6.2.2007 | 01:22
Fyrir hvað stendur hin íslenska þjóð?
Spurning sem leitar á mig stöðugt. Land náttúruauðlinda og fallegrar náttúru. Einstakrar náttúru. Harðger þjóð sem hefur lifað af baráttu við veður og náttúruöfl. Sem er búin að gleyma um hvað hún er. Trendí. Þannig lýsir fólk fyrir mér landinu mínu sem hefur heimsótt það. Allir svo trendí. Flottir og vel til fara og eiga allt það flottasta. Framúrstefnulegir íslendingar. Allir alltaf að meika það. Allir að gera eitthvað cool. Við erum sniðug að búa til ímyndir. Og gerum allt til að halda ímynd. En samt er ógnvænlegt tómahljóð í þessari þjóð. Sem á auðlindir og allt það besta til að skapa gott og mannvænlegt samfélag. En gerir það ekki. Snýr hinu blinda auga að öllum sem minna mega sín.
En núna er allt að koma upp á yfirborðið. Skíturinn sem mokað var yfir í fjóshaugnum. Allir sem voru svo uppteknir af því að stjórna og leiða þjóðina á lýðræðisgrundvelli voru sofandi. Sáu ekkert hvað var i gangi. Kannski var þeim alveg sama meðan þeir voru að byggja flottheitin. Og vera menn með mönnum. Ekki öllum mönnum, bara sumum. Þeim sem áttu upp á palborðið. Gleymdu í æsingi hamraborganna sem þeir voru að byggja með útlenskum ræningjum, bræðrum sínum. Sigldu burtu seglum þöndum meðan hinir fengu ekki einu sinni golu. Koma svo heim og slá um sig. Sigldir og velupplýstir um hvað skiptir máli. Þeir. Bara þeir. Ekkert annað. Það sem er kannski sorglegast er að hinn almenni þegn gengur með án þess nokkurn tíman að fá tækifæri til að vera með. Vera með í að nýta dýrmætasta afl þjóðarinnar hugvit og ómældan sköpunarkraft. Kraft til að skapa heimili þar sem allir fá að nærast og hvílast,vera með og eiga rödd og skapa. Búið að múlbinda þennan kraft. Falinn í kjallaranum þar sem þeir hírast sem eru ekki flottir.
Veikir, fátækir, aldnir og þjakaðir. Og allir hinir sem trúa á vanmáttinn sinn. Þreytuna og strögglið. Brotnu fjölskylduna og streðið. Við að viðhalda blekkingunni sem býr í huga íslenskrar þjóðar. Að það sé ekki hægt að skapa eitthvað nýtt og einstakt sem hefur gildi sem samræmast heilbrigðri skynsemi. Ég sé þjóð í hugarfjötrum sem trúir ekki að hún eigi allt gott skilið og megi og geti staðið upprétt.
Að við getum búið til einstakt samfélag hér. Höfum allt sem til þarf. Eina sem vantar er trúin og hugrekkið til að standa með því sem við vitum að er rétt. Og setja forganginn þar sem hann á heima. Í hjarta þjóðar sem kann að lifa af og veit hvað skiptir máli. Að við erum öll ein fjölskylda og það er bara hallærislegt að þykjast ekki kannast við sitt fólk. Hver kann og getur spunnið upp hamingju horfandi uppá alla sem fara á mis við hamingjuna? Hamingja er ekki einstaklings fyrirbæri. Hún verður aðeins til þegar þú lítur í kringum þig og sérð að allir hafa möguleika á að upplifa það sama.
Einn og hamingusamur í sínu horni er hugtak sem er ekki til í alvörunni. Nema að þú sért flottur og löngu hættur að finna til. Getum við sem þjóð búið til samfélag sem skiptir raunverulega máli á heimsmælikvarða? Þorum við að hugsa nýjar leiðir í átt að því takmarki? Fyrir hvað stöndum við sem þjóð. Fyrir hvað stendur þú í verki?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Frábær færsla. Þér tekst alltaf að vekja mann til umhugsunar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.