til frásagnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.